Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2004 LÖGREGLUMÁL „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ segir Þorgeir Jónsson kafari, sem fann líkið í höfninni í Neskaupstað miðvikudaginn ellefta febrúar. Þorgeir segir að hann hafi verið fenginn til að skoða bryggjuna neðansjávar vegna skemmda sem urðu í óveðri í byrjun febrúar. „Ég var að skoða skemmdirnar og fyrirvaralaust blasti líkið við mér. Ég stoppaði aðeins við, hugsaði andartak og leit í kringum mig áður en ég fór upp til að láta vita.“ Þorgeir var viss frá upphafi að það var lík sem hann sá. Lögreglan var kölluð til. Þorgeir kafaði aftur, nú til að aðstoða lögreglu svo unnt væri að hífa líkið upp, en það var á um sex til sjö metra dýpi. Þorgeir segist efast um að líkið hefði getað hreyfst til þar sem búið var að festa við það þunga bobbinga. Þorgeir segir sig hafa grunað að um morð væri að ræða. Hann segir hrikalegt til þess að hugsa að kafarar geti átt von á sjón sem þessari. „Ég hef hugsað til þess í hvaða stöðu sportkafarar væru sem lentu í ámóta. Reynslan hjálpaði mér. Áður en ég fram- kvæmdi eitthvað stoppaði ég við og hugsaði málið. Gætti þess að fara ekki of hratt upp, en alltaf er hætta á köfunarveiki.“ Þorgeir hefur stundað köfun frá árinu 1988. Árið 1994 fór hann til Seyðisjarðar ásamt þremur öðrum Norðfirðingum til að leita í höfninni að manni sem var saknað. Þeir fundu manninn fljótt. „Þá vissum við hvað við vorum að fara út í en það var samt áfall þegar við fundum hann.“ - hrs Atburðarás í líkfundarmálinu 6. febrúar Tomas og Jónas Ingi snúa við á leið til Keflavíkur því Vaidas er orðinn svo illa haldinn, farinn að æla töluverðu blóði og treystir sér ekki lengur í flugið. Þeir sækja Grétar og fara allir heim til Tomasar. Vaidasi er komið fyrir í rúmi í aukaherbergi í íbúð Tomasar en verður allt í einu ofboðslega kvalinn. Grétar sér stóran blóðpoll á gólfinu og hvernig Vaidas dettur út úr rúminu og deyr. Grétar flýgur austur á Neskaupstað en Jónas og Tomas fara með lík Vaidasar í bílaleigubíl vafið í teppi. Á Djúpavogi verða þeir veður- tepptir. 7. febrúar Tomas og Jónas enn veðurteppt- ir á Djúpavogi. Þeir dvelja á hóteli en líkið geyma þeir í bíln- um. 8. febrúar Tomas og Jónas halda af stað til Neskaupstaðar þar sem Grétar dvelur hjá fjölskyldu sinni. Um kvöldið fara þremenningarnir með líkið á netagerðarbryggj- una í Neskaupstað þar sem þeir þyngja líkið, stinga það og henda því í sjóinn. 9. febrúar Jónas og Tómas keyra til Reykjavíkur. Á leiðinni kaupa þeir hreingerningarvörur á Hvolsvelli og henda teppinu á Selfossi. 11. febrúar Líkið finnst í sjónum við neta- gerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun. Kafari fer til að kanna skemmdir á bryggjunni eftir óveður helgina áður. Jafn- vel stóð til að kanna ekki skemmdir fyrr en um sumarið eða næsta sumar þar á eftir. 12. febrúar Áverkar á líki Vaidasar líta út fyrir að kaldrifjað morð hafi verið framið. 13. febrúar Lík Vaidasar er flutt til Reykja- víkur til krufningar þar sem kemur í ljós að Vaidas var með fíkniefni innvortis. 16. febrúar Þremenningarnir gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík vegna fréttar sem þeir lásu í Fréttablaðinu. Þeim er sleppt að loknum yfirheyrslum. 18. febrúar Blaðamannafundur haldinn í húsakynnum Ríkislögreglu- stjóra. Arnar Jensson hjá Ríkis- lögreglustjóra, Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði og Hörð- ur Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, sitja fyrir svörum. 20. febrúar Kennsl borin á lík Vaidasar en fram að þeim tíma var ekki vit- að hver hinn látni væri. 22. febrúar Þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 27. febrúar Grétar játar að hafa átt þátt í málinu fyrstur þremenningana. Síðar játar Tomas en Jónas held- ur enn fram sakleysi sínu. 24. mars Hæstiréttur úrskurðar að þre- menningarnir skuli látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað mennina í gæsluvarðhaldi til 30. apríl. 16. júní Málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Grétar og Tomas játa að hluta en Jónas neitar allri sök. 21. september Milliþinghald. Dómari segir ákæruvaldið ekki þurfa að nálg- ast sjúkraskýrslu Vaidasar í Litháen. 18. október Aðalmeðferð. Sakborningarnir þrír bera vitni fyrir dómi. 19. október Seinni hluti aðalmeðferðar. Ákæruvaldið krefst þess að sak- borningar í líkfundarmálinu verði dæmdir hver um sig til að sæta að lágmarki tveggja ára fangelsi. 9. nóvember Dómur kveðinn upp. Sakborningar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Allir hafa tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum. Þorgeir Jónsson kafari fann lík Vaidasar: Brá er hann synti fram á líkið ÞORGEIR JÓNSSON KAFARI Lík Vaidasar blasti við Þorgeiri þegar hann kafaði til að skoða skemmdir á netagerð- arbryggjunni neðansjávar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A 16-17 360° 9.11.2004 22:32 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.