Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 34
ENSKA ÚRVALSDEILDIN Aston Villa–Portsmouth 3–0 1–0 Peter Whittingham (18.), 2–0 Juan Pablo Angel (25.), 3–0 Nolberto Solano (40.). Chelsea–Everton 1–0 1–0 Arjen Robben (72.). Liverpool–Birmingham 0–1 0–1 Darren Anderton (77.). Norwich–Blackburn 1–1 1–0 Matthias Svensson (55.), 1–1 Paul Dickov (86.). Southampton–West Brom 2–2 1–0 Anders Svensson (28.), 1–1 Robert Earnshaw (29.), 1–2 Robert Earnshaw (37.), 2–2 Anders Svensson (87.). Tottenham–Charlton 2–3 0–1 Shaun Bartlett (17.), 0–2 Shaun Bartlett (39.), 0–3 Jerome Thomas (50.), 1–3 Robbie Keane (69.), 2–3 Jermain Defoe (79.). Crystal Palace–Arsenal 1–1 0–1 Thierry Henry (63.), 1–1 Aki Riihilati (65.). STAÐAN: Chelsea 12 9 2 1 17–3 29 Arsenal 12 8 3 1 32–13 27 Everton 12 7 2 3 14–11 23 Bolton 11 6 3 2 18–13 21 Middlesbr. 11 5 3 3 19–14 18 Aston Villa 12 4 6 2 17–13 18 Liverpool 11 5 2 4 18–11 17 Man. Utd 11 4 5 2 11–9 17 Newcastle 11 4 4 3 22–19 16 Portsmouth 11 4 3 4 15–15 15 Charlton 12 4 3 5 13–21 15 Tottenham 11 3 4 4 6–8 13 Man. City 11 3 3 5 13–12 12 Birmingh. 12 2 6 4 8–10 12 C. Palace 12 3 3 6 13–16 12 Fulham 11 3 2 6 12–19 11 WBA 12 1 6 5 11–22 9 Southamp. 12 1 5 6 10–16 8 Norwich 12 0 8 4 11–19 8 Blackburn 12 1 5 6 10–25 8 ENSKA 1. DEILDIN Brighton–Crewe 1–3 Burnley–Ipswich 0–2 Preston–Leeds 2–4 Reading–Stoke 1–0 Rotherham–Cardiff 2–2 Sheff. Utd–Gillingham 0–0 Watford–Derby 2–2 West Ham–QPR 2–1 Wigan–Plymouth 0–2 Wolves–Nott. Forest 2–1 Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson skoruðu mörk Watford gegn Derby. ÞÝSKA 1. DEILDIN A, Bielefeld–B. Dortmund 1–0 1–0 Buckley (7.). B. Leverkusen–Freiburg 4–1 0–1 Coulibaly (25.), 1–1 Freier (48.), 1–2 Krzynowek (53.), 3–1 Freier (88.), 4–1 Voronin (89.). B. München–Hannover 3–0 1–0 Pizarro (3.), 2–0 Makaay (80.), 3–0 Guerrero (90.). Hertha Berlin–Werder Bremen 1–1 0–1 Charisteas (80.), 1–1 Madlung (90.). Mainz–M´gladbach 1–1 0–1 Sverkos (12.), 1–1 Noveski (59.). Nürnberg–Wolfsburg 4–0 1–0 Mintal (1.), 2–0 Mintal (28.), 3–0 Schroth (45.), 4–0 Mintal (45.). Bochum–Kaiserslautern 1–1 0–1 Lembi (26.), 1–1 Lokvenc (63.). STAÐAN: Wolfsburg 12 8 0 4 20–18 24 B. München12 7 2 3 19–12 23 Schalke 11 7 0 4 16–15 21 W. Bremen 12 6 2 4 24–14 20 Stuttgart 11 6 2 3 20–12 20 HÓPBÍLABIKAR KARLA Keflavík–ÍR 98–79 Stig Keflavíkur: Nick Bradford 27 (11 frák.), Sverrir Þór Sverrisson 16 ( 8 stoðs., 7 stolnir), Gunnar Stefánsson 10. Stig ÍR: Grant Davis 28 (22 frák.), Ómar Sævarsson 16 (10 frák.), Ólafur Jónas Sigurðsson 12. Keflavík vann samanlagt, 207–142. 22 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Við mælum með... ... að Skífan bregðist skjótt við og geri nokkura plantna samning við handboltakappann Loga Geirsson. Miðað við frumsömdu snilldina sem heyrist á hinni frábæru heimasíðu hans, www.logi-geirsson.de, þá er þess varla langt að bíða að hann slái í gegn á tónlistarsviðinu líka. Mælum sérstaklega með laginu „Það kemur dagur eftir þennan dag“ sem, er gríp- andi lagasmíð í meira lagi með texta sem getur rifið jafnvel þunglyndustu menn upp.sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] „Það kemur dagur, það kemur dagur, það kemur dagur eftir þennan dag. Hann verður aðeins betri, hann verður miklu betri en dagurinn í dag.“ Logi Geirsson veit hvað hann syngur og gengur á göngustíg jákvæðninnar FÓTBOLTI Arsenal datt úr toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn á þessu tímabili þegar liðið gerði jafntefli gegn Crystal Palace á útivelli í gær. