Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 8
8 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Bílaleigur: Avis leigir bíl frá Danmörku VIÐSKIPTI Bílaleigan Avis fékk í gær bílaleigubíl sem fyrirtækið leigir frá Avis í Danmörku. Bíll- inn er fluttur með Norrænu til Seyðisfjarðar og verður keyrður suður þegar búið er að afgreiða hann í tollinum. Hann verður síð- an til útleigu í bílaflota Avis í vetur. Ef vel tekst til má búast við að allt að 200 danskir bílaleigu- bílar verði til útleigu hjá Avis yfir veturinn. Með þessu er fyrirtækið að þrýsta á að reglum um trygg- ingar bílaleigubíla verði breytt. „Bíllinn er á dönskum númera- plötum og tryggður í Danmörku. Þessi bíll á að vera okkur ódýrari og hagkvæmari en íslenskir bílar því að tryggingariðgjöld á bíla- leigubílum eru mjög há á Íslandi. Við ætlum að fara með bílinn í gegnum kerfið og sjá hvort við rekumst á einhverja þröskulda á leiðinni. Ef þetta gengur vand- ræðalaust eins og við höfum trú á þá gerum við ráð fyrir að stór hluti af okkar flota verði bara tek- inn rétt fyrir sumarið og keyrður svo út með Norrænu að hausti,“ segir Ingi Arason, fjármálastjóri Avis. - ghs Höfðu ekkert fram að færa á Alþingi Menntamálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að óska eftir ut- andagskrárumræðum en hafa ekkert fram að færa. Stjórnarandstaðan kall- aði eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í kennaradeilunni en fékk ekki skýr svör. ALÞINGI „Ég hélt að stjórnarand- staðan hefði efnt til utandag- skrárumræðu til að koma með raunhæfar lausnir til að leysa verk- fall kennara. Hver er síðan lausnin? Jú, hún er að dæla meiri peningum inn í deiluna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra eft- ir að hafa hlýtt á álit og tillögur stjórnarandstöð- unnar í kennara- deilunni í gær. Pétur Bjarna- son, varaþing- maður Frjálslynda flokksins og málshefjandi, spurði menntamálaráðherra hvort tími hjásetu ríkisstjórnarinnar væri ekki löngu liðinn, hvað hann teldi að ríkisstjórnin geti gert til að höggva á þennan hnút og þá hvenær. Þorgerður svaraði því til að menntamálaráðuneytið stefndi á að bæta börnunum upp það tjón sem rof í kennslu þeirra hefði valdið. Það yrði erfiðara með hverjum deginum sem liði. Hún sagði einnig að lagasetning í kjara- deilu hlyti að vera neyðarúrræði. „Við höfum reynslu af lagasetn- ingu og hún er slæm. Hún leysir lítinn vanda, heldur líkt og báðir deiluaðilar hafa þegar bent á, skýt- ur honum einungis á frest. Laga- setning er því að mínu mati þrautalending,“ sagði Þorgerður. Hvenær leysa ætti vandann lét hún ósagt. Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, var fjarverandi þegar umræðan fór fram. Hann hefur sagt að deilend- ur fái tæplega tvær vikur til að ná samkomulagi áður en lög verði sett á verkfallið. Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefnd- ar, sagði lagasetningu ekki hafa komið til umræðu í nefndinni. Henni hugnist ekki lagasetning og stjórnvöld hefðu ekki tekið afstöðu til hennar. Ólafur Loftsson, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, sat ásamt fleiri kennurum á áheyrendapöllun- um og fylgdist með umræðunni. Hann sagði þær engu breyta fyrir stöðu kennara í landinu hefði ríkis- stjórnin ekki í hyggju að grípa inn í deiluna. Hann hefði ekki orðið fyrir vonbrigðum með utandagskrárum- ræðuna en hefði vonast eftir að þingmenn hefðu meira fram að færa: „Það vissu allir að staðan væri alvarleg.“ gag@frettabladid.is Farsímabylting á Indlandi: Heimasímar gefa eftir INDLAND, AP Indverjar eiga nú orð- ið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrir- tækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. Í lok síðasta mánaðar voru 44,5 milljónir farsíma í notkun í Ind- landi en 44 milljónir heimasíma. Forsvarsmenn símafyrirtækj- anna eru hins vegar ósáttir við það hversu mikið tekjur þeirra af hverjum símnotanda hafa lækkað, þær eru nú aðeins rétt rúmlega fimmtungur þess sem var fyrir fimm árum síðan. ■ ,,Dagný Jónsdóttir, varafor- maður mennta- málanefnd- ar, sagði lagasetn- ingu ekki hafa komið til umræðu í nefndinni. SVONA ERUM VIÐ SÍMTÖL INNANLANDS: – hefur þú séð DV í dag? Sjálfstæð- ismenn telja að Þórólfur fái 20 milljónir 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is BANDARÍKIN, AP „Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir,“ sagði Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjafor- seta á næsta kjörtímabili. „Stefn- an er framhald á grundvallarfor- sendum hans, stefnu og sannfær- ingu,“ bætti Powell við. Powell sagði að friður fyrir botni Miðjarðarhafs væri eitt af meginviðfangsefnum Bandaríkja- stjórnar. Hugsanleg valdhafa- skipti hjá Palestínumönnum vegna veikinda Arafats væru tækifæri sem Bandaríkjastjórn hygðist nýta til að koma friðar- ferlinu í gang. ■ Utanríkisstefna Bush: Mun ekkert gefa eftir COLIN POWELL BÍLALEIGUBÍLL FRÁ DANMÖRKU Ingi Arason, fjármálastjóri Avis. Fyrirtækið verður með bílaleigubíl frá Danmörku í út- leigu í vetur.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. DRENGUR HORFIR ÁLENGDAR Á UMRÆÐU UM VERKFALL Menntamálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði hana ala á falsvonum hjá kennurum, foreldrum og fjölskyldum í landinu. Stjórnarandstaðan sagði stjórnina eiga sök á falli miðlunartillögunnar. Verðbólgan væri of mikil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM 2001 1.850.760 2002 1.588.741 2003 1.210.377 Fjöldi mínútna sem við tölum í símann. Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun. 08-09 9.11.2004 21:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.