Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 18
18 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Húsleit í fyrirtækjum GETUR LÖGREGLA GERT UPPTÆKAR EINKAEIGNIR STARFSMANNA ÞEGAR HÚN GERIR HÚSLEIT Í FYRIR- TÆKJUM? Svar: Lögregla og önnur stjórn- völd, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sann- reyna hvort þau brot sem fyrir- tækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þarf að fá úrskurð héraðsdómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana, sbr. 90. grein laga 19/1991 um meðferð opinberra mála. Í 2. mgr. 71. grein stjórnarskrárinnar er tekið fram að slíkur úrskurður er skilyrði þess að gera megi leit í munum manna. Það er því lykilatriði að heimild liggi fyrir þegar farið er í húsleitir. Orðalag leitarheimildarinnar getur skipt máli varðandi hvar í fyrirtækinu megi leita. Því getur reynt á túlkun heimildarinnar og hve víðtæk hún sé þegar metið er hvort yfirvöld hafi gengið of langt í leitinni. Má leggja halda á persónulega muni? Í húsnæði þeirra fyrirtækja sem leitað er hjá eru starfsmenn með vinnuaðstöðu og geyma þar í mörgum tilvikum persónulega muni. Þetta geta verið áþreifan- legir hlutir, til dæmis ljósmyndir, bækur og föt en einnig gögn, ým- ist á pappír eða tölvutæku formi, eins og algengara er í dag. Sú spurning vaknar því eðlilega hvort yfirvöld megi við húsleit í fyrirtæki leggja hald á hluti sem eru í einkaeign starfsmanna. Í grunninn er svarið við þess- ari spurningu já, svo fremi sem heimild sé fyrir leitinni. Það að skjal eða hlutur sé í einkaeign starfsmanns takmarkar ekki heimildir yfirvalda til að leggja hald á hluti eða gögn sem gætu komið að gagni við rannsókn og úrlausn máls. Ef sú regla gilti for- takslaust að lögregla mætti ekki leggja halda á gögn í einkaeign sem eru geymd í húsnæði fyrir- tækis, til dæmis skjöl inn á far- tölvu í eigu starfsmanns, væri auðvelt að fara í kringum lögin og gera yfirvöldum erfitt fyrir með rannsóknina. Friðhelgi einkalífs- ins, sem 71. grein stjórnarskrár- innar verndar, nær til heimilis manna en ekki muna eða gagna sem þeir geyma á vinnustað. Meðalhófsreglan Á hitt ber að líta að það er grund- vallarregla í íslenskum rétti að yfirvöldum ber að gæta meðal- hófs í athöfnum sínum. Meðal- hófsreglan kemur fram í 12. grein stjórnsýslulaga 37/1993. Í henni felst að stjórnvöld mega ekki beita harðari úrræðum en nauð- synleg eru hverju sinni til að ná markmiði sínu. Í reglunni felst einnig að stjórnvöld verða að vera markviss í aðgerðum sínum. Í húsleit yfirvalda hjá fyrirtæki, sem er grunað um samkeppnis- brot, mega yfirvöld því aðeins leggja hald á gögn sem hafa þýð- ingu í þágu rannsóknarinnar. Leitaraðili mætti t.d. ekki leggja hald á persónulega muni starfs- manns, sem skipta engu máli um rannsóknina. Til dæmis mætti ekki leggja hald á fjölskyldu- myndir sem starfsmaður hefur á veggnum hjá sér eða bækur sem hann hefur á skrifstofu sinni, ef þessir hlutir skipta ekki máli. Það ber að hafa í huga að við húsleit leggja yfirvöld einkum hald á gögn, svo sem tölvupóst eða bók- haldsskrár, en sjaldgæfara er að lagt sé hald á muni starfsmanna. Vinnuskeyti og einkabréf í tölv- unni Tölvupóstur eða önnur gögn sem starfsmaðurinn hefur inni á tölv- unni veldur nokkrum vafa í þessu sambandi. Fjöldi slíkra gagna er yfirleitt svo mikill að það tæki óratíma að greina á milli gagna sem eru persónulegs eðlis annars vegar og þeirra sem varða vinnu starfsmannsins hins vegar. Á þetta atriði reyndi í húsleit Sam- keppnisstofnunar hjá olíufélögun- um í desember 2001 en þar þurftu starfsmenn