Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 35
KÖRFUBOLTI Tæpur áratugur er lið- inn síðan NBA-liðið Utah Jazz skoraði jafn mikið í fyrstu fjórum leikjum tímabils og í ár. Jazz, sem er tap- laust það sem af er, hefur skorað yfir hundrað stig í leikjunum fjór- um en það gerð- ist síðast í byrj- un tíma- b i l s - i n s 1995- 1 9 9 6 . Fórnar l - ömb liðsins hafa m.a. verið Kobe Bryant og fé- lagar hjá Lakers, sem máttu þola slátrun frá Jazz, 104-78. Jazz hefur að auki lagt Denver Nug- gets í tvígang og þar með hefnt fyrir ófarirnar frá því í fyrra þar sem Nuggets vann þrjár af fjórum viðureignum liðanna og stal sæti Utah í úrslitakeppninni. Jerry Sloan, þjálfari Jazz, var pollrólegur yfir árangrinum. „Þetta skiptir mig ekki máli. Aðal- atriðið er að við vinnum,“ sagði Sloan en bætti við að frá sjónar- horni aðdáenda myndi hann þiggja að liðið héldi áfram á sömu braut. Þá virðist Utah-liðið búa yfir góðri breidd af leikmönnum en fram að þessu hafa fimm eða fleiri leikmenn skorað 10 stig eða meira í leikjunum fjórum. Þar hafa Rússinn Andrei Kirilenko og Carlos Boozer komið sterkir inn og sá fyrrnefndi hefur vakið mikla athygli fyrir varin skot og eiga menn greinilega ekki greiða leið að körfunni hjá Utah. ■ MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2004 27 Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Egilsstaðir Michael Phelps: Kærður fyrir ölvunarakstur SUND Bandaríski sundkappinn Michael Phelps, sem vann til átta verðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar, er í vondum mál- um. Franska AFP-fréttastofan greindi frá því í gær að Phelps hefði verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um ölvun við akstur og ætti von á kæru fljótlega vegna atviksins. Phelps, sem er aðeins nítján ára gamall, vantar enn tvö ár til að mega drekka áfengi í heimaríki sínu Maryland en auk þess virti hann ekki stöðvunarskyldu. Phelps hefur hingað til verið talinn vera hin fullkomna fyrir- mynd fyrir unglinga en ljóst er að svartur blettur hefur fallið á kappann eftir þetta atvik. Ekki er þó enn ljóst hvaða refsingu kappinn fær en hann hefur aldrei komið við sögu lögreglunnar áður og nýtur þess væntanlega þ e g a r m á l i ð v e r ð u r t e k i ð fyrir. ■ Utah Jazz á hraðri siglingu í NBA-deildinni í körfuknattleik: Taplaust í fyrstu fjórum leikjunum kr. 48.900 kr. 44.900 Ferð + miðar á leik frá kr. 48.900 Innifalið: Beint flug til Manchester og flugvallarskattar, gisting í tvær nætur (2ja manna herbergi), miði á leik, flugvallar- og leikjaakstur og íslensk fararstjórn. (almennt verð frá kr. 58.900) Eingöngu flug og gisting kr. 44.900 Innifalið: Beint flug til Manchester og flugvallarskattar, gisting í tvær nætur (2ja manna herbergi), flugvallarakstur og íslensk fararstjórn. Fótboltaklúbbur MasterCard og ÍT ferðir kynna: Ferðatilhögun 19. nóvember: Beint flug til Manchester. Áætluð brottför kl. 21:00. 20. nóvember: Veldu þér leik; Manchester United–Charlton, Middlesboro–Liverpool, eða Everton–Fulham!! 21. nóvember: Áætluð heimferð kl. 18:00. Frábært tilboð í magnaða skemmti-, verslunar- og fótboltaferð til Manchester! Nánar á www.kreditkort.is/klubbar og www.itferdir.is ANDREI KIRILENKO Þessi snjalli Rússi er einn af lykilmönn- um Utah Jazz og hefur byrjað tímabilið frábærlega. MICHAEL PHELPS Í vondum málum vegna gruns um ölvunarakstur. GUNNAR EINARSSON Sést hér með boltann í leiknum gegn franska liðinu Reims í síðustu viku þar sem hann skoraði tuttugu og átta stig. Bikarkeppni Evrópu í Sláturhúsinu í kvöld: Kunnuglegir andstæðingar KÖRFUBOLTI Úrvalsdeildarlið Kefla- víkur í körfuknattleik karla hefur vakið mikla athygli fyrir vaska frammistöðu í Bikarkeppni Evr- ópu. