Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Vinur minn hélt fram góðri kenn-ingu um forsetakosningarnar í Bandaríkjununum. Það sem gerði það að verkum, sagði hann, að répúblikan- ar unnu var það að þeir náðu að draga Biblíuliðið á kjörstað. Allt þetta lið sem fer í kirkju ennþá og trúir á guð og satan. Þetta er svosem viðurkennt. En svo kom lykilspurningin: Hvað fékk þetta fólk til að mæta allt í einu núna? Jú. Hafðar voru kosningar í leiðinni í nokkrum lykilfylkjum um það hitamál hvort hommar og lesbíur mættu gifta sig. Biblíuliðið sá auðvit- að rautt, arkaði á kjörstað og greiddi atkvæði gegn hommunum. Síðan fleygði það atkvæði í Bush í leiðinni og þannig vann hann sigur. Barba- brella. ÞETTA voru hommakosningar. ANNARS er Bush í djúpum vanda og trúaða fólkið mun líklega þurfa að biðja fyrir honum alla daga og nætur, ekki bara til þess að hann sigri stríðið við skæruliða og annað fólk í Írak, heldur líka til þess að Bandaríkin verði ekki hreinlega gjaldþrota, eins og Osama bin Laden segir einmitt að sé næsta markmið sitt. Nýjustu áætl- anir herma að Bush þurfi að byrja á því að fá um 10 þúsund milljarða ís- lenskra króna að láni einhvers staðar fyrstu þrjá mánuði næsta árs, sem verður nýtt heimsmet. ÉG er ekki viss um að KB banki geti lánað honum allt þetta fé á 4,2% vöxt- um. Sjálfur er ég hálf blankur. Ég meina: 10 þúsund milljarðar. Er ekki hægt að kaupa sólina fyrir það? Það væri þá helst að einhver geimveru- banki á öðrum hnetti geti reddað þessu. Spurning um að NASA byrji að leita. Eða hvort trúarlega fólkið sem vill ekki að hommar gifti sig eigi inn- eign á himnum vegna einarðrar and- stöðu sinnar í mannréttindamálum – ef Guð er þá virkilega þannig innrétt- aður – eða kannski pening undir kodd- anum útaf siðprýði sinni? ÞETTA eru uggvænlegir tímar. Mað- ur hélt að veröldin væri svona frekar á leið til aukins frjálsræðis og af- slappaðri gilda. Þið vitið. Fólk að slaka á með peysuna á herðunum. Grilla saman. Skreppa til útlanda En ónei! Ég held nú síður. Í landi frelsis- ins er maður nokkur kosinn til áhrifa meðal annars vegna þess að hann er fylgjandi því að fólk stundi skírlífi fyrir hjónaband á trúarlegum for- sendum. ÉG EFAST um að hann sjálfur hafi stundað skírlífi fyrir hjónaband, en hvað um það. Hann kannski sér eftir því. Sjálfur vona ég heitt og innilega að Bandaríkjaforsetar verði ekki hér eftir kosnir í embætti bara vegna þess að þeir segjast trúa á guð, eru hættir að drekka og eru á móti homm- um. Megi frekar drykkfeldur og sam- kynhneigður trúleysingi með eyrna- lokka í báðum bera sigur úr býtum næst. Biblíuliðið 48 (36) Bak 6.11.2004 22:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.