stofnunarinnar að skoða mýgrút af skjölum á tölvum starfsmanna fyrirtækjanna. Farin var sú leið að taka afrit af tölvuskjölum starfsmanna olíu- félaganna. Starfsmenn Sam- keppnisstofnunar töldu að það fæli í sér of mikla röskun á starf- semi fyrirtækjanna ef þeir þyrftu að sitja með hverjum og einum starfsmanni á vinnustaðnum og fara yfir skjölin með þeim, enda hefði það eflaust tekið margar vikur. Því var ákveðið að afrita öll gögnin á staðnum en bjóða svo starfsmönnum að vera viðstaddir síðar þegar gögnin yrðu skoðuð og gæta þess þannig að persónuleg skjöl og tölvupóstur starfsmanna yrði ekki skoðaður að óþörfu. Þessi aðferð var talin í lagi og inn- an marka meðalhófsreglunnar, sbr. dóma Hæstaréttar nr. 177/2002 og 178/2002. Í þessum dómum sagði Hæstiréttur m.a: „...ef starfsmenn varnaraðila hafa varðveitt persónuleg gögn sín í þeim búnaði [þ.e tölvubúnaði fyrirtækisins], í stað þess að geyma slík gögn á heimili sínu eða öðrum stað, sem friðhelgi þeirra sjálfra samkvæmt 71. gr. stjórn- arskrárinnar tekur til, er óhjá- kvæmilegt að þeir beri áhættu af því að þau komist í hendur ann- arra vegna lögmætra aðgerða handhafa opinbers valds í garð varnaraðila.“ Húsleitir yfirvalda hjá fyrir- tækjum eru íþyngjandi og um- svifamiklar aðgerðir og lúta því ströngum skilyrðum. Leyfi dóm- ara þarf til slíkrar leitar og um- fangi þessara aðgerða eru ýmis takmörk sett, eins og áður sagði. En eigi starfsmaður fyrirtækis, sem liggur undir grun, einhver þau gögn eða muni, sem máli skip- ta fyrir rannsókn yfirvalda, má leggja hald á þau, óháð því hvort þau eru í einkaeigu starfsmanns eða ekki. Árni Helgason, laganemi við HÍ. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvernig þróuðust spenar á spendýrum, hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“, af hverju eru miðaldir kallaðar myrkar og hvað er Kyoto-bókunin? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍÐTÆKUR RÉTTUR YFIRVALDA Eigi starfsmaður fyrirtækis, sem liggur und- ir grun, einhver þau gögn eða muni, sem máli skipta fyrir rannsókn yfirvalda, má leggja hald á þau, óháð því hvort þau eru í einkaeigu starfsmanns eða ekki. Það eru fáar íslenskar kvenhetjur sveipaðar jafn miklum ævintýra- ljóma og Guðríður Símonardóttir, sem alla jafna gengur undir nafn- inu Tyrkja-Gudda. Eftir að hafa ungri verið rænt af hryðjuverka- mönnum þess tíma og hneppt í ánauð hjá mektarfólki í Alsír í heil níu ár, hófst ferðin langa heim til Íslands á ný, með viðkomu í mörg- um löndum Evrópu; með tilheyr- andi ævintýrum og lífsreynslu. Söguna þekkja allir, en það var Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur sem þræddi slóð Guðríðar um Norður-Afríku og Evrópu og skrifaði síðar skáldsögu byggða á heimildum um þetta tímabil lífs Guðríðar í Reisubók Guðríðar Símonardóttur, sem gefin var út hjá Eddu 2001og aftur í kilju 2003. En nú er Reisubókin sjálf farin í reisu; með lífshlaup Guðríðar á síðunum. Á haustdögum kom út þýðing bókarinnar hjá þýska bókaforlaginu Rowohlt Wund- erlichVerlag, sem sérhæfir sig í sögulegum skáldsögum sem líka eru ævintýralegar, og næsta ár er bókin væntanleg í Noregi. „Þýska forlagið vildi breyta titli bókarinnar og ofan á varð nafnið „De Sechste Siegel“, eða Sjötta innsiglið, sem er tilvitnun í Opinberunarbók Jóhannesar þar sem dómsdegi er lýst í mörgum birtingarmyndum. Þegar lambið, eða Kristur, rýfur sjötta innsiglið birtist sú mynd sem Guðríður sá fyrir sér þegar Tyrkjaránið skall á eyjunum og hélt að dómsdagur væri runninn upp,“ segir Stein- unn, afar sátt við nýja titilinn. Kynni þeirra Guðríðar eiga sér