Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í loftpressu. 28 milljónir króna. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreinum þvotti sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsið. 38 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Helga Braga og Kristján Kristjánsson eru kynnar Edduverð- launanna. Helga er einnig tilnefnd sem besta leikkonan en Kristján saknar þess að sjá ekki Kastljósið tilnefnt. Íslendingar nær og fjær eru minnt- ir á netkosningu vegna Edduverðlaunanna á Vísi.is. Forlag bókaútgáfu Bjarts í Dan- mörku, Hr. Ferdinand, er svo sannarlega að standa sig vel þarna ytra. Í fyrradag birtust tveir helstu bóksölulistar Danmerkur (Arnold Busck og Bog & Idé). Í efstu sæt- um listanna voru bækurnar tvær, Da Vinci lykillinn í fyrsta sæti og Englar og djöflar í öðru sæti. Báð- ar bækurnar eru frá Bjartsforlag- inu Hr. Ferdinand og er það að sjálfsögðu frábær árangur. Það sem er enn betra er að bókin Englar og djöflar hafði aðeins einn söludag til þess að ná inn á listann og náði strax öðru sætinu. Í næstu viku má svo búast við því að forlagið eigi þrjár af tíu sölu- hæstu bókum Danmerkur því sal- an á Dante klúbbnum hefur geng- ið gífurlega vel síðustu daga í kjölfar frábærra dóma í dönskum fjölmiðlum. „Bókin hefur verið að fá alveg glæsilega dóma og selst þess vegna vel. Einnig er næstum því öruggt að bókin okkar Englar og djöflar fari á toppinn á nýja listanum sem verður birtur á föstudaginn, miðað við það hvern- ig salan byrjaði,“ segir Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi. ■ Hr. Ferdinand er að gera það gott SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Bókaútgefandi hjá Bjarti er að vonum ánægður með ár- angur Ferdinands. Tilnefnd og ótilnefndur GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON alþingismaður Þrautreyna þarf samninga- leiðina „Það er ekki óeðlilegt að þessi spurning vakni. Ég hygg hins veg- ar að það verði að þrautreyna leið hinna frjálsu samninga, því lög á kjaradeilur leysa ekki kjaradeilur, heldur fresta aðeins vandanum og geta magnað hann til lengri tíma litið. Samningsaðilar verða því hreinlega að ná viðunandi niðurstöður á allra næstu dögum. Og ríkisstjórnin getur ekki lengur leikið sig stikkfrí í mál- inu. Ábyrgð hennar á þessu ófremdarástandi er ljós. Algengt er í kjarasamningum á almennum vinnu- markaði að ríkissstjórnir komi að málum með útspil sem liðki fyrir samningum. Það þarf að gerast strax. Lagasetning á deiluna er síðasta úrræðið og ég vona svo sannarlega að ekki þurfi til þess að koma.“ BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR framkvæmdastjóri Má ekki taka samnings- rétt af fólki „Grundvallaratriðið er að kennarar hafa samningsrétt og ég er alfarið á móti því að sá réttur sé tekinn af þeim. Börn eiga líka lögvarinn rétt til kennslu. Réttindi þessara tveggja aðila hljóta að fara saman. Sveitarstjórnir og rík- isvald eiga að sjá til þess að skólastarf fari fram með eðlilegum hætti og þessir aðilar verða að skapa slíkt umhverfi. Það er samfélagsleg ábyrgð allra að sjá til þess að börn geti notið þess réttar að læra. Það getur hins vegar ekki orðið öðruvísi en í sátt við kennara sem þarna eiga hlut að máli. Það kemur ekki til greina að mínu mati að setja lög á verkfallið.“ KJARTAN MAGNÚSSON borgarfulltrúi Myndi aðeins fresta vand- anum „Nei, ég óttast að slíkt myndi fresta vandanum í stað þess að leysa hann. Til þess að leysa sár- ustu neyðina ætti að opna skól- ana fyrir nemendum og síðan gætu foreldrar skipst á um að gæta þeirra og aðstoða eftir megni. Sveitarfé- lögunum hlýtur að vera heimilt að koma til móts við þessa sjálfsbjargarviðleitni nemenda og foreldra með því að leggja þeim til húsnæði og aðgang að kennslu- gögnum, sem eru sannarlega eign skattgreiðenda. Sjálf launadeilan er í erfiðum hnút og það er erfitt að koma til móts við kröfur kennara nema mikið launa- skrið verði. Starfsmönnum skólanna hefur fjölgað mun meira en nemendum. Ég vildi sjá þessa þróun snúast við þannig að starfskraftar væru betur nýttir.“ Á AÐ SETJA LÖG Á KENNARAVERKFALLIÐ? 