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð í deild- inni án sigurs og notaði Cheslea tækifærið og tók efsta sætið með 1-0 sigri á Everton. Thierry Henry kom Arsenal yfir en finns- ki miðjumaðurinn Aki Riihilaliti jafnaði metin úr næstu sókn Palace á eftir. Leikmenn Arsenal höfðu töluverða yfirburði í leikn- um en tókst ekki að notfæra þá. Svo virðist sem sjálfstraustið sem leikmenn liðsins hafa haft í úr- valsdeildinni hafi minnkað veru- lega í kjölfar tapsins gegn Manch- ester United á dögunum en það batt enda á 49 leikjahrinu liðsins án taps. Chelsea er hins vegar í góðum gír og það skemmir ekki fyrir þeim að Hollendingurinn frábæri Arjen Robben er kominn í liðið eftir meiðsli. Hann skoraði sigur- markið gegn Everton eftir góðan undirbúning Eiðs Smára Guðjohn- sen og fylgdi eftir marki sínu gegn CSKA Moskvu í vikunni. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur verið óspar á að hrósa Robben en í gær vildi hann eingöngu þakka forvera sín- um, Claudio Ranieri, fyrir að fá Robben til félagsins. „Ég átti eng- an þátt í því og ætla ekki að taka hrósið fyrir það. Það var forveri minn sem á hrós skilið fyrir að fá hann hingað. Robben er fljótur og leikinn og hann passar fullkom- lega inn í liðið.“ Mourinho sagði jafnframt að stemningin inni í búningsklefa Chelsea eftir leikinn hefði verið eins og eftir bikarúr- slitaleik. „Það var gífurlegur fögnuður og svona er stemningin þegar leikmenn líta á alla leiki sem úrslita- leiki.“ Fyrir leiki gær- dagsins í ensku úr- valsdeildinni var Liverpool eina liðið í deild- inni með fullt hús stiga á heimavelli. Það breytt- ist í gær þegar Birmingham kom í heimsókn. Gestirnir fóru með sigur af hólmi, 1-0, og skor- aði hinn símeiddi Darren Anderton s i g u r m a r k i ð . Anderton dúkk- aði upp eins og draugur úr grár- ri forneskju á fjærstönginni eftir horn- spyrnu og skor- aði af stuttu færi. Sigurinn var þó ekki sanngjarn því leikmenn Liverpool réðu lögum og lofum á vellinum og voru klaufar að skora ekki nokkur mörk áður en Anderton skoraði. Steve Bruce, knatt- spyrnustjóri Birming- ham, var í sjöunda himni eftir leikinn og hrósaði sérstaklega hetjunni Anderton. „Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir hann. Hann hefur átt við mikil meiðsli að stríða en þetta er frá- bært fyrir hann. Hann er á samningi sem færir honum laun ef hann spil- ar og í dag lagði hann ótrúlega mikið á sig og uppskar mark.“ Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var súr eftir leikinn og sagði sína menn hafa verið klaufa að vinna ekki leikinn. Hann vildi samt ekki kenna meiðslum fram- herja sinna um markaleysið og sagði að þeir hefðu fengið færin, heppn- ina hefði vantað. „Úr- slitin voru vonbrigði fyrir mig, leikmenn- ina og stuðnings- m e n n i n a því þótt við fengj- um færi þá tókst o k k u r ekki að skora en þ e i r skoruðu e f t i r m i s t ö k frá okk- u r , “ s a g ð i Benitez. - ósk Arsenal datt af toppnum Jafntefli gegn Crystal Palace í gær gerði það að verkum að Chelsea komst í toppsætið með sigri á Everton. N‡jar og nota›ar vinnuvélar Zeman snýr aftur Tékkneska þjálfaranum Zdenek Zeman hefur enn og aftur tekist að koma smáliði í fremstu röð, nú suður-ítalska smáliðinu Leece sem er í þriðja sæti Serie A. Leece leikur hraðan sóknarbolta eins og öll lið Zemans hafa gert. Einungis Juventus hef- ur skorað jafn mörg mörk en heldur verra er að ekki nema fjögur lið hafa fengið á sig fleiri mörk. Hið síðarnefnda hefur fylgt Zeman í gegnum tíðina. Alls hefur kallinn verið látinn taka poka sinn 6 sinnum á ferlin- um en snýr allltaf keikur aft- ur. Það tekur því á taugar eig- andanna að vera með Zem- an í vinnu en liðin hans leika alltaf skemmtilegan bolta og svo er karl- inn bráðskemmtilegur í samskiptum við fjölmiðla, yfirlýsingaglaður svo mörgum þykir nóg um og ekki vinsæll í herbúðum Juventus fyrir að hafa komið af stað rann- sókninni á lyfjaneyslu