Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 10
STJÓRNMÁL Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur bar að. „Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgar- stjóra,“ segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flest bendir þó til að Steinunn Valdís muni ekki gjalda fyrir það í störfum sínum. Formaður flokks- ins, Össur Skarphéðinsson, segir að sátt hafi náðst um Steinunni ein- faldlega vegna „mikilla eðliskosta“ hennar. Alfreð Þorsteinsson, Framsókn- arflokki, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Samfylkingu, og Björk Vil- helmsdóttir, Vinstri grænum, skipuðu nefnd sem valdi borgar- stjóraefnið. Nefndin komst að sam- komulagi um Dag B. Eggertsson snemma í valferlinu og eins og hann sagði í Fréttablaðinu í gær samþykktu allir borgarfulltrúar það val. Einn leiðtoga R-listans orð- aði það þannig: „Við sögðumst geta stutt Dag ef enginn annar fyndist.“ Einn helsti leiðtogi Vinstri grænna orðaði afstöðu flokks síns þannig: „Eftir lætin út af Þórólfi sögðumst við samþykkja hvern þann sem hinir gætu komið sér saman um.“ Framsókn gegn Degi og Stefáni Alfreð Þorsteinsson, Framsóknar- flokki, bauð Degi sjálfur borgar- stjórastólinn. Fréttin um Dag lak út og olli titringi í forystu Framsókn- arflokksins. Þau skilaboð bárust borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins úr „baklandinu“, eins og Alfreð orðar það, að Dagur væri óásættanlegur. Samfylkingarmenn segja „baklandið“ dulnefni yfir Halldór Ásgrímsson og Árna Magnússon. Stefán Jón Hafstein lýsti við svo búið yfir formlegu framboði sínu til borgarstjóra. Vinstri grænir segjast hafa getað sætt sig við hann. Afstaða „baklands“ Fram- sóknarflokksins var sú sama og með Dag B. Eggertsson að flokkur- inn vildi ekki taka þátt í uppeldi nýrra foringja Samfylkingarinnar. Það sem næst gerðist er um- deildara. Þau boð bárust úr stjórn- arráðinu að sögn heimildarmanna að „baklandið“ gæti sætt sig við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Við svo búið lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfir hlutleysi og hún dró sig út úr starfi valnefndarinn- ar. Stefán Jón Hafstein vill ekki viðurkenna að Ingibjörg Sólrún hafi snúið við honum bakinu á ög- urstundu. Heimildir herma hins vegar að ætlun Stefáns Jóns hafi verið sú að neyða Alfreð Þorsteins- son til að samþykkja framboð sitt eða stofna samstarfinu í hættu. Þessi fyrirætlun hafi orðið að engu þegar Ingibjörg Sólrún hafi kippt að sér höndunum. Ingibjörg Sólrún vísar þessu al- gjörlega á bug og segir: „Það eru margir á ferðinni úti í flokknum sem eru í fyrsta lagi að reyna að hanna atburðarásina og í öðru lagi að túlka atburðarás og eru oft að gera það út frá einhverjum annar- legum hagsmunum að mínu viti. Ég hef enga löngun til að taka þátt í svoleiðis leik. Ég stend að sjálf- sögðu þétt við bakið á Stefáni Jóni og Steinunni Valdísi í borgar- stjórnarflokki Reykjavíkurlistans.“ Gremja er í garð Ingibjargar Sólrúnar í Samfylkingunni yfir þessu og hún sökuð um að bregðast einum traustasta fylgismanni sín- um sem hafi tekið margan slag fyrir borgarstjórann fyrrverandi. Styrkur Stefáns honum fjötur um fót Stefán Jón Hafstein dregur ekki dul á að hann telji sig hafa beðið ósigur. Styrkur hans hafi orðið sér fjötur um fót. „Það hefnir sín að ég vann glæsilega í prófkjöri Samfylkingarinnar. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að sigurinn myndi hafa í för með sér. Ég er ekki svekktur en þetta var tæki- færi sem ég vildi grípa. Fyrst svona fór spila ég áfram mína stöðu í liðinu.