Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 40
32 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Eldað með Elvis í Loftkastal- anum. Aðeins þrjár sýningar eftir... Svikum eftir Harold Pinter sem flyst nú frá Akureyri til Reykjavíkur og verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn... Kvenskörungakvöldi með tón- list og ljóðalestri á Horninu Hafn- arstræti 15 í kvöld, klukkan 20.30. Kvöldið er tileinkað útkomu nýrra handskreyttra ljóðakorta með ljóðum eftir ýmsa höfunda. Valin- kunnir kvenskörungar stíga á stokk og flytja verk sín. Málþing um Carl Dreyer og kvikmyndatónlist verður haldið í Norræna húsinu í dag, klukk- an 16.30. Fjallað verður um kvikmyndir danska leik- stjórans Carls Theodors Dreyer, trúarleg tákn í verkum hans, kvikmyndatónlist og sér í lagi “Voices of Light“ eftir Richard Einhorn. Fundarstjóri og kynnir er Oddný Sen. Fyrir- lesarar verða Arnfríður Guðmundsdóttir, Árni Svanur Daníelsson, Richard Einhorn og Frank Strobel. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld eru fluttir í samstarfi við Kvik- myndasafn Íslands. Á efnisskrá er tónlistin úr Píslarsögu Jóhönnu af Örk eftir Carl Th. Dreyer. Á bíótónleikunum á laugardaginn verður síðan boðið upp á Klukkan tifar og A Dog's Life. Í hinni fyrrnefndu, sem er með Harold Lloyd, er frægasta klukkuatriði allra tíma. Harold leikur sveitamann sem fer til stórborgarinnar í leit að frægð og frama. Í síðarnefndu kvikmyndinni lendir Charlie Chaplin í ýmsum ævintýrum og uppákomum í hlutverki flækingsins. Myndina telja margir meðal bestu stuttmynda meistarans. Flæking- urinn kemur hundinum Scraps til bjargar þeg- ar grimmir flækingshundar ráðast að honum. Kl. 20.30 Bókmenntakvöld Bjarts. Höfundarnir Bragi Ólafsson og Jökull Valsson lesa úr verkum sínum, auk þess sem lesið verð- ur úr nýrri bók Steinars Braga. Hryll- ingsdjass leikinn á milli atriða... menning@frettabladid.is Málþing og kvikmyndatónleikar SÍ Leikfélag Akureyrar sýnir tvo einþáttunga, annan um dauðvona unga stúlku, hinn um hjón á tíræðisaldri. Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld Ausu og Stólana eftir Hall og Ionesco í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Verkið er samsett úr tveimur leikhúsperlum, Ausu Steinberg eftir Lee Hall og Stólunum eftir Eugene Ionesco. Ausa Steinberg er óvenjulegt leikrit um níu ára einhverfan ofvita sem sér lífið og dauðann í öðru ljósi en aðrir. Hún er í senn heillandi, fyndin og ótrúlega skemmtileg. Ausa Steinberg var upprunalega flutt sem útvarpsleikrit hjá BBC í Bretlandi. Fá verk hafa hlotið önnur eins viðbrögð og var leikritið ítrekað endur- flutt. Hérlendis endur- tók sagan sig þegar Út- varpsleikhúsið flutti verkið fyrir nokkrum árum. Á Akureyri er það Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Ausu og segir hún það vissulega ákveðinn plús hvað þjóðin varð hrifin af verkinu. „Ég heyrði flutninginn hins vegar aldrei í útvarpi svo ég gat gengið að verkinu sem auðu blaði,“ segir Ilmur, en það er dálítið sérstakt að leika hlutverkið vegna þess að það er einleikur og skrifað fyrir útvarp. Sem sviðsverk er það því mjög svo óskrifað blað. Á móti kemur að þetta er afar vel skrifað og hefur mikið innihald, svo það hefur verið gaman að glæða stúlkuna lífi.“ Ausa er einhverf og heitir Ausa vegna þess að þegar maður speglar sig í ausu sér maður andlitið á sér eins og andlitið á henni. Á ensku hét hún „Spoon-face“. Hún er einhverf, kann ekki að lesa, er ekki góð í leikj- um, getur ekki farið í neinn venju- legan skóla og því liggur beint við að spyrja hvað geri hana áhuga- verða. „Hún er að deyja, og það sem gerir hana áhugaverða er hvernig hún ákveður að takast á við lífið, þótt hún sé að bíða eftir dauðanum. Hún býr yfir naívíteti, eða sakleysi, gagnvart lífinu og dauðanum og í því er viss greind. Hún flækir mál- in ekki eins og okkur hinum hættir til að gera.“ Stólarnir fjalla um geggjuð gam- almenni, gömul hjón sem eytt hafa ævinni saman. Í kvöld stendur mik- ið til, því þau eiga von á gestum. Brátt er húsið fullt út úr dyrum og mikið gengur á. Hver eru mörk Æskan, ellin og endalokin ! FIMMTUDAGUR 11/11 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ kl 20 - Böðvar Guðmundsson FÖSTUDAGUR 12/11 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be’er kl 20 - Blá kort SVIK eftir Harold Pinter FRUMSÝNING kl 20 - UPPSELT LAUGARDAGUR 13/11 15:15 TÓNLEIKAR - NÝ ENDURREISN MÁLÞING CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse kl 20 - Tvær sýningar eftir SUNNUDAGUR 14/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14 HÉRI HÉRASON eftir Coline Serreau kl 20 GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee kl 20 SVIK eftir Harold Pinter kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson. Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800 Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005. Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 Allra síðustu sýningar. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins TVÆR sýningar eftir! Lau. 12. nóv. kl. 20:00 laus sæti Sun. 13. nóv. kl. 20:00 laus sæti Sun. 14. nóv. kl. 16 Síðustu sýningar Bíótónleikar HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 19.30 Píslarsaga Jóhönnu af Örk (1928) eftir Carl Th. Dreyer HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 13. NÓVEMBER KL. 15.00 Klukkan tifar (1923) með Harold Lloyd Hundalíf (1918) eftir Charlie Chaplin Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS Fim. 11.11 20.00 Örfá sæti Lau. 13.11 20.00 Örfá sæti Fös. 19.11 20.00 Nokkur sæti Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER AUSA STEINBERG Hún flækir málin ekki eins og okkur hinum hættir til að gera. 40-41 (32-33) Menning 9.11.2004 17:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.