Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 7. nóvember 2004 25 Jacques Santini, hinn franski knatt-spyrnustjóri Tottenham, sagði starfi sínu lausu vegna persónulegra ástæðna á föstudaginn. Santini hafði aðeins stýrt liðinu í þrettán leikjum síðan hann kom til félagsins í sumar en sagði þegar hann tilkynnti ákvörðun sína að hann væri harmi sleginn þar sem hann hefði átt minnistæðan tíma hjá félaginu. aðstoðar- maður hans, Hollending- urinn Martin Jol, stýrði liðinu gegn Charlton í gær. Frank Arne- sen, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sagðist harma brotthvarf Santini en að félagið skyldi ástæður hans. Harry Redknapp, knattspyrnu-stjóri Portsmouth, var valinn knattspyrnustjóri októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Andy John- son, framherji Crystal Palace, var valinn leikmaður mánaðarins en til- kynnt var um valið í gær. Redknapp stýrði Portsmouth taplausu í gegnum mánuðinn þar sem liðið vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli. Þar á með- al var glæstur sigur á Manchester United. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum með Crystal Palace og var markahæsti leikmaður mán- aðarins ásamt Frakkanum Thierry Henry hjá Arsenal. Alexander Petterson skoraði tíumörk fyrir þýska liðið Düsseldorf sem tapaði fyrir Wallau-Massenheim, 29-28, í þýsku 1. deildinni í handkn- attleik á föstudagskvöldið. Markús Máni Michaelsson skoraði sex mörk fyrir Düsseldorf en Einar Örn Jóns- son skoraði fjögur mörk fyrir Wallau. Enska úrvalsdeildarliðið Liverpoolkynnti í gær ársreikning sinn fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30 júní 2004 og var hann ekki glæsilegur. Félagið tapaði 21,9 milljónum punda (tæpum þremur milljörðum íslenskra króna) sem er met hjá lið- inu. Forráðamenn liðsins eru með skýringar á reiðum höndum og segja að sú staðreynd að liðið komst ekki í meistaradeildina hafi kostað sitt auk þess sem það kostaði félagið 10,7 milljónir punda að losa sig við Frakkann Gerard Houllier og þjálfaralið hans. Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, var þó brattur og sagði fjárhag félags- ins vera í fínasta lagi. Bandaríski hjólreiðakappinn LanceAmstrong, sem hefur unnið Frakklandskeppn- ina í hjólreiðum undanfarin sex ár, segist ekki vera viss um að hann verði með á næsta ári. Armstrong sagði við fjölmiðla í gær að það væru margir aðrir hlutir sem hann vildi prófa áður en hann hætti að hjóla. „Ég hef unn- ið þessa keppni sex ár í röð og kom- ist í sögubækurnar. Kannski er rétt að stoppa hér,“ sagði Armstrong. Teitur Þórðarson sem hefur þjálf-að bæði Lyn og Brann er ekki í vafa um hvoru liðinu hann heldur með þegar liðin mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í dag. „Hjart- að mitt slær með Brann og bænum Bergen. Það er ekki nokkur spurning. Ég hef ekkert á móti Lyn en ef horft er á félögin sem slík þá er himinn og haf á milli þeirra í hefð og stærð,“ sagði Teitur. KR-ingarnir ungu, Kjart-an Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, gerðu það gott í æfingaleik sem þeir spiluðu hjá skoska liðinu Celt- ic á fimmtudag- inn. Lið þeirra vann leikinn, 4-3, og skor- aði Theodór Elmar eitt mark og lagði upp þrjú og Kjartan Henry skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Keppnisdagatal formúlu eitt fyrir næsta ár að taka á sig mynd: 19 kappakstrar í formúlu eitt kappakstrinum 2005 FORMÚLA EITT Nú er orðið ljóst að það verða 19 kappakstrar í for- múlu eitt á næsta ári en fyrsta út- gáfa dagatalsins fyrir keppnisárið 2005 hefur nú verið kynnt. Alþjóðasamband formúlu eitt heldur tryggð við Silverstone-, Magny-Cours- og Imola-brautirn- ar sem voru allar í hættu að detta út af listanum auk þess sem nýr keppnisstaður í Tyrklandi fær sína frumraun á næsta tímabili. Tyrkneski kappaksturinn átti alltaf að bætast við 2005 og því voru uppi vangaveltur um hvaða braut myndi detta út en þess í stað bættist bara við og því verð- ur um stærsta tímabil sögunnar að ræða á næsta ári. Mikil upp- stokkun hefur farið fram til að koma öllum þessum keppnum fyrir. Nú byrjar keppnin í Evrópu sem dæmi á tveimur helgum í röð í Frakklandi og svo San Marínó. Tyrkneski kappaksturinn fylg- ir í kjölfar Silverstone í lok sum- ars, belgíska kappakstrinum er seinkað fram í miðjan september og ungverski kappaksturinn hef- ur verið fluttur til þess að passa saman við keppnina í Tyrklandi en mikið af þessum tilfærslum eru gerðar til þess að stýra betur hragræðingu í hinum miklu flutn- ingum sem fylgja keppnisliðunum á milli keppnisstaða. Eins og vanalega byrjar for- múlan í Ástralíu en endar nú í Kína þar sem brasilíski kappakst- urinn hefur verið fluttur fram. Nú er aðeins ein keppni eftir á þessu tímabili og hún fer fram í Brasilíu en þetta verður því í síðasta skiptið í bili þar sem formúlan endar þar. Lokaútgáfa daga- talsins verður sett fram 10. desember næstkomandi og enn gætu því orðið breytingar á röð kappakstranna en fjöldi þeirra er í það minnsta kom- inn á hreint. ■ MICHAEL SCHU- MACHER Spurning hvort hann hann fagni nítján sinnum á þennan hátt í formúlunni á næsta kepp- nistímabili. 36-37 (24-25) SPORT 6.11.2004 18:42 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.