Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 18
Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum þurftu ekki að koma neinum á óvart. Raunar væri það mesta furða ef þau hefðu komið einhverjum á óvart því þau voru nákvæmlega þau sömu og skoðanakannanir gáfu til kynna dagana fyrir kjördag. Einhverjar útgönguspár á kjör- dag sögðu annað en samanlögð viska skoðanakannana og veð- banka var sú að Bush myndi sigra. Engu að síður fór strax af stað umræða um að Bush hefði unnið óvæntan sigur og það stór- sigur, og nú þyrftu menn að fara að hugsa öðru vísi um Ameríku en þeir gerðu á meðan þeir héldu að hugmyndaheimur Bush hefði lítið fylgi í landinu. Hvort tvegg- ja er misskilningur. Sigur Bush var ekki stærri en svo að ef sjö- tíu þúsund kjósendur í einu ríki hefðu skipt um skoðun hefði for- setinn fallið í kosningunum. Þetta er nákvæmlega sami mun- ur og ef sjötíu atkvæði í einu kjördæmi á Íslandi réðu því hvort ríkisstjórn héldi velli. Á landsvísu var munurinn á milli frambjóðendanna sá sami og ef þrjú þúsund atkvæði skildu flokka stjórnar og stjórnarand- stöðu á Íslandi en það eru álíka mörg atkvæði og eru á bak við einn þingmann. Eins er rétt að hafa í hug að einungis 30% atkvæðisbærra manna í Banda- ríkjunum sáu ástæðu til að fara á kjörstað og greiða forsetanum atkvæði sitt. Öllu stærri hópur sat heima. Fullyrðingar um að umboð Bush sé sérlega skýrt vegna þess að hann hafi fengið fleiri atkvæði en Nixon, Kenn- edy eða aðrir forsetar eru út í hött því kjósendum fjölgar um milljónir á hverju einasta ári. Helsta sérkenni kosninganna var að sitjandi forseta tókst að vinna þær án þess að fá fylgi við stefnu sína í þeim málum sem kosningar snúast yfirleitt um. Þeir sem töldu efnahagsmál mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Þeir sem töldu heil- brigðismál eða atvinnumál mik- ilvægustu kusu Kerry. Þeir sem töldu Íraksstríðið mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Það sem kom mest á óvart er að í sumum ríkjum fékk Kerry fylgi meirihuta þeirra kjósenda sem töldu stríðið gegn hryðu- verkum vera stærsta mál kosn- inganna. Bush reyndi allt sem hann gat til að láta kosningarnar snúast um stríðið gegn hryðju- verkum sem þar vestra er rætt af tilfinningahita og yfirleitt án þess að staðreyndum sé flækt í málið. En jafnvel þeir sem mest- ar áhyggjur höfðu af hryðju- verkum í ríkjum eins og New York kusu Kerry. Kannanir á ástæðum þess að einstaklingar kusu Bush í kosningunum sýna svo ekki verður um villst að kjósendur í Bandaríkjunum kusu ekki Bush vegna stefnu hans í Írak eða stefnu hans í efnahagsmálum. Ekki er ástæða til að efa áreiðanleika þessara athugana því þær sýndu einnig að Bush myndi vinna kosning- arnar tiltölulega naumlega eins og hann gerði. Ástæðan fyrir því að Bush vann kosningarnar var einfald- lega sú að stór hluti þeirra sem fóru á kjörstað töldu að svonefnd siðferðisgildi væru stærsta mál kosninganna. Þar eiga menn yfirleitt við hluti sem snúa að kynlífi með einum eða öðrum hætti. Stærstu kynlífs- málin að undanförnu hafa verið spurningar um hvort guð almátt- ugur hafi viðbjóð á samkyn- hneigð og hvort skaparinn telji fóstureyðingar vera morð. Stóra siðferðismálið sem snýr ekki að kynlífi er að menn fái að eiga þau vopn sem þeir kjósa. Á meðal þeirra milljónatuga sem töldu siðferðismálin mikilvæg- asta mál kosninganna kusu 80% Bush forseta. Í huga þeirra er hann maðurinn