“ Um þetta segir Steinunn Val- dís: „Þetta snýst ekki um að refsa einhverjum, frekar er verið að komast að sameiginlegri niður- stöðu um einhvern. Við erum öll mjög umdeild og þetta var niður- staða sem allir gátu fylgt sig á bakvið. Það var andstaða við odd- vita flokkanna víða. Ég hefði stutt Stefán Jón sem borgarstjóra og hann styður mig núna.“ Steinunn Valdís segir allt of snemmt að svara því hvort hún verði borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum eftir innan við hálft annað ár. All- ir eru raunar sammála um að óvíst sé með öllu hvort R-listinn bjóði fram. Ekki er einu sinni talið ljóst hvort Stefán sækist eftir endur- kjöri til borgarstjórnar. Vel er talið hugsanlegt að Stefán Jón Hafstein og jafnvel Steinunn Val- dís hugsi sér til hreyfings og bjóði sig fram til Alþingis. ■ 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR ÍRAK, AP Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim. Bandaríkjaher telur að um 600 uppreisnarmenn hafi látist í átök- unum í Falluja síðan á mánudaginn þegar herinn réðst til atlögu. Telja Bandaríkjamenn að enn séu nokk- ur hundruð uppreisnarmenn í borginni. Þeir séu illa skipulagðir en enn mjög hættulegir. Þó talið sé að kjarni uppreisnarmanna sé í suðurhluta borgarinnar hafa bandarískir hermenn einnig orðið fyrir árásum leyniskyttna á svæð- um sem þeir hafa lýst yfir að þeir hafi stjórn á. Á þriðja tug hermanna hefur fallið og fjöldi hermanna hefur einnig verið fluttur á hersjúkrahús í Landstuhl í Þýskalandi. Í gær voru 90 særðir hermenn fluttir þangað. Sú tala gefur til kynna að átökin í Falluja séu mjög hörð því hermenn eru einungis fluttir til Landstuhl ef þeir eru illa særðir. ■ FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! fullt verð 5.990 kr. · Hvað þarf að hafa í huga þegar valinn er heimilisköttur? · Hvers þarfnast kötturinn í daglegri umönnun? · Hvað er kötturinn að tjá með atferli sínu? · Hvernig á að bregðast við þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum? · Hvað einkennir hin ólíku kattakyn í útliti og geðslagi? Allt um ketti og kattahald Glæsileg og ríkulega myndskreytt bók! SKE slógu rækilega í gegn með fyrstu plötu sinni Life, Death Happiness & Stuff sem kom út árið 2002. Julietta2 betur þekkt sem Landsbankalagið eða japanska lagið var valið lag árins á Íslensku tónlist- arverðlaununum 2003. Feelings Are Great er skemmtilegt framhald á góðri frumraun. Ómissandi plata fyrir þá sem kunna að meta vandað, melódískt og óvenjulegt popp með góðum textum. ”…framúrskarandi útsetningar og hljómur.” Morgunblaðið ”Plata vikunnar..” Fréttablaðið Feelings Are Great Ný plata með athyglisverðasta poppbandi Íslands Bandaríkjaher þrengir að uppreisnarmönnum í Falluja: 600 uppreisnarmenn drepnir ÓGNARÁSTAND Í FALLUJA Bandarískir hermenn skjóta á leyniskyttu í borginni Falluja í Írak. Málamiðlun allra málamiðlana Margir Samfylkingarmenn eiga erfitt með að sætta sig við að framsókn- armenn hafi í raun valið borgarstjóraefni úr þeirra röðum. Stefán Jón segir kaldhæðnislegt að sigur í prófkjöri komi í bakið á honum. ÁRNI SNÆVARR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS ÁTÖKIN INNAN R-LISTANS HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Pólitískur guðfaðir borgarstjórans? STEFÁN JÓN HAFSTEIN Oddviti Samfylkingarinnar víkur fyrir konu sem hann sigraði í prófkjöri. STEINUNN VALDÍS Sá hlær best sem síðast hlær. 10-11 11.11.2004 19:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.