Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 33
Áfengis- Dós Kippa Kassi magn Bjórar 4-5% Bavaria Crown 4,3% 149 894 3.576 Egils Pilsner 4,5% 153 918 3.672 Viking lager 4,5% 156 936 3.744 Faxe 4,6% 159 954 3.816 Víking Lite 4,4% 161 966 3.864 Premium Bjórar 5%+ Bavaria 5,0% 169 1.014 4.056 Ceres Royal 5,6% 196 1.176 4.704 Egils Gull 5,0% 196 1.176 4.704 Amstel 5,0% 198 1.188 4.752 Löwenbrau 5,2% 199 1.194 4.776 Hið bandaríska víntímarit Enthusiast Magazine hefur heiðrað vínframleiðandann Concha y Toro með titlinum Vínframleiðandi nýja heimsins 2005. Tímaritið segir: „Concha y Toro hefur náð frábærum árangri undanfarið, þar með talið stórkostleg- um gæðum, fyrsta flokks cuveé og haldið áherslu sinni á gott verðlag. Sem slíkt hefur merkið verið óopinber vínsendiherra fyrir Chile.“ Með gæðavín á borð við Marques de Casa Concha, Casillero del Diablo og hið sívinsæla Sunrise hefur Concha y Toro þegar náð mikilli fótfestu hér á landi. Frá Concha y Toro kemur einnig eitt mest selda kassavín Ís- lands, Frontera, sem til er bæði sem hvítvín og rauðvín. Hvítvínið er ávaxtaríkt og fínlegt og í góðu jafn- vægi, enda vinsæll fordrykkur í stór- um veislum. Rauðvínið hefur lang- vinnt berjabragð og góðan endi. Nú hefur Frontera fengið nýtt útlit og fæst bæði í kössum og flöskum. Verð í Vínbúðum 950 kr. í 75 cl flöskum og í kössum á 3.390 kr. Concha y Toro Frontera: Vínframleiðandi nýja heimsins 2005 Vín vikunnar 5FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 Þrátt fyrir háa skattlagningu hér á landi á áfengi hefur verðþróun undanfarin tvö ár verið í þá átt að verð á bjór hefur lækkað ásamt því að úrval bjórs í Vínbúðum hefur aukist. Það má rekja aðal- lega vegna aukinnar innkomu bjórs sem er í kringum 4,5% að styrkleika og er þar af leiðandi ódýrari vegna lægri áfengis- gjalds sem tekur mið af áfengis- magni. Verð premium-bjóra sem eru yfir 5% hefur einnig breyst til hins góða með innkomu nýrra teg- unda. Á meðfylgjandi töflu getur að líta fimm ódýrustu bjóra í Vín- búðum í 500 ml dós í flokki prem- ium bjóra sem eru 5% og hærri og flokki bjóra 4-5% að styrk- leika. ■ Verðlag í Vínbúðum: Bavaria ódýrasti bjórinn Stærsti ham- borgari í heimi Denny’s Beer Barrel, krá í Clearfield í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, er heimili stærsta hamborgara í heimi. Þessi risahamborgari er kallaður Ye Olde 96er fyrir þá sem vilja spreyta sig á honum og hann kostar rúmlega 1.600 íslenskar krónur. Borgarinn inniheldur tæplega þrjú kíló af kjöti og rúmlega eitt kíló af meðlæti. Á borgaranum eru tveir tómatar, hálfur kálhaus, tólf sneiðar af amerískum osti, bolli af niðurskorinni papriku og tveir laukar. Fyrir þá sem eru ekki glorsoltnir býður Denny’s einnig upp á smærri borgara sem eru tæplega eitt og tvö kíló. ■ Selaveisla árið 2004 Guðmundur Ragnarsson stendur fyrir selaveislu þann 13. nóvember. Veislan hefur ver- ið haldin í þó nokkur ár og er nú enn og aftur komið að henni. Veislan verður haldin í nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafn- arfirði. Húsið verður opnað klukkan 19 en borðhald hefst stundvíslega klukkan 20.30. Boðið verður upp á þægilega hljómlist undir borðum og í lok borðhalds mun Jó- hannes Kristjánsson skemmtikraftur skemmta viðstöddum. Að borðhaldi loknu verður dansleikur til klukkan 3 eftir miðnætti. Miðana þarf að kaupa fyrir fram og eru þeir til sölu á veitingahúsinu Lauga-Ási, Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Þeir sem koma utan af landi geta pantað miða hjá Hallbirni Bergmann í síma 555 3461 og 848 6161. Miða- verð er 4.500 krónur á mann. Á matseðlinum er til dæmis grillað selkjöt, saltaður selur, súrsaðir hreifar og létt söltuð uxabringa. ■ Jóhannes Krist- jánsson mun sjá um gamanmál að borðhaldi loknu. Hér heldur stoltur starfsmaður Denny’s á risahamborgaranum. 32-33 (04-05) matur ofl 11.11.2004 15:56 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.