sem stendur vörð um siðferðislögmál skapara him- ins og jarðar. Sem ríkisstjóri leyfði hann aftökur á þroska- heftu fólki og á ungum mönnum sem vart voru komnir af barns- aldri þegar þeir frömdu glæpi sína. Í Írak ber hann ábyrgð á dauða tuga þúsunda saklausra manna. Það sem réði úrslitum í kosningunum í Bandaríkjunum er hins vegar sú trú tugmilljóna manna að forsetinn standi vörð um stefnumál almættisins. Á- hyggjur guðs af framferði okkar á jörðinni snúast að trú þessa fólks fyrst og fremst um kyn- ferðismál og alveg sérstaklega um sambúðarform samkyn- hneigðra. Hinir siðprúðu guðs- menn vilja líka eiga sínar byssur og þeir eru yfirleitt ánægðastir allra með þau stríð sem Bandarík- jastjórn efnir til. Það voru ekki stefnumál forsetans sem sigruðu í kosningunum, þeim var hafnað af þeim sem tóku efnislega afstöðu til þeirra, heldur sérstakur banda- rískur skilningur á stefnumálum skapara heimsins. ■ Y firlýsing Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í Reykjavík komekki á óvart, því allt frá því að spjótin fóru að beinast að hon-um varðandi samráð olíufélaganna virtist ljóst að hann gæti ekki setið áfram sem borgarstjóri þrátt fyrir að hann hafi staðið sig vel í því embætti. Skoðanakönnun Fréttablaðsins um helgina olli þáttaskilum í mál- inu. Þar kom vilji almennings í þessu máli greinilega fram. Meira en helmingur þjóðarinnar vildi að Þórólfur segði af sér sem borgar- stjóri, eins og nú er komið á daginn. Í yfirlýsingu sinni í Höfða í gær kom Þórólfur inn á það að skoðan- ir borgarbúa varðandi hann væru skiptar, en jafnframt sagði hann að sér væri það mikils virði að borgarbúar væru ánægðir með störf hans og að engan skugga hefði borið á samstarf hans við borgarfulltrúa og borgarbúa. Í viðtölum um helgina lagði hann á það áherslu að það væri sameiginleg ákvörðun forystumanna Reykjavíkurlistans og sín hvort hann segði af sér. Baklandið hjá Vinstri grænum tók mjög ákveðna afstöðu í þessu máli og hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í því hverjar lyktir mála urðu. Ef Þórólfur hefði ekki staðið upp úr stóli borgarstjóra er hætt við því að sprungur hefðu myndast í samstarf- inu hjá meirihlutanum í borgarstjórn. Að undanförnu hafa nokkur ágreiningsmál komið þar upp á yfirborðið, og með áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar í stóli borgarstjóra er hætt við að óbrúanleg- ar gjár hefðu myndast og Reykjavíkurlistinn hefði liðið undir lok. Eftir yfirlýsingu Þórólfs í gær fara spjótin væntanlega að beinast að þeim sem léku aðalhlutverkin í samráði olíufélaganna – sjálfum forstjórunum. Mál Þórólfs hefur valdið því að kastljósið hefur ekki verið eins sterkt á þeim. Enn fremur hafa aðrir sem koma að þessu máli dregið athyglina frá þeim sem mestu réðu og voru upphafsmenn að samráði olíufélaganna. Hér á landi er ekki algengt að menn taki á sig ábyrgð og segi af sér, en það hefur þó komið fyrir. Eitt skýrasta dæmið er þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Hann hvarf ekki af vettvangi stjórnmálanna, og í augum margra óx hann í áliti við að axla ábyrgð og hverfa úr stóli ráðherra. Það er rétt sem Þórólfur Árnason sagði í Höfða í gær, að hann hefði komið hratt inn í stöðu borgarstjóra og færi hratt úr henni. Þeg- ar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi hann fram á sviðið í Ráðhúsinu í ársbyrjun 2002 voru miklar væntingar bundnar við hann. Þórólfur átti