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... Sæmundur Pálsson, betur þekktur sem Sæmi rokk, fyrir að gleyma ekki fornvini sínum Bobby Fischer og reyna að greiða götu hans hjá Útlendinga- stofnun og dómsmálaráðherra. HRÓSIÐ Pabbar þora ekki lengur í bað með börnunum sínum – hefur þú séð DV í dag? Lárétt: 1 upphækkun, 6 beljaka, 7 elds- neyti, 8 hreyfing, 9 mjólkurafurð, 10 tíð- um, 12 lærði, 14 tíndi, 15 komast, 16 tónn, 17 arða, 18 nagli. Lóðrétt: 1 stafur, 2 tóm, 3 í röð, 4 fyrir- höfn, 5 upphaf, 9 ónn, 11 rausa, 13 tungl, 14 tónverk, 17 píla. LAUSN. Lárétt: 1pallur, 6rum, 7mó, 8ið, 9ost, 10oft, 12nam, 14las, 15ná, 16as, 17 ögn, 18gaur. Lóðrétt: 1prik, 2auð, 3lm, 4umstang, 5 rót, 9ofn, 11masa, 13máni, 14lag, 17ör. Helga. í hverju ætlarðu að vera? Guð, þetta er svo lítill fyrirvari. Það er enginn galli skaffaður og dýrt að dressa sig upp fyrir svona kvöld, en maður borgar með sér í það. Ég er að pæla í svörtum kjól sem ég keypti í Flex og hef aldrei notað. Ég ætlaði að láta spretta upp nokkrum saumum og víkka hann aðeins út en svo mátaði ég hann um daginn og þá allt í einu smellpassaði hann á mig því ég er búin að mjókka svo á Vod- kakúrnum. Hann kemur sem sagt sterk- lega til greina, en ef einhver hönnuður vill hlaupa til þegar hann sér þetta er ég í angist yfir þessu kvöldi. Hvort ykkar sér um brandar- ana? Kristján verður alfarið í þeim. Ég mun sjá um alvarleik- ann og verð virðuleg. Þess vegna er ég líka að pæla í svarta kjóln- um, en ég klæðist aldrei svörtu. Það er eins og hann hafi beðið eftir þessu virðulega tækifæri. Hvers vegna varst þú valin? Ég hef ekki grænan grun en hef áður verið beðin um þetta og þá alltaf verið upptekin í Borgar- leikhúsinu. Sýning á Vodkakúrn- um var fyrirhuguð þetta sama kvöld en aðstandendur sýningar- innar voru svo frábærir að gefa mér frí. Enda verða allir að horfa á sjónvarpið þetta kvöld! Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Auðvitað stuðið, partíið og kjólarnir. Það er bara geggjað gaman að taka þátt í þessu. Þú ert útnefnd sjálf sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Verður það ekkert óþægileg staða? Nei, nei. Ég tek lífinu svo létt að ég stressa mig ekki á þessu. Woody Allen sagði réttilega að ekki væri hægt að keppa í listum vegna af- stæðis þeirra. Þetta er fyrst og fremst uppskeruhátíð. Hversu mikil vinna er þetta? Þetta er brjáluð vinna og hjá mér er allt að gerast á sama tíma. Ég var meira að segja að fá lykilinn að sorpinu í blokkinni! thordis@frettabladid.is Kristján, í hverju ætlarðu að vera? Ætli ég noti ekki gamla trixið og fái annað hvort leigt eða lánað. Hvort ykkar sér um brandar- ana? Ég kannski fæ að segja brandara og get svo verið alvar- legur í bland. Ég er þessi hæfi- lega blanda af báðu. Hvers vegna varst þú valinn? Ætli það hafi nokkuð verið öðr- um til að dreifa? Ég er í þessari akademíu og fannst ég ekki geta sagt nei þegar ég var beðinn. Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Jah, því mið- ur ekki launin. Þetta er langtum verr borgað en ég hélt og ekki í neinu samræmi við vinnufram- lag. Verður ekkert óþægilegt að horfa upp á sorgir og sigra ofan af sviðinu? Fólk verður að sætta sig við að margir eru kallaðir en aðeins einn útnefndur. Sjálfsagt mestu vonbrigðin fyrir þá sem ekki voru tilnefndir en finnst þeir eiga fullt erindi. Þannig er það með minn eigin sjónvarps- þátt sem ekki er tilnefndur, furðulegt nokk! Hversu mikil vinna er þetta? Það er ábyrgðarstarf að halda utan um þetta; passa að þetta rúlli og þokkalegur andi sé yfir samkomunni. Svona tveggja tíma prógramm er ekki hrist fram úr erminni. Það þarf að skrifa handrit fyrir hverja ein- ustu sekúndu og ekkert má vera háð tilviljunum þótt fólk haldi stundum að sjónvarp sé leikið af fingrum fram. Það er akkúrat andstæða þess og ekkert hall- ærislegra en það sem er spontant og mistekst. Ætlarðu að brjóta dagskrána upp? Ég er náttúrlega maður mikils uppbrots og ef ég réði öllu mundi ég brjóta þetta allt upp, en mér sýnist að ég fái ekki að ráða öllu. Þetta er mjög vinsælt sjón- varpsefni en það er eins og með annað að það hættir fljótt að vera vinsælt ef það er alltaf eins. Því þætti mér ágætt að dagskráin yrði ekki sú sama og í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 46-47 (38-39) Fólk 9.11.2004 21:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.