Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 45
29FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 Hverjir bera ábyrgð á samráði olíufélaganna? Fyrstu samkeppnislögin hér á landi voru sett árið 1978, þ.e. lög um verð- lag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Samkvæmt þeim voru skaðlegar samkeppnishömlur óheim- ilar. Markaðsráðandi fyrirtæki urðu tilkynningarskyld og áttu að tilkynna til verðlagsstofnunar ákvarðanir um samkeppnishömlur. Mikill misbrest- ur var á því að þessari tilkynningar- skyldu væri sinnt. Núgildandi samkeppnislög, sem að mestu leyti eru frá 1993, eru mun strangari en eldri lög. Nýju lögin eru í samræmi við samkeppnisákvæði EES-samningsins. Samkvæmt núgild- andi lögum er nóg að hafa að mark- miði að raska samkeppni en ekki þarf að sýna fram á að markaður hafi skaðast eða að um skaðlegar sam- keppnishömlur sé að ræða. Af þess- um sökum hafa fundargerðir, tölvu- póstur og fleiri gögn olíufélaganna úrslitaáhrif varðandi ólögmætt sam- ráð félaganna. Þessi gögn leiða í ljós ásetning eða markmið félaganna um að raska samkeppni. Almenningur er að sjálfsögðu sár og reiður vegna hins ólögmæta sam- ráðs olíufélaganna, sem viðgengist hefur um langt skeið og skaðað sam- félagið um 40-50 milljarða kr. Ávinn- ingur olíufélaganna er talinn 6,5 milljarðar kr. Stjórnvaldssektirnar eru því greinilega í lægri kantinum. Olíufélögin hafa reynt að halda því fram að þau hafi ekki vitað að samráð væri óheimilt. Lögin séu svo ný, að- eins frá 1993. En það sem ég segi í upphafi þessarar greinar leiðir í ljós að hér á landi voru lögleidd þegar árið 1978 lög sem bönnuðu skaðlegar samkeppnishömlur og lögðu tilkynn- ingarskyldu á hendur olíufélögunum. Lögin voru skýr í því efni. Að vísu sinntu verðlagsyfirvöld lítt eftirlits- skyldu sinni með markaðsráðandi fyrirtækjum á meðan verðlags- ákvæði voru í gildi og innflutningur á olíu var háður innflutningsleyfum. En árið 1992 var innflutningur olíuvara gefinn frjáls og álagning einnig. Síð- an hafa samkeppnisyfirvöld staðið sig mjög vel og rannsakað starfsemi olíufélaganna nákvæmlega, með þeim árangri sem nú er kominn í ljós. Hverjir bera ábyrgð á hinu ólög- mæta samráði olíufélaganna? Það eru fyrst og fremst forstjórar og stjórn- arformenn, sem stjórnuðu félögunum á þeim tíma sem hið ólögmæta sam- ráð fór fram. Undirmenn eins og Þórólfur Árnason borgarstjóri bera ekki ábyrgð á þessu samráði. En þeir ráðherrar sem fóru með viðskiptamál á þessu tímabili bera einnig ábyrgð. Þeir stjórnmálamenn sem vísuðu frá tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur 1997 um rannsókn á starfsemi olíufélag- anna bera mikla ábyrgð. Samkeppnis- yfivöld létu ekki til skarar skríða gegn olíufélögunum fyrr en mörgum árum síðar. Stjórnvöld hafa um langt skeið lokað augunum fyrir ólögmætu samráði olíufélaganna. Þar er fyrst og fremst um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að ræða. Telja má víst að olíufélögin hafi látið mikla fjármuni renna í kosningasjóði þess- ara flokka. Væri fróðlegt að fá upp- lýsingar um þau framlög. Það voru fyrst og fremst sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem stjórnuðu olíu- félögunum. Segja má því að félögin hafi notið vissrar verndar þessara flokka. Ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á ólögmætu sam- ráði olíufélaganna um að halda uppi verði og til þess að hagræða útboðum og skipta markaði milli sín er því veruleg. ■ AF NETINU Steinunni vandi á höndum Það verður spennandi að sjá, hvaða svip Steinunn Valdís setur á borgarstjóraemb- ættið og hvaða myndugleiki fylgir henni á borgarstjórnarfundum. Hún kemur þó úr röðum stjórnmálamanna og hefur háð baráttu sem slík. Henni er margur vandi á höndum, til dæmis sá að skapa að nýju stöðugleika í mannahaldi meðal helstu embættismanna Reykjavíkurborgar, en þar hefur verið upplausn og óvissa undan- farna mánuði. Þá þurfa Reykvíkingar borg- arstjóra, sem þorir að horfast í augu við hina hrikalegu skuldasöfnun borgarinnar og taka á því máli á annan veg en þann, að lýsa allt í himna lagi. Björn Bjarnason á bjorn.is Steinunn sterkur leikur Ég held að það sé sterkur leikur að fá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem næsta borgarstjóra. Hún kemur vel fyrir, ber af sér góðan þokka og hefur setið í borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir hönd R-listans frá árinu 1994 þegar listinn vann borgina af sjálfstæðismönnum. Steinunn hefur ekki verið áberandi borgarfulltrúi, en náð sínu fram með hægð og festu. Hún er auðvit- að óskrifað blað sem borgarstjóri og leið- togi. En flokkarnir sem standa að R-listan- um treysta henni og bera virðingu fyrir henni. Spyrja má sig að því hvers vegna hún tók ekki við keflinu þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði upp starfi sínu sem borgarstjóri fyrir nær tveimur árum. Jón G. Hauksson á heimur.is Gæti orðið borgarstjóraefni Steinunn Valdís hefur núna tækifæri til að sanna sig í starfi og ávinna sér sess til að verða borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans árið 2006. Takist það ekki er hætt við að ekki verði af framboðinu þar sem að það hefur hingað til byggst á þeim tveimur megin stoðum að leggja fram sameigin- lega stefnuskrá og sameiginlegt borgar- stjóraefni. En við sjáum hvað setur. Þó 18 mánuðir séu ekki langur tími, geta þeir ver- ið langur tími í stjórnmálum eins og dæm- in sanna. Sigurður Eyþórsson á timinn.is Hræsni kvenna á spjallvefjum Konur geta verið óskaplega miklir hræsnarar þegar kemur að kynlífi. Á kvennavefnum femin.is er allt morandi í auglýsingum á kynlífshjálpartækjum, titr- urum af öllum stærðum og gerðum, eggj- um, unaðsolíum og öllum fjandanum. Á spjallþráðum femin.is ræða konurnar síð- an oft fram og aftur um notkun þessara tækja. En inn á milli má þarna finna ör- væntingarfullan reiðilestur frá konum sem hafa staðið eiginmenn sína að því að skoða klámmyndir í heimilistölvunni og jafnvel fitla við sig í leiðinni. Ein sagðist vera farin að vakta manninn þegar hann færi í bað til að koma í veg fyrir að hann fitlaði við sig undir vatnsborðinu. Yfirleitt fá svona innlegg samúðarfull viðbrögð og oftast nær er tekið undir með sjónarmið- unum, jafnvel í svarbréfum ráðgjafanna á vefnum, sem þó titla sig oft kynlífsfræð- inga. Það er vægast sagt undarlegt og mótsagnakennt að rekast á svo mikið frjálslyndi og svo mikið afturhald í sama málaflokknum á sama vefnum. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN OLÍUSAMRÁÐIÐ ■ LEIÐRÉTTING Rangt var farið með eftirnafn Ólafs Haraldssonar í myndatexta í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. 28-45 (28-29) Umræðan 11.11.2004 15:38 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.