þá þegar að baki eftirtektarverðan feril sem markaðsstjóri Mar- els og Olíufélagsins og framkvæmdastjóri Tals, auk þess sem hann hafði komið víða annars staðar við frá því að hann útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Þórólfur hefur verið kapp- samur og áræðinn í störfum sínum, og hann hefði átt að hafa kjark til að ganga út þegar honum ofbauð samráð olíufélaganna. ■ 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Afsögn Þórólfs Árnasonar kemur í veg fyrir að Reykjavíkurlistinn klofni. Ákvörðun Þórólfs FRÁ DEGI TIL DAGS Eftir yfirlýsingu Þórólfs í gær fara spjótin væntan- lega að beinast að þeim sem léku aðalhlutverkin í samráði olíufélaganna – sjálfum forstjórunum. Mál Þór- ólfs hefur valdið því að kastljósið hefur ekki verið eins sterkt á þeim. Enn fremur hafa aðrir sem koma að þessu máli dregið athyglina frá þeim sem mestu réðu og voru upphafsmenn að samráði olíufélaganna. ,, Liðsmenn skapara heimsins Siðferði í stjórnmálum Sjónvarpsmaðurinn vinsæli Egill Helga- son birtir daglega pistla um málefni líð- andi stundar á á vefsíðunni Skoðanir á Vísir.is. Í gær ræddi hann afstöðu Sam- fylkingarinnar til Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra og komst þá svo að orði: „Guð- mundur Árni Stefánsson og Mörður Árnason ganga báðir fram fyrir skjöldu og segja að Þórólfur eigi að halda áfram. Guðmundur Árni staðhæfir í Morgunblaðsgrein að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins segi aldrei af sér pólitískum ábyrgðarstörfum. Það er erfitt að sjá hvað þetta kemur málinu við. Er pólitík þá bara einhvers konar metingur milli flokka - þú segir ekki af þér og þá geri ég það ekki heldur? Eru gjörðir Sjálf- stæðisflokksins allsherjarviðmið í sið- ferðismálum í íslenskum stjórnmálum?“ Sjálfsgelding? Og Egill heldur áfram: „Alveg burtséð frá því hvort Þórólfur á að segja af sér eða ekki, gæti áframhaldandi seta hans í stóli borgarstjórans komið sér illa fyrir Samfylkinguna. Hún hefur lagt ríka áherslu á siðavendni í stjórnmálum, tal- að ákaft gegn spillingu, en nú gæti trú- verðugleiki hennar í því efni verið í upp- námi. Það verður varla erfitt að stinga upp í fulltrúa Samfylkingarinnar í um- ræðum um siðferðismál, þarf ekki ann- að en að segja - „já, en hvað með Þórólf?“. Að því leyti er afstaða Guðmundar Árna og Marðar hæpin - næst- um eins og til- raun til sjálfs- geldingar“. Undarlegt lófatak Kennarar hafa líklega aflað sér minni samúðar í verkfalli sínu undanfarnar vik- ur en efni ættu að standa til. Framkoma fulltrúa þeirra í undanþágunefnd gagn- vart fötluðum í byrjun verkfallsins vakti almenna undrun og gremju. Mönnum fannst að verið væri að láta verkfallið bitna á þeim sem síst skyldi enda breytti það engu um verkfallið í heild hvort fatlaðir nemendur fengju undan- þágu eða ekki. Þá heyrist sú skoðun víða að það hafi verið óviðeigandi af kennurum að fagna því með lófataki og húrrahrópum að miðlunartillaga sátta- semjara var felld. Foreldrar og skólabörn horfðu á þessa uppákomu í sjónvarps- fréttum og mun síst ofmælt að margir hafi verið sárir og hneykslaðir. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG SIGUR BUSH Sérkenni kosning anna var að forset- anum tókst að vinna þær án þess að fá fylgi við stefnu sína í þeim málum sem kosningar snúast yfir- leitt um. ,,JÓN ORMUR HALLDÓRSSON 18-19) Leiðari 9.11.2004 21:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.