rætur aftur til ársins 1983 þegar Steinunn lék Guðríði í leikritinu Tyrkja-Guddu eftir séra Jakob Jónsson í Þjóðleikhúsinu. „Löngu seinna, þegar ég var orðin sóknarbarn í Hallgríms- kirkju, var ég beðin að fjalla um Guðríði í fyrirlestrum og síðar skrifa leikrit um hana fyrir kirkj- una, sem ég og gerði. Það var þá sem mér varð ljóst að efnið væri of stórt til að því yrði gerð skil í leikriti eða fyrirlestri og ákvað, fyrst ég lenti svona í Guðríði aft- ur og aftur, að reyna að komast til botns í sögu hennar og athuga þann hluta hennar sem hulinn var mestu myrkri. Þannig endaði ég í risavöxnu rannsóknarverkefni og gerði það sem enginn hafði gert á undan mér eða hefur gert enn, það að fara á söguslóðir Tyrkjaránsins í Alsír. Guðríður var alþýðukona úr Eyjum sem lenti í miklum hörmungum en einnig í ævintýr- um sem fáum löndum okkar stóðu til boða um hennar daga. Guðríður var uppi á miklum átakatímum í kjölfar siðaskiptanna. Þrjátíu ára stríðið var í fullum gangi, og þessi lútherska kona komst bæði í kynni við íslam og kaþólska trú og menningu. Þá hitti hún í eigin per- sónu Kristján fjórða, konung okk- ar Íslendinga, og lenti í ótrúlegum andstæðum. Þannig fékk hin smáðasta, sem smakkaði á því allra versta og upplifði hina skelfilegustu niðurlægingu, að sjá hluti sem hinum ríkustu stóðu ekki til boða.“ Steinunn segir fólk hafa af- greitt Guðríði með einföldum hætti því hún hafi haft þetta upp- nefni en enginn vitað í raun hvernig saga hennar leit út. „Mig langaði til að skilja í hverju hún hafði lent og hvað hún þurfti að ganga í gegnum; hvernig hún megnaði að snúa illum örlög- um sér til sigurs, vinna úr þeim og verða svo allra kerlinga elst. Á heimleiðinni kynntist Guðríður hinum unga Hallgrími Péturssyni og úr varð forboðið ástarævintýri. Reisubókin endar þar sem saga þeirra saman er í uppsiglingu, en með nýjum hættum því þau Hall- grímur voru brotleg eftir Stóra- dómi.“ Og nú er Steinunn að vinna að næsta kapítula í lífi Guðríðar og Hallgríms sem gerist á Suður- nesjum og Saurbæ í Hvalfirði. „Ég er á bólakafi í sautjándu öldinni og vonast til að ná ákveðn- um áfanga innan skamms. Rann- sóknir eru tímafrekar og það er mjög mikilvægt þegar maður fæst við liðna sögu, þótt hún sé skáldskapur, að grandskoða heim- ildir svo myndin af því þjóðfélagi sem maður lýsir sé glögg. Að- spurð segist Steinunn vel geta hugsað sér að Reisubók Guðríðar verði gefin út í fleiri löndum eins og Danmörku og Hollandi þar sem Hollendingur er í stóru hlutverki í sögunni. Og nýlega fékk Steinunn boð frá formanni Pen-klúbbsins í Alsír; rithöfundinum Mohammad Magani, um að taka þátt í ráð- stefnu þar í landi þar sem þessi forni atburður verði grundvöllur frekari rannsókna og samstarfs. „Það gæti orðið að ári og væri nú aldeilis skemmtilegt ef Reisu- bókin kæmi á endanum út á arab- ísku,“ segir Steinunn, kát yfir undirtektunum. Þess má geta að „De Sechste Siegel“ var bók októbermánaðar hjá Rowohlt Wunderlich. Hana geta áhugasamir nálgast á ama- zon.de. thordis@frettabladid.is Sjötta innsigli Steinunnar Reisubók Guðríðar komin út í Þýskalandi STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR, HÖFUNDUR REISUBÓKAR GUÐRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR Þessi skáldsaga, sem byggð er á sögulegum heimildum, er nú komin út í Þýskalandi undir nýjum titli: Sjötta innsiglið, en forlagið sérhæfir sig í sögulegum skáldsögum með ævintýralegu ívafi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 18-31 (18-19) Helgarefni 6.11.2004 21:25 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.