Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 46
Innanhússpóstur eins og Mogginn Verði af yfirtöku Baugs á Big Food Group, eins og margt bendir til, er forvitnilegt að velta fyrir sér stærðum í rekstri fyrirtækja sem Baugur er með kjölfestu í. Samanlögð velta fyrirtækja Baugs yrði við slíka sameiningu á áttunda hundrað milljarða króna eða sem nemur því sem næst landsframl- eiðslu á Íslandi. Starfsmenn yrðu um fimmtíu þúsund. Til að átta sig á þessum tölum má nefna að innanhússdag- blað til starfsmanna fyirirtækjanna yrði í svipuðu upplagi og Morgunblaðið. Umdeildur ráðgjafi Fyrirtækið Morgan Stanley sem ákveðið hefur verið að sjái um ráðgjöf til einkavæðingarnefndar vegna sölu Símans er eitt þekktasta fjármálafyrirtæki heims og nýtur mikils trausts. Félagið slapp þó ekki óskaddað frá naflaskoðun bandarískra fjár- málafyrirtækja í kjölfar þess að netbólan sprakk og svikamyllan í kringum Enron leystist upp. Morgan Stanley hefur verið ásak- að fyrir að hafa viljandi afvegaleitt fjárfesta með því að kynda óeðlilega undir verðhækkanir á bréfum í fyrirtækjum þegar það kom sér vel fyrir fjárfestingar- arm fyrirtækis- ins. Morgan Stanley var einnig nýlega sakað um að hafa mismunað starfsmönnum á grundvelli kynferðis. Í hvorugu tilvikinu við- urkenndi Morgan Stanley sök en hefur reitt af hendi nokkra milljarða króna til að komast hjá réttarhöldum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.422 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 139 Velta: 765 milljónir -1,03% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Afl fjárfestingarfélag, sem er dótturfélag Fjárfestingarfélags- ins Atorku, hefur aukið hlut sinn í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar. Nú á íslenska félagið 16,8 prósent í því breska. Útlán Íbúðalánasjóðs í októ- ber námu 4,5 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að ný lán á yfir- standandi ársfjórðungi nemi um fjórtán milljörðum. Lítil velta hefur verið á hluta- bréfamarkaði í þessari viku. Hjá greiningardeild Íslandsbanka í gær kemur fram að fyrstu þrjá daga vikunnar var veltan að með- altali 1,9 milljarðar króna á dag en var 6,3 í síðustu viku. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í tvö prósent í gær. 30 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Ragnar Árnason segir að framlag sjávarútvegs til hag- kerfisins sé nær því að vera 30 prósent heldur en 10 pró- sent eins og hagtölur segja til um. Hann segir að afl- eiddar atvinnugreinar séu ekki eins mikilvægar þótt þær kunni að mælast stærri í þjóðhagsreikningum. Þótt hlutdeild sjávarútvegs í lands- framleiðslu hafi farið hratt minnk- andi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávar- útvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árna- son, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöð- um rannsóknar sem nú er í vinnslu á veg- um Hagrann- sóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og krepp- ur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur ræt- ur sínar að rekja til góðæris í sjáv- arútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðileg- um kenningum um undirstöðuat- vinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinar- mun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarf- semi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnu- vegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega van- metinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmet- inn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöru- framleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframl- eiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu pró- sent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Ís- landi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 41,10 -1,91% ... Bakkavör 24,10 -1,63% ... Burðarás 12,30 -3,15% ... Atorka 5,35 - ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,10 - ... KB banki 459,50 -0,76% ... Landsbankinn 11,60 -1,69% ... Marel 54,80 -0,90% ... Medcare 6,15 - ... Og fjarskipti 3,40 -1,73% ... Opin kerfi 27,60 -0.36% ... Samherji 13,10 - ... Straumur 8,90 -1,66% ... Össur 83,00 -1,19% Fiskurinn vanmetinn Flugleiðir náðu í 3,8 milljarða af nýju hlutafé í hlutafjárútboði fé- lagsins. Félagið stefndi að því að ná sér í 380 til 420 milljónir að nafnvirði, en fagfjárfestar sóttust eftir sex milljörðum sem er 56 prósent. „Þetta var framar vonum,“ segir Hannes Smárason, stjórnar- formaður Flugleiða. Hann segir að miðað við ástand á hlutabréfa- markaði að undanförnu hljóti nið- urstaðan að teljast mjög góð. Hannes segir að tíu ár séu síð- an Flugleiðir kynntu sig rækilega fyrir fagfjárfestum. Því megi segja að útboðið nú hafi nánast verið eins og frumútboð. Nýja hlutaféð er fé til sóknar. „Það er engin fjárfestingarþörf inni í félaginu, þannig að þetta fé er eyrnamerkt nýjum verkefn- um.