Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 36
24 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Meistaraflokkslið Hauka í handknattleik karla hefur sýnt góða frammistöðu í Meistaradeild Evrópu og náð ágætisárangri þrátt fyrir að vera með sterkum liðum í riðli. Þá hefur liðið verið á hraðri siglingu í íslensku deild- inni, aðeins tapað einum leik af fyrstu sjö, og trónir á toppi Norð- urriðilsins. Haukarnir hafa á köflum leikið feiknagóðan handbolta og þá sér- staklega í Meistaradeildinni þeg- ar mótspyrnan hefur verið hvað mest. Í kvöld mæta Haukar þýska liðinu Kiel en fyrri leikur liðanna fór fram í síðasta mánuði þar sem Kiel hafði betur, 35-28. Haukarnir léku prýðilega á köflum en það var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Keil tapaði fyrir sænska liðinu Sävehof í síðustu umferð, 30–26, í Svíþjóð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda í þessum leik. Haukar mættu síðast franska liðinu Creteil og höfðu betur í miklum markaleik sem endaði 37- 30. Það gefur því góða von um leikinn í dag og sagði Páll Ólafs- son, þjálfari Hauka, að leikurinn legðist vel í sína menn. „Við erum ekki alveg búnir að negla hvort við breytum leik okk- ar frá síðustu viðureign liðanna,“ sagði Páll. „Það fer svona eftir því hvaða liði þeir munu stilla upp að þessu sinni.“ Að sögn Páls er mikilvægt að menn séu á tánum allan tímann því detti einbeitingin niður geti það reynst dýrkeypt. „Það sást best í leiknum gegn Savehof, þar sem stigi var hálfpartinn stolið af okkur, að menn mega ekki slá slöku við,“ sagði Páll. „En í dag munum við mæta afslapp- aðir til leiks og fyrst og fremst njóta þess að spila leikinn.“ smari@frettabladid.is Mætum afslappaðir til leiks Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, er rólegur fyrir leikinn gegn Kiel í dag og segir sína menn fyrst og fremst ætla að njóta þess að spila þar sem við ramman reip verður að draga gegn Þjóðverjunum. Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Sunnudagur NÓVEMBER ■ ■ LEIKIR  14.00 Valur og ÍS mætast í Valsheimilinu í 1. deild karla í körfubolta.  16.30 Haukar og ÍBV mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í handbolta.  17.00 Þór Ak. og Ármann/Þróttur mætast í Höllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardaga Kostya Tszyu og Sharmba Mitchell.  12.20 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  12.50 US PGA Tour Championship á Sýn.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Middlesbrough og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  15.50 World Series of Poker á Sýn.  16.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Man- chester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta.  17.20 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeildina í fótbolta.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Malaga og Real Madrid í spæn- sku úrvals- deildinni í fót- bolta.  19.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik AC Milan og Roma í ítöl- sku A-deildin- ni í fótbolta.  