Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 4
4 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Fyrrverandi markaðsstjóri Olís: Thomas hættir í stjórn Símans VERÐSAMRÁÐ Thomas Möller, fyrr- verandi markaðsstjóri Olís, sagði sig úr stjórn Símans í gær vegna niðurstöðu Samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Sam- kvæmt niðurstöðunni átti Thomas aðild að samráðinu, meðal annars í viðskiptum við Símann. Thomas vék úr stjórn Símans í fyrra vegna rannsóknar Sam- keppnisstofnunar á málinu en Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði hann aftur í stjórnina í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá Thomasi segir að nú þegar ákvörðun Sam- keppnisráðs liggi fyrir hafi hann ákveðið að segja sig úr stjórninni. Þá biðst hann afsökunar á aðkomu sinni að málinu og vonast til þess að með ákvörðun sinni takist honum að koma í veg fyrir að hann skaði Símann. Hann hefur einnig ákveðið að hætta störfum sem stjórnarfor- maður landkynningarverkefnis- ins Iceland Naturally um áramót- in. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra skipaði hann til starfans í júní á síðasta ári. - ghg Óvissa um arftaka Þórólfs Árnasonar R-listinn varpaði öndinni léttar við afsögn Þórólfs Árnasonar. Hver höndin virðist hins vegar upp á móti annari um næsta borgarstjóra. STJÓRNMÁL Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið „heppilega“ ákvörðun um afsögn. „Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu“. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gær- kvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að til- lagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um af- sögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. „Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur“ sagði Stefán Jón Hafstein, Sam- fylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörð- un. Bæði hann og Alfreð Þor- steinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæð- ismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Haf- stein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listafor- foringja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgar- fulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknar- flokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Sam- fylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskars- dóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnar- flokksins. Vinstri grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgar- ritara og Orra Hlöðversson, bæj- arstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði. a.snaevarr@frettabladid.is ÞESSI STUDDI KERRY Sálfræðingar segjast hafa þurft að hjálpa fólki að takast á við úrslit forsetakosning- anna. Stuðningsmenn Kerrys: Kjósendur í meðferð BANDARÍKIN, AFP Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forseta- kosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Áfallasérfræðingurinn Douglas Schooler sagði dagblaðinu Boca Raton News að hann hefði fengið fimmtán stuðningsmenn Kerrys í meðferð eftir kosningarnar. „Einn sagði mér að hann hefði aldrei verið svona þunglyndur og reiður á ævi sinni,“ sagði hann og bætti við að fólk hefði talað um að flytja úr landi. ■ Dugar afsökunarbeiðni olíufélag- anna? Spurning dagsins í dag: Var rétt af Þórólfi Árnasyni að segja af sér? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 95% 5% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KRISTINN BJÖRNSSON Hætti sem stjórnarformaður Straums vegna umræðu um samráð olíufélaganna. Straumur: Kristinn hættir VERÐSAMRÁÐ Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjár- festingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hags- muna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkom- andi. Talið hefur verið hugsanlegt að seta Kristins í stjórninni bryti í bága við lög um fjármálafyrirtæki vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um aðild hans að verðsamráði olíu- félaganna. - ghg Matthías Johannessen skáld gerir upp við samtíma sinn í þessari hressilegu bók. Hann var í áratugi í eldlínu þjóðfélagsumræð- unnar, nú horfir hann á vígvöllinn úr fjarlægð sem veitir honum færi á að greina og túlka það sem hann sér. Innlifun og eldmóður einkenna stíl skáldsins sem fer geyst og kemur víða við. Af innlifun og eldmóði Landsbankinn: Einar hættur í stjórninni OLÍUMÁLIÐ Einar Benediktsson, for- stjóri Olís, hefur sagt sig úr stjórn Landsbankans. „Í ljósi þeirrar umræðu, sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofn- unar um meint samráð olíufélag- anna, hef ég ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Lands- banka Íslands hf. fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið,“ segir í til- kynningu frá Einari. „Þessa ákvörð- un tek ég einvörðungu til þess að Landsbanka Íslands hf. verði ekki blandað inn í mál sem honum eru með öllu óviðkomandi.“ ■ Íslandsbanki: Hættir við skilyrði VIÐSKIPTI Íslandsbanki er hættur við að krefjast þess að þeir sem taka 100 prósent íbúðalán taki jafnframt lánatryggingu. Það hefur sætt gagnrýni að slík trygging hefur í för með sér að tryggingartaki þarf að gefa ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar og einnig að svara spurningum um heilsufar ættingja. Í frétt frá Íslandsbanka segir að sérstök lánatrygging bjóðist lán- þegum hjá Sjóvá-Almennum, dótt- urfélagi bankans. Fram kemur í til- kynningunni að niðurstaðan hafi fengist eftir viðræður við forsvars- menn Öryrkjabandalags Íslands. - þk THOMAS MÖLLER Hættir í stjórn Símans og sem stjórnarformaður landkynningarverkefnis vegna niðurstöðu Samkeppnisráðs um aðild hans að verðsamráði olíufélaganna. ÞÓRÓLFSBANAR Boðuð vantrauststillaga á félagsfundi Vinstri grænna í gærkvöld varð banabiti Þórólfs Árnasonar á borgarstjórastóli. Enginn flokkanna innan R-listans virðist una því að þunga- vigtarmaður úr röðum hinna hreppi borgarstjórastólinn. Þó verður borgarstjóra fyrst leitað innan R-listans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 04-05 9.11.2004 22:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.