Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 6
6 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Loftslagsbreytingar við Norðurskautið: Væg hlýnun eflir fiskistofna VEÐURFAR Niðurstöður alþjóðlegs rannsóknarteymis á vegum Norðurskautsráðsins gera ráð fyrir að loftslag á Íslandi og Grænlandi hlýni næstu hundrað árin um 2 til 3 gráður á Celsius, en slík breyting gæti eflt þá fiskistofna sem mikilvægastir eru fyrir hagkerfi þjóðanna, svo sem þorsk og síld. Mismikilla áhrifa hlýnunar gætir við Norð- urskautið. Á öðrum svæðum, svo sem í Kanada og í Síberíu, gæti hún numið 4 til 7 gráðum, en svo mikil breyting er sögð geta haft miklar og slæmar afleiðingar fyrir lífríkið. Niðurstöður rannsóknarteym- isins voru kynntar á blaða- mannafundi í gær. Meðal þess sem er spáð er að sjór muni hækka um 10 til 90 sentímetra vegna bráðnun jökulíss á Græn- landi og Norðurskautinu. Robert Correll, formaður rannsóknar- hópsins, sagði að miðað við hraða bráðnunar íshettunnar á Græn- landi væri óhætt að gera ráð fyrir að hækkun sjávar yrði í efri mörkum þess sem spáð hefur verið og jafnvel enn meiri. Skýrsla rannsóknarhópsins gerir ráð fyrir að sjór gangi um 50 metra á land á flatlendi við hverja 50 sentímetra hækkun sjávarborðs. - óká Vinstri grænir rúm- lega tvöfalda fylgi sitt Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúm- lega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þing- manna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Samfylking- ar og Vinstri grænna eykst, en fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Frjálslyndra dalar, samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar sem framkvæmd var á laugardag. Samkvæmt skoðana- könnunni fékk Framsóknarflokk- urinn 12,3 prósenta fylgi. 30,3 pró- sent sögðust myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Frjálslyndir fengju 3,1 prósent. 35,1 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinginu og 18,2 prósent sögðust myndu kjósa Vinstri græna. Tæpt prósent þeir- ra sem tóku afstöðu til spurningar- innar sagðist myndu kjósa annað. Ef þetta væri fylgi flokkana í kosningum fengi Framsóknar- flokkurinn átta menn kjörna, Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 19 þing- menn, Frjálslyndir tvo, Samfylking 23 og Vinstri grænir ellefu. Eins og oftast áður er munur á stuðningi kynjanna við Sjálfstæðis- flokk. Um 34 prósent karla sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn en fylgi kvenna var átta prósentustigum minna. Eins er nokkur munur á stuðningi karla og kvenna við Sam- fylkingu. Um 33 prósent karla segj- ast styðja Samfylkingu en um 38 prósent kvenna. Einnig er nokkur munur á stuðningi flokkanna eftir því hvort kjósendur búa á höfuðborgar- svæðinu eða utan þess. Framsókn- arflokkurinn fær tæplega 15 pró- senta fylgi á landsbyggðinni en rétt rúmlega tíu prósent á höfuðborgar- svæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi sitt þó frekar til höfuð- borgarsvæðisins, þar sem hann hefur rétt rúmlega 33 prósenta fylgi á móti rúmlega 26 prósenta fylgi á landsbyggðinni. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var „Hvaða flokk myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú?“ 52,8% prósent að- spurðra tóku afstöðu til spurning- arinnar. svanborg@frettabladid.is Flóttamenn: Þeim fjölgar sem fá hæli MALASÍA, AP Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönn- um hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveiting- um samhliða því að öryggisráð- stafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. Fyrir 11. september 2001 hjálp- aði Flóttamannastofnunin 30 þús- und flóttamönnum árlega við að fá hæli. Eftir hryðjuverkaárás- irnar féll þetta niður í 15 til 20 þúsund manns 2002 og 2003. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Átta kíló af amfetamíni fundust íDettifossi í júlí. Hvar í skipinu voru þau falin? 2Hversu háar fjárhæðir færir hækkunleikskjólagjalda borgarsjóði? 