21.30 US PGA Tour Championship á Sýn.  21.35 Helgarsportið á RÚV. Sýnt frá helstu íþróttaviðburðum helg- arinnar. Framlag Gunnars Einarssonar, fyrirliða Keflavíkurliðsins, er gulls ígildi: Stigin hans skipta miklu máli KÖRFUBOLTI Gunnar Einarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Keflavík- ur, átti frábæran leik þegar Kefl- víkingar hófu þátttöku sína í Evr- ópukeppninni með 93-74 sigri á franska liðinu Reims í Keflavík á miðvikudaginn var. Gunnar skor- aði alls 28 stig í leiknum, þar af 22 í fyrri hálfleik, auk þess að spila mjög góða vörn á frönsku at- vinnumennina sem komust lítið áleiðis gegn einbeittu keflvísku liði. Gunnar er reyndasti Íslending- urinn í Evrópukeppni en þetta var hans 14. Evrópuleikur og það mátti vel sjá í byrjun leiks að þar færi leikmaður sem vissi út í hvað hann var að fara. Gunnar skoraði þannig 13 stig í fyrri hálfleik og nýtti 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum fyrir hlé en Keflavíkurliðið náði upp 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik og hafði yfir 53-33 í leik- hléi. Framlag Gunnars í leiknum varð til þess að Keflavíkurliðið gat unnið franskt atvinnumanna- lið með 19 stigum þrátt fyrir að annar atvinnumaður liðsins (Mic- hael Mathews) skoraði aðeins sex stig. Keflavíkurliðið er eins og í fyrra á fullu á mörgum vígstöðum bæði heima og erlendis en í fyrra- vetur náði liðið metárangri í Evr- ópukeppni auk þess að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Keflavík spilaði alls 52 leiki í mótum á vegum KKÍ eða FIBA í fyrravetur og þar er athyglisvert að sjá hversu miklu máli framlag fyrirliðans skiptir liðið. Gunnar skoraði 15 stig eða meira í ellefu af þessum 52 leikjum og Keflavík- urliðið vann 10 af þeim eða 90,9% þeirra. Evrópuleikurinn í vikunni var síðan þriðji leikur vetrarins sem Gunnar skoraði 15 stig eða meira og þeir hafa allir unnist. Tölfræðin sýnir það því vel hversu mikilvægt er fyrir Kefl- víkinga að fyrirliðinn sé í góðu formi því liðið hefur unnið 13 af síðustu 14 leikjum sínum sem hann hefur skorað 15 stig eða meira. Það er aðeins úrslitaleikur Hópbílabikarsins gegn Njarðvík í fyrra sem sker sig út úr. Keflavík var þá reyndar með unnin leik, leiddi með 15 stigum fyrir síðasta leikhlutann en varð að sætta sig við tap þrátt fyrir að Gunnar skor- aði 17 stig í leiknum. ooj@frettabladid.is ÁRANGUR KEFLAVÍKUR SÍÐUSTU TVÖ TÍMABIL ÞAR SEM GUNNAR EINARSSON SKORAR 15 STIG EÐA MEIRA: Deildin: 6 leikir (6 sigrar, 100% sigurhl.) Bikarkeppnin: 1 (1, 100%) Hópbílabikar: 4 (3, 75%) Úrslitakeppni: 1 (1, 100%) Evrópukeppni: 2 (2, 100) Samtals: 14 (13, 93%) FRÁBÆR GEGN FRÖKKUNUM Keflavík hefur unnið alla sex leikina síðustu tvö tímabil sem Gunnar Einarsson hefur skorað 20 stig eða meira í og 13 af 14 sem hann hefur skor- að 15 stig eða meira í. Gunnar skoraði 28 stig í 19 stiga sigri Keflavíkur á franska liðinu Reims á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Palli HAUKAR RÁÐA RÁÐUM SÍNUM Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, sést hér fara yfir hlutina í fyrri leik Hauka og Kiel á Ásvöllum sem Kiel vann með sjö marka mun, 35–28. MARKAHÆSTIR Í MEISTARADEILD: Carlos Perez, Vezprén 38 (mest 13) Siarhei Rutenka, Celje Piovarna 37 (12) Mirsad Terzic, RK Ividac Ljubliana 37 (11) Lars Christiansen, Flensborg 32 (11) Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar 29 (12) Mirza Dzomba, Ciudad Real 29 (10) Vaidotas Grosas, Granitas Kaunas 29 (9) Maunel Liniger, Pfadi Winterthur 28 (11) Soren Carl Stryger, Flensburg 28 (10) Laszlo Nagy, Barcelona 27 (9) AÐRIR Í HAUKALIÐIÐINU: Þórir Ólafsson 25 Andri Stefan 24 Vignir Svavarsson 20 Halldór Ingólfsson 20 Gísli Jón Þórisson 5 Jón Karl