Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 24
V erð á bensíni til almennraneytenda var yfirleitt þaðsama hjá olíufélögunum frá árinu 1993 til loka ársins 2001, en þetta er það tímabil sem skýrsla samkeppnisráðs nær yfir. Á tímabilinu frá 1993 til 1996 voru tilkynningar olíufélaganna um verðbreytingar á bensíni oft- ast nær dagsettar sama dag. Ein- ungis tvisvar var tilkynning eins félags dagsett einum degi á undan tilkynningum hinna. Yfirleitt var 10 til 20 aura munur á lítraverði á eldsneyti til almennings á þessu tímabili en í fáein skipti voru þó öll félögin með sama verð á 95 oktana bensíni. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs var aldrei um það að ræða að eitt fé- lag væri annað hvort með lægsta eða hæsta verð á öllum tegundun- um þremur (92, 95 og 98 oktana bensíni), heldur var eitt félag lægst í einni tegund en annað í annarri tegund og það þriðja í þriðju tegundinni. Dregið úr framboði Samkvæmt skýrslunni urðu þátta- skil í verðbreytingum á eldsneyti til almennings árið 1996. Þá höfðu þau samráð um að taka 92ja okt- ana bensín út af markaðnum. Á sama tíma var hætt að selja 98 oktana blýbensín og blýlaust bensín kom í staðinn. Fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi og innkaupastjóri Essó á eldsneyti hittust 13. febrúar til að undirbúa kynningu á þeirri ákvörðun að hætta að flytja inn 92ja oktana bensín. Samkvæmt fundargerð hefur Essó verið mót- fallið sameiginlegum kynningar- fundi forstjóra félaganna „... þar sem erfitt verði að svara fyrir fullyrðingar um samráð,“ segir í fundargerðinni. Essó var hins vegar tilbúið að senda út sameig- inlega fréttatilkynningu. Sam- keppnisráð telur að með þessari ákvörðun sinni hafi olíufélögin dregið úr framboði á markaðnum og takmarkað valkosti neytenda sem sé skýrt brot á samkeppnis- lögum. Essó varð leiðandi Í byrjun ársins 1996 telur samkeppnisráð víst að olíufélögin þrjú hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þann 30 apríl 1996 fór fram- kvæmdastjóri mark- aðssviðs smásölu hjá Skeljungi í ferð með starfsbróður sínum hjá Olís og greindi frá ferðinni í tölvupósti til Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. „ Ve r ð u m r æ ð u r. Þeirra tillaga var, að acceptera [samþykkja] að Essó væri price leader [leiðandi í verð- breytingum] og við hin fylgdum,“ segir í tölvupóstinum. Í viðræðum fram- kvæmdastjóra fjár- málasviðs Essó við starfsmenn Samkeppn- isstofnunar í apríl 2002 er þetta staðfest. Þar sagðist framkvæmdastjórinn ekki getað neitað því að umræðan um að Essó yrði leiðandi í verðhækkun- um hafi átt sér stað milli olíu- félaganna. Hann sagði einnig að Essó hefði tekið ákvörðun um að verða leiðandi. Geir Magnússon, forstjóri Essó, sagði ennfremur í viðtali við starfsmenn Samkeppn- isstofnunar að Einar Benedikts- son, forstjóri Olís, hefði lýst þeirri skoðun við hann að Essó yrði viðurkennt sem leiðandi í verðbreytingum. Með vísan, með- al annars til þessa, telur sam- keppnisráð ljóst að olíufélögin hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þessu til frekari stuðnings bendir samkeppnisráð á tölvu- póst sem framkvæmdastjóri stórviðskipta Skeljungs sendi forstjóra félagsins 30. nóvember árið 2000. Í póstinum vísar hann á að á heimasíðu Essó komi fram að félagið muni lækka bensín um tvær krónur, gasolíur breytist ekki en svartolía hækki um 70 aura. „Þá er línan lögð eða hvað? Við getum ekki lækkað minna,“ segir í tölvupóstinum. Líkt og Essó lækkuðu síðan Olís og Skeljungur lítraverð á 95 oktana bensíni úr 98 krónum í 96 krónur 1. desember árið 2000. Frá og með verð- ákvörðun í apríl 1996 til ársloka 2001 hvarf sá 10 til 20 aura munur á lítraverði sem hafði verið frá ár- inu 1993 ef undan er skilið merkilegt frávik sem varð í maí árið 2001. Frá 1996 til 1998 áttu verðbreytingar sér ýmist stað um mánaðamót eða á öðrum tíma. Frá september árið 1998 og til ársloka 2001 varð megin- reglan sú að verðbreytingar áttu sér stað um mánaðamót og ákváðu olíufélögin ávallt sama bensínverð nema í maí árið 2001. „Verðstríðið“ í maí Samkvæmt venju hækkuðu olíu- félögin þrjú öll verð á 95 oktana bensíni 1. maí árið 2001 úr 96,30 krónum lítrann í 102,90. Ástæðan var sögð vera hækkun á heims- markaðsverði, styrking dollarans og veiking krónunnar. Í kjölfar bensínhækkunarinnar hækkaði dollarinn meira. Geir Magnús- son, forstjóri Essó, upplýsti á fundi hjá Samkeppnisstofnun að á stjórnarfundi 2. maí hefði verið ákveðið að hækka aftur verð á eldsneyti 3. maí. Hann sagði að venjulega hefði stjórnin ekki tekið þátt í slíkri ákvörðun. Þann 3. maí hækkaði síðan Essó lítra- verðið á 95 oktana bensíni úr 102,90 krónum í 106,30. Olís og Skeljungur hækkuðu hins vegar ekki verð þann dag. