Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EÐA SKÚRIR Víða hvass- viðri með ströndum en lægir þegar líður á daginn. Styttir upp austan til síðdegis annars skúrir og milt. Sjá síðu 4 10. nóvember 2004 – 308. tölublað – 4. árgangur FULLNAÐARSIGUR Í SÓLBAKS- MÁLINU Formaður Sjómannasambands- ins segist hafa náð fullnaðarsigri en málið sem Sjómannasambandið höfðaði fyrir Fé- lagsdómi gegn Útgerðarfélaginu Sólbaki ehf. vegna ráðningarsamninga við skipverja hefur verið fellt niður. Síða 2 GRÁTLEGA ERFIÐUR HNÚTUR Launanefnd sveitarfélaganna telur tilboð kennara ekki samningsgrundvöll. Þar hafi verið stigin skref í átt frá sáttum. Þau vilja sjá samninga kennara einfaldaða og hverfa frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Síða 2 ARAFAT VIÐ DAUÐANS DYR Heilsu Jassers Arafat, forseta palestínsku heima- stjórnarinnar, hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Síða 2 SEGIST SAKLAUS Gunnar Örn Krist- jánsson, fyrrverandi endurskoðandi Trygginga- sjóðs lækna, er ákærður fyrir alvarlega van- rækslu í endurskoðandastarfi sínu. Síða 14 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Guðrún Hannesdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hringsjá stökkpallur í frekara nám ● nám Helga Braga: ▲ SÍÐA 38 Kynnir Edduna ● er einnig tilnefnd til verðlauna Óttar Sveinsson: ▲ SÍÐA 24 Goðafossi sökkt fyrir 60 árum ● skrifaði um slysið að undirlagi bubba LESIÐ Á HORNINU Skáldkonurnar Rúna K. Tetzschner, Elísabet Jökulsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hallgerður Gísla- dóttir, Stefanía Gísladóttir og Birna Þórð- ardóttir munu koma saman klukkan hálf níu í kvöld og lesa úr verkum sínum á Horninu í Hafnarstræti. STJÓNRMÁL Þórólfur Árnason til- kynnti síðdegis í gær á blaða- mannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. „Það er sameigin- leg niðurstaða mín og borgarfull- trúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavík- urlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum.“ Þórólfur hefur verið borgar- stjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnis- stofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að „verja heiður sinn“. Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufé- lagið h.f. „Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofn- unar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir.“ Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjóra- stólinn:„ Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlist- ann og það sem hann stendur fyr- ir. Ég stend upp úr stóli borgar- stjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfir- lýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borg- arstjóri: „Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinn- ar og Reykjavíkurlistasamstarfs- ins fram yfir sína eigin.“ R-listinn hefur ekki valið arf- taka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans. a.snaevarr@frettabladid.is 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið Þórólfur Árnason sagði af sér í gær Borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, sagði af sér síðdegis í gær með þeim orðum að það væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan. Mikil óvissa um arftaka hans. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON sagði af sér með þeim orðum að hann vildi ekki að störf sín í almannaþágu „litist af þessum málum, eða þau hafi áhrif á gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Halldór Ásgrímsson: Lagasetning ekki til umræðu STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að laga- setning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: „Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjái ekki flöt á því að leysa þessa deilu, sem er að sjálfsögðu þeirra skylda.“ Hann benti á að lagasetning væri alltaf neyðarúrræði og í raun aðeins frestun á þeim vanda sem menn standa frammi fyrir. „Lagasetning hefur ekki gefist vel til frambúðar.“ Halldór segir deiluna vera í mjög alvarlegum hnút og segist ekki sjá að þær tillögur sem lagð- ar hafi verið fram séu líklegar til að leysa deiluna. - ás Líkfundarmálið: Tvö og hálft ár DÓMSMÁL Þremenningarnir í lík- fundarmálinu; Grétar Sigurðsson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa með- ferð á líki. Jónas Ingi hefur þrætt fyrir að eiga hlut í málinu, en dómnum þykir framburður hans í meira lagi ótrúverður. Líklegt er að allir áfrýi dómnum. Sjá síður 16 og 17 Skoðanakönnun á fylgi flokkanna: Samfylkingin stærsti flokkurinn SKOÐANAKÖNNUN Vinstriflokkarnir tveir myndu bæta mikið við sig og ná meirihluta á alþingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem gerð var nú um helgina. Samkvæmt skoðanakönnuninni myndi Framsóknarflokkur fá átta þingmenn, sem er fækkun um fjóra. Sjálfstæðisflokkur fengi 19 þingmenn, sem er þremur færri en flokkurinn hefur nú. Ríkis- stjórnarflokkarnir hefðu því 27 þingmenn, sem nægir ekki til að halda meirihlutanum. Frjálslyndi flokkurinn myndi fá tvo þing- menn í stað fjögurra. Samfylking yrði stærsti flokkurinn á þingi með 23 þingmenn og myndi bæta við sig þremur. Þingmönnum Vinstri grænna myndi fjölga mikið, verða ellefu í stað fimm nú. Viðbrögð Steingríms J. Sigfússon- ar og Össurar Skarphéðinssonar við þessari könnun eru mjög á svipaðan veg, að könnunin sýni að möguleiki væri á vinstristjórn ef boðað yrði til kosninga nú. Össur segir einnig að hann hafi búist við því fyrir fram að vandræða- gangur Reykjavíkurlistans hefði áhrif. Einar K. Guðfinnsson segir könnunina vonbrigði fyrir sjálf- stæðismenn og Hjálmar Árnason undrast lítið fylgi. - ss Sjá síðu 6 Falluja: Hart barist næstu daga WASHINGTON, AP Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir banda- rískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. Hann vildi heldur ekki gefa upp hversu margir vígamenn hefðu fallið, einungis að veru- legur fjöldi þeirra hafi særst eða fallið. Hann sagði jafnframt að bandarískir hermenn væru nokkuð á undan áætlun við að ná borginni á sitt vald. Talið er að sá maður sem helst er leitast við að ná í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hafi flúið borgina. ■ 01 Forsíða 9.11.2004 22:42 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.