Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 20
1908-14 Páll Einarsson. Lögfræð- ingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnar- firði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræð- ingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verk- fræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíð- ina. Var mikilsvirkur í safnaðar- starfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verk- fræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráð- herra áður en hann varð borgar- stjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og sam- hliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófess- or í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. for- sætisráðherra. Hann var líka for- maður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lög- fræðingur. Stundaði lögmanns- störf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eft- ir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræð- ingur. Fyrst kvenna til að ljúka lög- fræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgar- stjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lög- fræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabanka- stjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnars- son. Lögfræðingur. Stundaði lög- mennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli lokn- um var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verk- fræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vest- fjörðum. Stofnaði eigin verk- fræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgar- stjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræð- ingur. Vann lengst af hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjör- inn á þing og varð forsætisráð- herra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðis- flokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tíma- rita, útvarpsstjóri og borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmda- stjóri Útvarps og síðar útvarps- stjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opin- berri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Tók við embætti hund- rað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann fram- kvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verk- fræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmda- stjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994. bjorn@frettabladid.is 20 HREINSUN Á JAKKAFÖTUM KOSTAR 1.716 KRÓNUR OG 25 AURA. Um er að ræða meðalverð nokkurra efna- lauga víðs vegar um land. Vírherðatré fylgir með. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Mér líst vel á Steinunni Valdísi Óskars- dóttur,“ segir Ragnar Þórðarson leigu- bílstjóri aðspurður hvernig honum lítist á nýja borgarstjórann í Reykjavík. „Hún er búin að starfa í borgarmálum í tíu ár og er þrælvön. Hún gengur að þessu og það þarf ekkert að vera að þjálfa hana upp í starfið.“ Um tíma var rætt um að Dagur B. Egg- ertsson eða Stefán Jón Hafstein myndu taka við borgarstjórastöðunni en Ragn- ar segist ekki hafa viljað að annar hvor þeirra hefði orðið borgarstjóri. Stein- unn Valdís sé tilvalin í starfið. „Ég held að hún muni standa sig vel í þessu starfi. Ferill hennar sýnir það allt frá því að hún var í Röskvu að hún verður farsæll borgarstjóri. Mér sýnist líka að hún muni leiða R-listann í næstu kosningum. Ragnar segist vera sáttur við að Þórólf- ur Árnason hafi sagt af sér sem borgar- stjóri. „Mér finnst það vera góðs viti að mað- urinn hafi áttað sig á stöðunni. Honum var óvært að gegna þessu starfi. Þótt hann sé ódæmdur maður þá sé ég heldur ekki að hann eigi afturkvæmt í pólitík. Fortíðin er það svakaleg hjá honum.“ RAGNAR ÞÓRÐARSON Líst vel á Steinunni NÝR BORGARSTJÓRI SJÓNARHÓLL Forráðamenn fyrirtækisins Vilko ehf. á Blönduósi, sem eyðilagðist í eldsvoða í lok síðasta mánaðar, eru að hefja fram- leiðslu á nýjan leik. Þessa dagana er verið að prufukeyra nýjar vélar og standa vonir til að framleiðsla hefjist strax eftir helgina. Tjónið nam tugum milljóna króna. Grunur lék á að um íkveikju hefði verið að ræða. „Það fór allt fyrirtækið, þetta gjöreyði- lagðist náttúrlega,“ sagði Daníel Árna- son, stjórnarformaður Vilko ehf. „Við höfum verið að koma okkur fyrir á nýj- um stað, viða að okkur tækjum, hráefni og umbúðum. Það kemur allt frá út- löndum. Við höfum unnið hörðum höndum að endurreisn fyrirtækisins og þetta er að fara af stað aftur.“ Vilko ehf. stendur á gömlum grunni. Þar eru framleiddar súpur og bökunar- blöndur. Á næstu dögum tekur það til starfa í nýju húsnæði, að Hnjúkabyggð á Blönduósi. „Við verðum að fara af stað með hæg- virkari vinnslu en áður, en gæðin verða í góðu lagi,“ sagði Daníel. „Við verðum ekki búnir að tækjavæða okkur til fulls, þegar framleiðslan hefst á nýjan leik, en við reynum að vinna lengri daga. Hjá okkur hafa unnið 5-6 manns, en verða um 10 núna meðan verið er að ljúka við tækjavæðinguna. Þetta er gamalt og gróið fyrirtæki, sem er vel kynnt. Ég vona að markaðurinn hafi ekki gleymt okkur. Það er dýrt að missa eitt hak úr tannhjólinu.“ Daníel sagði að það tæki einhverja mánuði að koma fyrirtækinu í það horf sem það var í áður en bruninn varð. Trúlega yrði það ekki fyrr en einhvern tíma í vetur sem framleiðslan yrði komin í fullan gang. - jss Framleiðslan hefst aftur eftir helgi EFTIRMÁL: STJÓRNARFORMAÐUR VILKO EHF. Á BLÖNDUÓSI 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Steinunn Valdís XVI Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu. Sjö lögfræðingar hafa verið borgarstjórar og senn tveir sagnfræðingar. PÁLL EINARSSON Fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Næsti borgarstjóri Reykjavíkur. BRJÓSTMYNDIR AF BORGARSTJÓRUM Brjóstmyndir af átta fyrstu borgarstjórunum prýða veggi Ráðhússins. ENDURREISN Verið er að endurreisa nýtt Vilko á nýjum stað eftir að allar eigur fyrirtækisins gjör- eyðilögðust í eldsvoða. HLJÓMAR FRÁ KEFLAVÍK 1965: Hljómar og Steinunn Steinunn Valdís Óskarsdóttir er fædd sjöunda apríl 1965 og má telja líklegt að fyrstu mánuðina hafi tónlist Hljóma frá Keflavík hljómað í eyrum hennar. Skömmu áður kom nefnilega fyrsta breið- skífa Hljómanna út með perlum á borð við Þú og ég, Æsandi fögur, Sveitapiltsins draumur og Hey, hey, heyrðu mig góða. Enn eru þau að, Steinunn Valdís og Hljóm- arnir. - bþs 20-21 (24klst) 11.11.2004 19:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.