3Mafíuforingi sem sat í fangelsi á Ítalíustýrði starfsemi sinni úr fangaklefa sínum. Hvernig fór hann að því? Svörin eru á bls. 38 edda.is Ný bók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Kristín Helga hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fyrri bækur sínar: Strandanornir: Bókaverðlaun barnanna, Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi Í Mánaljósi: Bókaverðlaun barnanna Mói hrekkjusvín: Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur NIÐURSTÖÐUR ACIA KYNNTAR Robert Correll, formaður ACIA, svaraði spurningum í upphafi ráðstefnu um hlýn- un við Norðurskautið í gær. Við hlið hans situr Hjálmar Vilhjálmsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunarinnar, og við glugg- ann stendur Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfis- stofnunar. AFGANISTAN, AP Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóð- anna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. „Shqipe sagði okkur að hún væri við góða heilsu og að við ættum ekki að hafa áhyggjur af henni. Hún sagði að mannræn- ingjarnir færu ekki illa með hana,“ sagði Agim Habibi, bróðir Shqipe Habibi, albanskr- ar konu í haldi gíslatökumanna. Annetta Flanigan frá Norður- Írlandi hefur einnig haft sam- band við fjölskyldu sína en Filippseyingurinn Angelito Nay- an ekki. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. ■ ÓSKA LAUSNAR GÍSLA Fjöldi Filippseyinga hefur farið í kröfugöngur og á samkomur til að þrýsta á um lausn gísla. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan: Gíslar fengu að tala við ættingja Guðjón A. Kristjánsson: Vantar sýnileika SKOÐANAKÖNNUN „Þetta eru auðvit- að ekki góðar fréttir,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson. Sam- kvæmt skoðana- könnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. „Ég veit ekki til þess að neitt hafi verið að gerast sem útskýrir þetta eða að neitt af málatilbúnaði okkar hafi haft þessi áhrif. Við verðum bara að vera það meira sýnileg. Við erum ekki farin að halda lands- þing eða neitt svoleiðis eins og aðrir flokkar. Við stefnum á að halda landsþing í mars og von- umst auðvitað til að fylgið muni aukast aftur.“ ■ Össur Skarphéðinsson: Frábær niðurstaða SKOÐANAKÖNNUN Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, segir niðurstöðu skoðana- kannaninnar „frábæra“ fyrir flokkinn. „‘Ég bjóst satt að segja við því að vandræðagangurinn á R-listanum myndi hafa áhrif á fylgi flokksins.“ Össur segir að það sé stórmerkilegt að enn einu sinni hafi komið fram að Samfylk- ingin og Vinstri grænir hafi sam- anlagt afgerandi meirihluta um- fram stjórnarflokkana. - ás Hjálmar Árnason: Of hógvær STJÓRNMÁL Hjálmar Árnason, bendir á að fáir taki afstöðu í könnun Fréttablaðsins. „Reynsla okkar framsóknarmanna er að við eigum mikið inni. Flokksmenn eru hógværir og gefa stundum ekki upp afstöðu sína. Ég er samt undr- andi á litlu fylgi okkar því við höfum staðið okkur vel. Við erum líklega ekki nógu dugleg að hreykja okkur af afrekum okkar,“ segir Hjálmar og bendir sérstak- lega á lækkun endurgreiðslna námslána og 90% íbúðalán. - ás Einar K. Guðfinnsson: Vonbrigði STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi tals- verðum vonbrigðum: „Við höfum mælst hærra að undanförnu. Hins vegar er ekki ástæða til að taka of alvarlega eina einstaka könnun, nema fleiri fylgi sem sýni svipaða tilhneigingu. í þessu tilfelli tel ég að einstakir atburðir sem urðu á meðan könnunin var gerð geti haft áhrif.“ - ás Steingrímur J Sigfússon: Þægilegar slóðir SKOÐANAKÖNNUN „Þetta eru náttúr- lega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. „Við erum á mátulegu róli milli himins og hafs. Þetta er afrakstur af stöðugri vinnu. Það eina sem við eigum eftir er að ná þessu í hlöðu. Mér finnst athygl- isvert hvað ríkisstjórnin er slöpp í þessum mælingum og hvað stóla- skiptin hafa litlu skilað. Það er ein- nig athyglisvert að vinstri flokk- arnir tveir mælast ítrekað með meirihluta. Ef við værum það láns- öm að fá kosningar á næstunni væri velferðarstjórn möguleiki. Við skulum vaka í voninni um kosn- ingar.“ ■ BEÐIÐ EFTIR ÚRSLITUM 2003 Ef boðað yrði nú til kosninga yrði Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn. Frjálslyndir myndu missa helming þingmanna sinna. Kosningar 2003 B D F S U Könnun 09.09.2004 Könnun 05.11.2004 12,3 % 17,7 % 13,5 % 30,3 % 33,7 % 34,9 % 31,0 % 28,6 % 18,2 % 18,2 % 16,5 % 3,1 % 7,4 % 6,1 % 35,1 % FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA 06-07 9.11.2004 22:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.