Björnsson 5 Freyr Brynjarsson 1 Sigurður Örn Karlsson 1 Þorkell Magnússon 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson gerir það gott í meistaradeildinni: Meðal markahæstu manna HANDBOLTI Ásgeir Örn Hallgríms- son er fimmti markahæsti leik- maður meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir fyrstu fjóra leiki riðlakeppninnar en Ásgeir hefur skorað 29 mörk í þessum fjórum leikjum eða 7,3 mörk að meðal- tali í leik. Haukarnir spila fimmta leik- inn á útivelli gegn Kiel í dag en liðið er sem stendur í 3. sæti rið- ilsins þremur stigum á eftir þýska liðinu sem er á toppnum. Ásgeir Örn hefur skorað 21 mark í síðustu leikjum, níu mörk í 35-35 jafntefli gegn Savehof og tólf mörk í 37-30 sigri á Creteil. Þessi tvítugur Hafnfirðingur hefur fyrir vikið rokið upp list- ann eftir að hann skoraði aðeins tvö mörk í útileiknum gegn fran- ska liðinu Creteil í öðrum leiknum í riðlinum. Haukar eiga jafnframt tvo af fjórum markahæstu leikmönn- um síns riðils, Ásgeir Örn er markahæstur og Þórir Ólafsson er síðan í 3. til 4. sæti með 25 mörk en Þórir er í 14. sæti á heildarlistanum, hefur skorað einu marki meira en félagi sinn í Haukaliðinu, Andri Stefan. Sví- inn Jonas Erik Larsson hjá Sa- vehof er annars markahæstur í riðli Hauka, hefur skorað einu marki meira en Þórir og Christi- an Zeitz, leikmaður Kiel. Markahæsti leikmaðurinn í meistaradeildinni til þessa er Ungverjinn Carlos Perez hjá Vezprén en hann hefur skorað 38 mörk. -óój 21 MARK Í SÍÐ- USTU TVEIMUR LEIKJUM Ásgeir Örn Hall- grímsson hefur spilað frábærlega í undanförnum leikjum Hauka í meistaradeildinni. NBA-DEILDIN Í KÖRFUBOLTA Leikir föstudag Toronto–Detroit 101–89 Bosh 18, Woods 17 (14 frák.), Alston 13, Carter 12, Rose 11, Peterson 11 – Ham- ilton 24, Billups 24, Prince 13, B. Wallace 10 (11 frák.), R. Wallace 10. Philadelphia–Phoenix 98–108 Iverson 25, Green 16, K. Thomas 13 (10 frák.), Iguodala 11, M. Jackson 11 – Stou- demire 29 (10 frák.), Marion 24 (11 frák.), Johnson 22, Richardson 15. Boston–Indiana 94–100 Davis 22, Blount 18, Pierce 15, Payton 14 (10 stoðs.) – Artest 28, O’Neal 19, Cros- here 16, Jones 13. Memphis–Houston 81–89 Gasol 21, Wells 15, Williams 11 – Mc- Grady 30, Jackson 14, Howard 11. New Orleans–Orlando 89–90 Baron Davis 36, David Wesley 13, Jamaal Magloire 13 – Hedo Turkoglu 21, Steve Francis 19, Cuttino Mobley 13, Kelvin Cato 12. Chicago–New Jersey 106–111 Heinrich 34, Harrington 19, Deng 18 (10 frák.), Nocioni 17 (14 frák.) – Jefferson 26 (21 frák., 9 stoðs.), Mourning 17, Vaughn 16, Collins 16. Portland–LA Clippers 94–81 Abdur-Rahim 22, Anderson 16, Randolph 14 (14 frák.), Van Exel 10, Miles 10 – Wil- cox 27 (10 frák.), Brand 17, Maggette 12. LA Lakers–San Antonio 96–105 Kobe Bryant 28, Lamar Odom 24 (11 frák.), Chucky Atkins 11, Caron Butler 11 – Tim Duncan 26 (16 frák.), Manu Gin- obili 18, Tony Parker 16, Rasho Nester- ovic 14, Brent Barry 13. Golden State–Utah 80–102 Derek Fisher 17, Mike Dunleavy 16, Jason Richardson 13 – Carlos Boozer 16, Keith McLeod 15 (10 stoðs.), Andrei Kirilenko 14, Raja Bell 11, Matt Harpring 11, Jarron Collins 10. Seattle–Atlanta 106–85 Ray Allen 25, Rashard Lewis 23, Antonio Daniels 12 – Antoine Walker 24, Al Harr- ington 14, Predrag Drobnjak 11, Kenny Anderson 10. 36-37 (24-25) SPORT 6.11.2004 18:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.