Fíatpiltanna. Tapið smámál Viðbrögð Zemans við 4-0 tapi gegn Fior- entina um síðustu helgi voru dæmigerð. Hann sagði þetta ekkert stórmál, leikurinn hefði ekki gefið rétta mynd af getu liðsins og menn ættu að halda áfram að spila sama sóknarbolta og fyrr. Sumum fannst hinsvegar tapleikurinn einmitt gefa rétta mynd af liðinu því mannskapurinn þykir ekki merkilegur og ítölsku blöðin eru búin að bíða eftir því í allt haust að blaðran springi. Framherjarnir Valeri Bojinov, Sasa Bjelanovic og Mirko Vucinic eru bestu menn liðsins, hafa skorað 14 mörk saman- lagt í haust. Búlgarinn Bojinov er einn efni- legasti leikmaður Evrópu í dag, 18 ára gamall en lék sinn fyrsta leik með Leece aðeins 15 ára. Skrykkjóttur ferill Zeman hefur þjálfað á Ítalíu í rúm 20 ár ef frá er skilið hálfur vetur sem hann stjórnaði tyrkneska liðinu Fenerbache. Frægðarsól hans reis hjá smáliðinu Foggia. Hann byrj- aði hjá liðinu í þriðju deild, var rekinn eftir nokkra mánuði en ráðinn aftur tveimur árum síðar er liðið var komið í aðra deild og kom þeim upp um deild. Þar lék liðið stórskemmtilegan og svolítið villtan sókn- arbolta. Dómarinn frægi Pierluigi Collina segir í ævisögu sinni að hann hafi þurft að breyta um stíl þegar hann dæmdi leiki Foggia til að springa ekki! Þeir hafi stund- að það að senda boltann aftur á markvörð- inn Mancini sem lét vaða beinustu leið fram á Giuseppe Signori og félaga. Ítalir höfðu aldrei séð svona bolta. Signori fór til Lazio og Zeman fylgdi honum þangað og var með liðið í toppbaráttunni í þrjá vetur áður en hann var rekinn. Næsta stoppi- stöð var AS Roma, aðdá- endum Lazio til mikillar gremju. Hann gerði þó engar rósir þar og við tók rúntur á milli hinna og þessa liða. Síðasta vetur féll Avellino undir stjórn hans niður í þriðju deild og héldu menn þá að Zem- an væri endanlega búinn að missa það. En framgangur Leece hefur sýnt að kallinn er enn í fullu fjöri og það verður spennandi að sjá hvort honum tekst að halda þessu smáliði í toppbar- áttunni í vetur. EINAR LOGI VIGNISSON Knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson liggur undir feldi: Með tilboð frá bæði Leeds og Cardiff FÓTBOLTI Lands- liðsmaðurinn Gylfi Einars- son liggur nú undir feldi og íhugar til- boð frá ensku 1. deildarlið- unum Cardiff og Leeds. G y l f i sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að málið væri nokk- uð flókið þar sem hann væri með tvo um- boðsmenn í málinu, einn að semja við hvort lið en málin myndu skýrast í næstu viku. „Bæði þessi félög eru mjög spennandi. Ég ræddi við báða knattspyrnustjórana og leist vel á það sem þeir höfðu fram að færa. Leeds er með frábæra æf- ingaaðstöðu, aðstöðu eins og hún gerist best í Englandi og er risa- stórt félag. Cardiff er líka mjög spennandi, félag á uppleið og það verður ekkert auðvelt verk að velja á milli liðanna.“ Gylfi sagði aðspurður að pen- ingar myndu ekki skipta öllum máli varðandi val á liði. „Það skiptir mig meira máli að ég geti þróað mig sem knattspyrnumað- ur – það mun ráða úrslitum,“ sagði Gylfi sem hefur einnig vakið áhuga liða í Þýskalandi og Belgíu. Eins og áður sagði er Gylfi með tvo umboðsmenn, nokkuð sem er mjög óvenjulegt en hann sagði það ganga ágætlega upp. „Það getur verið ruglingslegt á köflum en á móti kemur að þeir eru aldrei öruggir og vinna því vonandi betur fyrir mig. Það er allt í lagi að láta þá svitna að- eins,“ sagði Gylfi að lokum. - ósk GYLFI EIN- ARS- SON Með til- boð frá ensku 1. deildar- liðinunum Cardiff og Leeds. HETJAN ANDERTON Darren And- erton sést hér fagna sigurmarki sínu fyrir Birming- ham í gær ásamt miðju- mannin- um Robbie Savage. 34-35 (22-23) SPORT 6.11.2004 21:50 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.