Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 38
30 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR LAUGAVEGI 62 KRINGLUNNI SÍMI: 551-5444 SÍMI: 533-4555 AFMÆLISVIKA TIL SUNNUDAGS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ ENN FLEIRI SKÁLASTÆRÐIR 32-40 ABCD-DD-E-F Rappflokkurinn Igore hefur gefið út sína fyrstu plötu, 9 líf. Að sögn Friðriks Fannars, stofnanda og lagahöfundar sveitarinnar, hefur Igore verið til í þrjú og hálft ár. „Ég og Kristín Ýr rappari vorum saman í annarri hljómsveit sem hét því skringilega nafni Sapientores. Svo hættum við en ég hélt áfram og gerði fyrsta lag Igore, Hverju hef ég að tapa? sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir Friðrik. „Síðan fékk ég Rakel söngkonu til að byrja að syngja fyrir mig og þá byrjaði þetta allt að smella saman.“ Fjórði með- limur Igore er síðan plötusnúður- inn Daníel Örn. Platan 9 líf var þrjú ár í vinnslu, aðallega vegna þess að tvisvar sinnum skipti sveitin um hljóðver. „Við byrjuðum í stúdíó Geimsteini uppi í Keflavík og platan hljómaði vel. Síðan fórum við í Thule Records og þá hljómaði hún ennþá betur. Síðan eftir að við gerðum samning við Skífuna fór- um við í Grjótnámuna og þá var allt annað sánd aftur,“ segir hann og bætir við að helmingur plöt- unnar hafi verið tekinn upp „live,“ þ.e. í einum rykk. Nýjasta lag Igore, Rhythm and Blues, hefur verið í stöðugri spil- un í útvarpi undanfarið auk þess sem myndband við lagið var frum- sýnt í síðustu viku. Útgáfutónleik- ar eru síðan fyrirhugaðir í lok nóv- ember vegna nýju plötunnar. ■ » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM ■ TÓNLIST Igore fram á sjónarsviðið með 9 líf IGORE Rappflokkurinn Igore er kominn fram á sjónarsviðið með sína fyrstu plötu, 9 líf. Burt Reynolds ætlar að kæra fyrrum kærustu sína, Pamelu Seals, þar sem hann sakar hana um að hafa reynt að kúga út úr sér fé. Reynolds segir að kærastan, sem hann var með í tíu ár, hafi hótað að kæra hann fyrir mis- notkun ef hann léti henni ekki eftir hús, bíla og peninga að verð- mæti ein milljón dollara Lögfræðingur Reynolds segir að Seals hafi reynt að kúga fé út úr leikaranum með yfirvara- skeggið og það muni hann aldrei líða. Lögfræðingurinn bendir meðal annars á að Reynolds og Seals hafi aldrei verið gift og því komi það ekki til greina að þeir verði við kröfum hennar. „Hún vildi alltaf meira og meira og kröfur hennar voru algjörlega út í hött,“ segir lögfræðingurinn, sem gerir hvað hann getur til að verja skjólstæðing sinn. ■ Burt lætur ekki kúga sig ■ FÓLK BURT REYNOLDS Leikarinn góð- kunni er fyrirmynd margra sem safnað hafa yfirvaraskeggi. 38-39 (30-31) Fólk 9.11.2004 18:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.