Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 63 stk. Keypt & selt 31 stk. Þjónusta 17 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 4 stk. 26.-28. nóvember Aðventuferð fjölskyldunnar í Bása 4.-5. desember Aðventuferð jeppamanna í Bása 30. des. - 2. jan. Áramótaferð í Bása Básar í hátíðarskapi! Laugavegi 178, sími 562 1000 www.utivist.is Góðan dag! Í dag er sunnudagur 7. nóvember, 312. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.31 13.11 16.51 Akureyri 9.28 12.56 16.24 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ingibjörg Jóhannsdóttir bókbindari er ein þeirra sem sér til þess að jólabækurnar komi út á réttum tíma og það hefur hún gert í 31 ár. Hún starfar í prentsmiðjunni Odda og stendur þar bak við stóra vél sem brýtur arkirnar saman. Þessa vél sér hún um að stilla og mata og stundum smyrja. Nýja bókin hans Guðbergs Bergssonar er að renna í gegn hjá henni þegar Frétta- blaðið mætir á svæðið en hávaðinn er það mikill að Ingibjörg teygir sig í rofann og slekkur til að hægt sé að eiga við hana orð. Og hún gerir betur því hún býður blaðamanni upp „metorðastigann“ og inn í „spaugstofuna“, sem er nýjasta fundar- herbergið í húsinu. Á leiðinni er hún spurð spauglaust hvort hávaðinn þreyti hana ekki. Hún svarar óbangin. „Þetta venst. Við erum með eyrnahlífar.“ Ingibjörg er ekta gaflari og kynntist bókbandi fyrst í Flensborgarskólanum þar sem það var meðal námsgreina. „Ég hafði alla tíð áhuga fyrir handverki,“ seg- ir hún og kveðst hafa útskrifast 1977 frá Iðnskólanum í Reykjavík, en lært í Bók- felli og meistarinn verið Guðmundur Þór- hallsson, faðir Þórhalls miðils. Þar var mest gert í höndunum þótt tæknin hafi líka komið við sögu. Nú stendur hún við stafræna vél allan daginn. Hvort finnst henni skemmti- legra? „Mér finnst nútíminn skemmtilegur,“ segir hún brosandi. „Auðvitað gátum við spjallað meira við vinnuna í gamla daga. En fagið í heild er skemmtilegt. Ferillinn frá A til Ö. Það er svo gaman að sjá bók- ina verða til og það er mikil fjölbreytni hér í Oddanum. Ég er búin að starfa hér í þrjú ár og er auðvitað bara hlekkur í stór- ri keðju.“ gun@frettabladid.is Ingibjörg bindur inn í Oddanum: Finnst nútíminn vera skemmtilegur Á vefsíðu Verslunarmanna- félags Reykjavíkur geta full- gildir félagsmenn sótt um lykilorð inn á vef félagsins og séð upplýs- ingar og stöðu sína hjá félaginu. Þar er til dæmis hægt að sjá yfirlit yfir greidd félagsgjöld til félagsins og athuga hvort hægt sé að sækja um hina ýmsu styrki. Til að sækja um lykilorðið er farið inn á heimasíðu félagsins, vr.is. Lykilorðið er síðan sent í pósti á lögheimili eða að- setur félaga eins og það er skráð í félagaskrá. Karlar og konur á norrænum vinnumarkaði er yfirskrift tveggja daga málþings sem haldið verður á Grand Hótel dagana 11. og 12. nóvember. Fyrri daginn verð- ur sjónum sérstaklega beint að körlum í „kvennastörfum“ en þann seinni verður horft víðar á kynja- skiptingu á vinnumarkaði. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill en þó er mikilvægt að þátttakendur skrái sig á heimasíðu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, bsrb.is. Heilbrigðisráðuneytið í Skotlandi hefur sett saman leið- beiningar um hvernig fyrirtæki geti varnað starfsmönnum sínum frá streitu og stressi. Síðasta könnun ráðuneytisins sýndi að fjörutíu þús- und Skotar þjást af stressi á vinnu- staðnum. Leiðbeiningarnar frá ráðu- neytinu voru settar saman af stjórn- endum fyrirtækja og starfsmönnum. Þetta er mjög þarft verkefni því of mikið álag getur leitt til streitu sem getur gert fólk veikt og komið niður á frammistöðu þess í vinnunni. Í leiðbeiningunum eru viðmiðunarreglur til að verj- ast stressi og hefur þessum regl- um verið komið á í tuttugu stofnunum á Bretlandseyjum. Ingibjörg vinnur á brotvél og vinnudagurinn er langur þegar jólabókaflóðið er í ham. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég fékk sandala svo tærnar á mér geti séð hvert þær eiga að fara! Glæsileg fjórhjól á góðu verði. 3 teg- undir nýrra fjórhjóla með fullri ábyrgð á verðinu 347-399 þús. Frekari upplýs- ingar á www.fjorhjol.is og í síma 899 4550 Hvernig verður maður blikk smiður BLS. 3 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M atvinna@frettabladid.is 19 (01) Allt forsida 6.11.2004 21:55 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.