Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 2
2 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Borgarráð: Þórólfur sakar Vilhjálm um róg STJÓRNMÁL Þórólfur Árnason, frá- farandi borgarstjóri, sakaði Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna, um „róg“ í bók- un á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur form- lega lausnar sem borgarstjóri. Í bókun sinni gerir Þórólfur ummæli Vilhjálms í DV að um- ræðuefni en þar fullyrti Vilhjálm- ur að borgarstjóri fengi 20 millj- ónir króna fyrir að vera á launum út kjörtímabilið og miðaði þar við laun forsætisráðherra. Þórólfur segir að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur þegar ráðn- ingarsamningur hans hafi verið lagður fram í borgarráði og Vilhjálmi væri því kunnugt um að hann nyti ekki biðlauna. Þórólfur segist njóta sömu kjara og þeir fjórir menn sem verið hafi borg- arstjórar frá því að Vilhjálmur settist í borgarstjórn. „Því er ljóst að ... ummæli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar falla gegn betri vit- und. Þau eru vísvitandi rógur,“ segir í bókun Þórólfs Árnasonar, hans síðustu í borgarráði. Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í gær. - ás Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk meðan hann var enn utan- ríkisráðherra frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. RATSJÁRSTOFNUN Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit feng- ist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin „af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvars- syni“, sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. „Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist,“ segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir al- þjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organ- ization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkur- flugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráð- inn inn í stofnunina sem aðstoðar- maður Jóns og hafði starfað í stofn- uninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. „Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Banda- ríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagn- vart þeim,“ segir Gunnar Snorri. „Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Banda- ríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið,“ segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðning- una gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. ghs@frettabladid.is Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Skóflu- stunga tekin HEILBRIGÐISMÁL Í nýrri viðbygg- ingu Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands á Selfossi verður hjúkr- unarheimili með 26 rýmum, hús- næði heilsugæslunnar á staðnum og aðstaða fyrir iðju- og sjúkra- þjálfun. Framkvæmdir við hina nýju viðbyggingu hófust í gær með því að tekin var fyrsta skóflu- stunga að húsinu. Í kjölfar þess var svo undirritaður verksamn- ingur vegna byggingarinnar við JÁ Verktaka á Selfossi, sem áttu lægsta tilboð í verkið, tæplega 589 milljónir króna. Sjö gild til- boð bárust í verkið, þau voru á bilinu tæplega 589 til tæplega 692 milljónir króna. - jss „Ástarvikan viðheldur að minnsta kosti von okkar um að fá að búa fyrir vestan.“ Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungar- víkur, stóð fyrir ástarviku í ágúst þar sem Bolvík- ingar voru hvattir til að fjölga sér. Ef kenning tveggja bandarískra landfræðinga er heimfærð á Vestfirði eru framtíðarhorfur margra sveitarfélaga þar slæmar. Bolungarvík var á meðal þeirra. SPURNING DAGSINS Soffía, bjargar ástarvikan framtíð Bolungarvíkur? Ögmundur Jónasson: Störf ber að auglýsa RATSJÁRSTOFNUN „Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til um- sóknar. Staðreyndin er sú að hin al- menna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. - ghs ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Ólafur Örn tekur við starfi forstjóra Ratsjárstofnunar um áramótin. Hrókeringar eiga sér stað. Fráfarandi forstjóri leysir af á Keflavíkurflugvelli. Hæstiréttur: Sýknaður af innbroti DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem þrjú þúsund krónum var stolið úr peninga- kassa verslunarinnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sakfellt manninn og dæmt hann til sex mánaða fang- elsisvistar. Skófar mannsins fannst í versluninni og leiddi rannsókn í ljós að það gat ekki verið eftir annan skó en hans. Dómurum Hæstaréttar þótti þó ekki sannað að skófarið væri frá því að brotist var inn í verslunina. Maðurinn sagðist hafa verið ásamt vinkonu sinni í versluninni daginn áður og hefði þá getað skilið eftir skófarið. Vinkona mannsins bar ekki vitni Maðurinn hefur verið dæmdur sextán sinnum fyrir hegningar- lagabrot, oftast fyrir þjófnað og skjalafals. - hrs Kostnaður: Bandaríkja- menn borga RATSJÁRSTOFNUN Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í ís- lensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunar- innar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljón- um króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkur- fjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Horna- firði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins. - ghs Borgarráð samþykkti að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur: Mikil hækkun um áramót fyrir námsmenn í sambúð BORGARMÁL Leikskólagjöld hækka um allt að 42 prósent um áramótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Borgaryfirvöld samþykktu í gær að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. Rökin fyrir breyting- unni eru meðal annars þau að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur náms- manna vænkast. Jarþrúður Ás- mundsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs, hefur gagnrýnt þessa rök- semdafærslu harðlega og sagt að árangur stúdenta í að fá afnám tekjutengingarinnar samþykkt eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs, segir að þegar tekju- tengingin var við lýði hafi verið bú- inn til sérstakur gjaldflokkur fyrir foreldra í sambúð þar sem annað var í námi. Nú sé búið að afnema tekjutenginguna og því rökrétt að fella niður þennan sérstaka gjald- flokk. Hann undrast að fólk skuli ekki fallast á þessi rök. Samkvæmt núgildandi gjald- skrá greiða foreldrar þar sem ann- að er í námi 22.200 krónur á mán- uði fyrir níu klukkustunda vistun. Um áramótin mun gjaldið hækka í 31.330 krónur fyrir þetta fólk. Gjald fyrir foreldra þar sem annað er öryrki mun hins vegar lækka úr 22.200 krónum á mánuði í 16.120 krónur. - th FORMAÐUR LEIKSKÓLARÁÐS Þorlákur Björnsson segir að leikskólagjöld standi aðeins undir 28 prósentum af rekstrarkostnaði leikskóla borgarinnar. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Kvaddi borgina með harð- orðri bókun í garð oddvita sjálfstæðismanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FARIÐ INN Í ÓLÆST HÚS Farið var inn í ólæst hús á Vopnafirði og þaðan stolið geislaspilara, á annan tug geisladiska og nokkrum þús- undum í peningum. Talið er að far- ið hafi verið inn um síðustu helgi en það uppgötvaðist ekki fyrr en í fyrrakvöld. Málið er í rannsókn lögreglunnar á Vopnafirði. Héraðsdómur Reykjaness: Fangelsi fyrir fjársvik DÓMSMÁL Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vör- ur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslu- korti sem hún átti ekki. Konan játaði öll brotin sem hún var ákærð fyrir en þau voru sam- tals 27. Hún hefur átta sinnum brotið gegn almennum hegningar- lögum, sjö sinnum fyrir auðgun- arbrot og einu sinni fyrir skjala- fals. Vegna ítrekaðra skilorðsrofa þótti ekki koma til greina að skil- orðsbinda refsinguna. ■ 02-03 11.11.2004 20:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.