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann franska liðið Reims 93-74 í fyrsta Evrópuleik vetrarins í Keflavík en úrslitin þóttu tíðinda- verð fyrir það leyti að gestirnir, með atvinnumenn í öllum stöðum, áttu aldrei möguleika gegn frísku liði heimamanna. Í kvöld taka Keflvíkingar á móti Madeira frá Portúgal. Liðs- menn Keflavíkur þekkja ágæt- lega til Madeira en liðin áttust við í Evrópukeppni síðasta árs. Kefla- vík vann þá heimaleikinn örugg- lega en var óheppið að ná ekki að knýja fram sigur í útileiknum, sem tapaðist aðeins með einu stigi. Að sögn Gunnars Einarssonar, fyrirliða Keflavíkurliðsins, mætir Madeira með töluvert breyttan hóp til leiks. „Liðið er búið að gera miklar mannabreytingar og ég held að það séu eingöngu tveir leikmenn frá liðinu í fyrra,“ sagði Gunnar. Eins og fram kom í Fréttablað- inu á föstudaginn var er Nick Bradford kominn á nýjan leik til Keflavíkur en hann lék feikivel á síðasta tímabili og þá sérstaklega í Evrópuleikjunum. Bradford var á mála hjá Scottish Rocks í bresku úrvalsdeildinni en fékk sig lausan þegar Keflavík sýndi honum áhuga. Gunnar er ánægður með að Bradford sé kominn aftur í raðir Keflavíkurliðsins. „Hann gefur liðinu aukið sjálfstraust, fellur vel inn í liðið og liðsandinn verður almennt betri.“ Gunnar átti sjálfur stórleik í leiknum gegn Reims þar sem hann fór hamförum á báðum endum vall- arins. Hann segir Reims-leikinn vera gott veganesti inn í komandi átök gegn Madeira enda hafi frammistaðan verið eins og best verður á kosið. „Það gekk allt upp sem hægt var og þrátt fyrir að Reims hafi verið varað við af liðum sem spilað höfðu gegn okkur í Evr- ópukeppninni tóku leikmennirnir ekki nógu mikið mark á viðvörun- um og því sló góður leikur okkar þá gjörsamlega út af laginu.“ ■ CHELSEA Eitt skýrasta dæmið um hvernig peningar geta breytt meðalfélagi í eitt af þeim allra stærstu og bestu. Áhangendur hafa af þessu talsverðar áhyggjur. Tekjunum misskipt í ensku úrvalsdeildinni: Helmingur til stórlið- anna fimm KNATTSPYRNA Stóru liðin í ensku knattspyrnunni, Liverpool, New- castle, Chelsea, Arsenal og Manchester United, fá samanlagt um 48 prósent allra tekna í ensku úrvalsdeildinni og sýnir könnun meðal þarlendra knattspyrnu- áhugamanna að mikill meirihluti þeirra hefur gefið upp alla von um að önnur lið geti nokkurn tíma unnið titil vegna þessa. Könnunin leiðir í ljós að heil 82 prósent aðspurðra vilja að því fé sem deildin veltir sé dreift með jafnari hætti á liðin öll og aðeins þannig sé möguleiki fyrir önnur og minni lið til að láta að sér kveða í framtíðinni. Hún er svört að mati áhangendanna en meiri- hluti þeirra segja að staðan geti aðeins versnað með þessu áfram- haldi og að grípa þurfi í taumana sem fyrst. Bent er á í skýrslunni að Nottingham Forest og Ipswich, sem unnu titla fyrir 20 árum síðan, verði að líkindum horfin af sjónarsviðinu eftir önnur 20 ár. Kemur þessi skýrsla í kjölfarið á skýrslu sem Knattspyrnusam- band Evrópu kynnti nýlega þar sem fram kemur að Meistara- deildin ýtir undir óánægju aðdá- enda leiksins með því að gera rík- ustu félögin ennþá ríkari. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P AL LI 34-35 (26-27) Sport 9.11.2004 20:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.