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að Geir hafi rætt við Einar Benediktsson, forstjóra Olís, í síma 4. maí og meðal ann- ars sagt honum að Essó myndi ekki eitt halda uppi verði á elds- neyti. Hann sagðist ekki hafa rætt þessi mál við Kristinn Björnsson, forstjóra Skeljungs, en hafa heyrt að Einar hefði gert það. Daginn eftir símtalið milli Geirs og Einars hækkaði Olís síð- an verðið til jafns við Essó. Einar staðfesti í viðtali hjá Samkeppn- isstofnun að Geir hefði „skamm- að“ sig fyrir að hækka ekki verð- ið 3. maí. Skeljungur hækkaði hins vegar ekki verð á eldsneyti á þessum tíma og leiddi það til þess að Essó og Olís lækkuðu aft- ur verðið 8. maí. Þá lækkaði Essó í það sama og Skeljungur eða 102,90 krónur lítrann af 95 okt- ana bensíni en Olís lækkaði í 101,90 krónur lítrann. Þann 16. maí hækkaði síð- an Olís til sam- ræmis við hin fé- 24 OLÍUMÁLIÐ HIÐ ELDRA Á sjötta ára- tug síðustu aldar kom upp um- fangsmikið fjársvikamál sem Olíufélagið átti þátt í og voru nokkrir forsvarsmenn þess dæmdir til refsingar. Á sínum tíma átti Olíufélagið annað olíufélag sem nefndist Hið íslenska steinolíuhlutafélag (HÍS) og annaðist viðskipti við Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli og erlend skip. Viðskiptaumhverfi á Íslandi einkenndist á þessum tíma af ströngum ríkisafskiptum. Sér- stakar reglur giltu hins vegar um innflutning á vegum varnar- liðsins því hann var undanþeg- inn öllum innflutnings- og gjald- eyrisleyfum svo og innflutn- ingstollum. Orðrómur var uppi í samfélaginu um að þessar und- anþágur væru gróflega misnot- aðar og því hóf lögregla rann- sókn á málinu sem beindist meðal annars að HÍS. Lögreglu- skýrslur frá 1958 útlista ýmis brot fyrirtækisins, meðal ann- ars var það sakað um að dreifa til innlendra aðila olíu og olíu- vörum. Þá átti félagið að hafa blandað sovésku bensíni saman við bandarískt bensín og selt varnarliðinu. Í framhaldi af rannsókninni voru stjórnendur fyrirtækjanna ákærðir fyrir ólöglegan inn- flutning, brot á gjaldeyris- skilum og bókhaldsbrot en því til viðbótar var Haukur Hvann- berg, framkvæmdastjóri Stein- olíuhlutafélagsins, ákærður fyr- ir að hafa dregið sér fé sem á núvirði hefur verið metið á níu- tíu milljónir króna. Dómstólar dæmdu fram- kvæmdastjóra fyrirtækjanna til að greiða umtalsverðar sektir en auk þess fékk Haukur fang- elsisdóm. Stjórnarmenn í fyrir- tækjunum voru hins vegar ein- göngu dæmdir fyrir vanrækslu á eftirlitsskyldu. Rekstri HÍS var hætt árið 1963 og má ætla að fjársvika- málið hafi ráðið nokkru um það. Heimild: Ísland í aldanna rás. ■ 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Essó var leiðandi í verðhækkunum Árið 1998 ákváðu olíufélögin að Essó yrði leiðandi í verðbreytingum á bensínmarkaði. Á sama tíma og fjölmiðlar fjölluðu um verðstríð á bensínmarkaði í maí árið 2001 skammaði forstjóri Essó forstjóra Olís fyrir að hækka ekki verð á bensíni. VERÐBREYTINGAR OLÍUFÉLAGANNA Á 95 OKTANA BENSÍNI ÁRIÐ 2001 Dagsetning Félag Verð 1. jan. Olís 91,80 Skeljungur 91,80 Essó 91,80 1. feb. Olís 94,30 Skeljungur 94,30 Essó 94,30 1. mars Skeljungur 95,90 Essó 95,90 3. mars Olís 95,90 1. apríl Olís 96,30 Skeljungur 96,30 Essó 96,30 1. maí Olís 102,90 Skeljungur 102,90 Essó 102,90 3. maí Essó 106,30 5. maí Olís 106,30 8. maí Essó 102,90 8. maí Olís 101,90 16. maí Olís 102,90 1. júní Olís 107,90 5. júní Skeljungur 107,90 6. júní Essó 107,90 25. júní Olís 104,90 25. júní Skeljungur 104,90 25. júní Essó 104,90 1. júlí Olís 102,90 Skeljungur 102,90 Essó 102,90 1. ágúst Olís 98,80 Skeljungur 98,80 Essó 98,80 1. sept. Olís 99,70 Skeljungur 99,70 Essó 99,70 1. nóv. Olís 95,70 Skeljungur 95,70 Essó 95,70 1. des. Olís 94,20 Skeljungur 94,20 Essó 94,20 TRAUSTI HAFLIÐASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING MEINT SAMRÁÐ OLÍUFÉLAGANNA 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Stjórnendurnir dæmdir fyrir fjársvik og ólöglegan innflutning: Olíufélagið með óhreint mjöl í pokahorninu FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Steinolíuhlutafélagið seldi Íslendingum olíu yfir girðinguna auk þess að blanda sovésku bensíni saman við bandarískt. 24-25 (360°) 11.11.2004 18:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.