Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 30
Hjónin Sigurður Magnússon matreiðslumaður og Margrét Pétursdóttir tanntæknir, alltaf kölluð Diddi og Magga, eru samhent og með sameig- inleg áhugamál. Fyrir utan að vera leiðbeinendur í hundaskóla Hundaræktarfélags- ins og með réttindi til að dæma hundaveiðipróf eru Diddi og Magga á kafi í veiðimennsku, hvort sem er með stöng eða byssu. Áhugi Didda á skotveiðum vaknaði þegar hann var 24 ára, en hann þurfti ekki að tæla Möggu í veiðarnar með sér því hún var löngu byrjuð að skjóta þegar þau kynntust. „Það var kannski það sem dró okkur saman í upphafi,“ segir Diddi og hlær en segist þó aldrei myndu viðurkenna að Magga hafi verið betri skytta en hann. „Það er að minnsta kosti engin samkeppni á milli okkar núna, hún er besti veiðifélagi sem ég get hugsað mér.“ Hjónin stunda skotveiðar sínar mest á hálendinu, gista í sæluhús- um eða tjaldi ef veður leyfir og njóta útiverunnar. „Ágangurinn er orðinn svo mikill á kornakrana hér fyrir austan fjall og víðar, menn eru að leigja sér aðgang að þessum ökrum fyrir miklar fjárhæðir og við tökum síður þátt í því,“ segir Diddi. „Það er heldur ekkert tak- mark hjá okkur að fá marga fugla. Við viljum helst ekki eiga neitt í kistunni þegar nýtt veiði- tímabil hefst, það segir okkur bara að við höfum skotið of mik- ið.“ Magga og Diddi eru ómyrk í máli þegar talið berst að veiði- mönnum og umgengni við náttúr- una yfirleitt. „Menn veiða á mis- jöfnum forsendum, sumir veiða aðallega til að selja og við erum alfarið á móti því. Um leið og gróðahyggjan er komin í spilið hætta menn að bera virðingu fyr- ir náttúrunni og fara að ganga á stofnana. Ástæðan fyrir viðmót- inu gagnvart rjúpnaveiðum er fyrst og fremst sú að þeir eru til sem skjóta hundruð og jafnvel þúsundir rjúpna á ári. Það er nauðsynlegt að setja á sölubann svo þessi mál komist í eðlilegt horf.“ Uppáhaldsvillibráð Magga og Diddu er rjúpan, sem þau elda á margvíslegan hátt, meðal annars upp á gamla mátann, spekkaða og vel steikta. „Svo finnst okkur gott að snöggsteikja bringurnar og við gerum mikið af því að reykja og grafa og búa til paté og kæfur. Það er hægt að leika sér með villi- bráð á svo margan hátt.“ Villibráðin er á borðum hjá þeim hjónum jafnt hversdags og spari og þau hafa reynt sig við ýmsar nýjungar. „Við reykjum til dæmis rjúpnahjörtun og notum sem snakk,“ segir Diddi. Nú er gæsaveiðitímabilinu að ljúka og við taka veiðar á önd og skarfi. „Fólki þykir skarfurinn annað hvort algjört lostæti eða óæti og margir sætta sig ekki við sjávarbragðið. Fólk er að setja svona kjöt í mjólk til að deyfa bragðið, en þá finnst okkur að það geti alveg eins borðað bara svína- kjöt. Eins og maður sækist eftir lyngbragðinu í rjúpunni sækist maður eftir sjávarbragðinu í sjó- fuglinum,“ segir Magga og gefur okkur upskrift að gómsætu villi- andarlifrarmousse. edda@frettabladid.is Aukið geymsluþol Til að kotasæla, sýrður rjómi og jógúrt geymist lengur er best að geyma ílátin á hvolfi inni í ísskáp. Passaðu bara að lokin leki ekki![ ] Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti Fissler pottar og pönnur - finndu muninn! sími 568 6440 Villiandalifrarmousse 300 g andalifur 250 g brætt smjör 1 egg 10 g koníak 10 g púrtvín 10 g Madeira 10 g nitritsalt Timjan Majoram Pipar Hreinsið lifrina og maukið í mat- vinnsluvél ásamt egginu. Hrærið smjörinu varlega saman við. Blandið víninu og kryddinu saman við og setjið í form. Bakið við 90-100˚C í 30 mínút- ur. Gott að hella púrtvínshlaupi yfir formið og láta storkna. Berið fram kalt með rifsberjasultu og brauði. Diddi og Magga fara saman á veiðar og segja fullkomið að enda daginn á góðri villibráð með eðalvíni. Á skytteríi upp um öll fjöll Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa. Spara má mikinn tíma og fyrirhöfn með því að nota forsoðnar kartöflur. Þær fást í handhægum pakkningum án hýðis. Kartöflurnar eru forsoðnar í pakkningunum svo lítið tapast af næringarefnum. Meðfylgjandi eru tvær upp- skriftir sem gefa góða hugmynd um hvernig nota má forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæjar til að búa til hollan og góðan mat án mikillar fyrirhafnar. Kartöflur eru kolvetnaríkar, en kolvetnin eru flókin og gefa ágæta langtímaorku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar og eru jafn- framt ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap lík- amans og vöðvasamdrátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokkuð sem allir ættu að leggja áherslu á til að bæta heilsu og líð- an. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með aðalréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fitu- hlutfall máltíðarinnar. Pestó-kartöflur - góðar með steiktu kjöti, kjúklingi og fiski, eða einar sér með salati og brauði. 500 g forsoðnar kartöflur 1 msk. olía 1/2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 4-5 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 2 msk. pestósósa nýmalaður pipar salt e.t.v. nokkur söxuð basilíkulauf Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Meirihlutanum af tómötunum bætt í pottinn ásamt kartöflum og pestósósu. Látið malla áfram við vægan hita þar til kartöflurnar eru heitar í gegn og tómatarnir soðnir í mauk. Þá er sósan krydduð með pipar og salti eftir smekk og síðan er af- ganginum af tómötunum hrært saman við, ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót. ■ Pestókartöflur með kjöti og fiski Forsoðnar kartöflur létta matartilbúninginn. 30-31 (02-03) matur ofl 11.11.2004 15:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.