“ Flugleiðir hafa kynnt flug til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Flugleiðir hafa byggt upp skiptistöð í Leifsstöð fyrir Evrópu og Ameríkuflug. Með flugi til vesturstrandarinnar er stefnan sett á að erill á skipti- stöðinni verði jafn mikill fyrir og eftir hádegi. Hannes segir að ár- angurinn að fluginu til San Francisco verði metinn og ákvörðun um frekari uppbygg- ingu tekin í kjölfarið. „Auðvitað væri frábært fyrir alla, félagið og þjóðina ef okkur tækist að fara á fleiri staði og búa til jafnstóran skiptibanka í Leifsstöð fyrir og eftir hádegið.“ - hh Útboð Flugleiða framar vonum Mikil eftirspurn var eftir hlutafé í Flugleiðum. Félagið ætlar að nota nýtt fé til sóknar og uppbyggingar. Tryggingamiðstöðin 2,33% Flugleiðir 1,58% Burðarás -3,15% SÍF -2,70% Actavis -1,91% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Í UNDIRRÉTTI ÆÐRI DÓMSTÓLS (SÉRDEILD DÓMS) FÉLAGARÉTTUR Nr. 6315 árið 2004 Málið varðandi CONTINENTAL REINSURANCE CORPORATION (UK) LIM- ITED (“flutningsaðili”) og Málið varðandi CONTINENTAL MANAGEMENT SERVICES LIMITED (“CMS”) og málið varðandi fjármagnsþjónustu- og markaðslög 2000 Hér með tilkynnist að umsókn (“umsókn- in”) um tilskipun að heimila flutning almennrar áætlunar um vátryggingar- viðskipti (“áætlunin”) samkvæmt VII. hluta fjármagnsþjónustu- og markaðslaga 2000, var hinn 14. október árið 2004 lögð fyrir undirrétt æðra dómstóls af hendi CMS. Áætlunin gerir ráð fyrir flutningi til CMS á almennum vátryggingaviðskiptum flutn- ingsaðilans. Afrit af skýrslunni, sem óháður sérfræðingur hefur samið og yfirlýsing er gerir grein fyrir skilmálum áætlunarinnar og inniheldur ágrip af skýrslunni, fást á http://www.grm- solutions.com/merger.html Einnig er hægt að fá afrit án afgjalds frá Reynolds Porter Chamberlain (lögmönnum flutningsaðila og CMS) eins og segir hér að neðan. Ákveðið er að umsóknin verði tekin fyrir hjá umsóknadómaranum í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL, hinn 17. desember 2004. Sérhver aðili sem telur að hann eða hún mundi verða fyrir skakkaföll- um vegna framkvæmdar áætlunarinnar á rétt á að koma máli sínu á framfæri (sjálf(ur) eða af hendi löglegs fulltrúa) í æðri dómstólnum þegar umsóknin verður tekin fyrir. Hver sá sem hyggst gera það og hver sá, er fellst ekki á áætlunina, en hyggst ekki vera viðstaddur réttarhaldið er beðin(n) að tilkynna mótbárur sínar Jonathan Hyde hjá Reynolds Porter Chamberlain að Chichester House, 278-282 High Holborn, London, WC1V 7HA eins fljótt og auðið er og allavega fyrir 15. desember 2004 eða í símbréfi í síma 00 44 (0)20 7242 1431 eða tölvupósti til jvh@rpc.co.uk. Í UNDIRRÉTTI ÆÐRI DÓMSTÓLS (SÉRDEILD DÓMS) FÉLAGARÉTTUR Nr 6314 árið 2004 Málið varðandi THE CONTINENTAL INSURANCE COMPANY (“flutningsaðili”) og Málið varðandi CONTINENTAL MANAGEMENT SERVICES LIMITED (“CMS”) og málið varðandi fjármagnsþjónustu- og markaðslög 2000 Hér með tilkynnist að umsókn (“um- sóknin”) um tilskipun að heimila flutning almennrar áætlunar um vátryggin- garviðskipti (“áætlunin”) samkvæmt VII. hluta fjármagnsþjónustu- og markaðslaga 2000, var hinn 14. október árið 2004 lögð fyrir undirrétt æðra dómstóls af hendi CMS. Áætlunin gerir ráð fyrir flutningi til CMS á almennum vátryggingaviðskiptum Bretlandsútibús flutningsaðilans. Afrit af skýrslunni, sem óháður sérfræðingur hefur samið og yfirlýsing er gerir grein fyrir skilmálum áætlunarinnar og inniheldur ágrip af skýrslunni, fást á heimasíðunni http://www.grmsolutions.com/merger.html Einnig er hægt að fá afrit án afgjalds frá Reynolds Porter Chamberlain (lögmönnum flutningsaðila og CMS) eins og segir hér að neðan. Ákveðið er að umsóknin verði tekin fyrir hjá umsóknadómaranum í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL, hinn 17. desember 2004. Sérhver aðili sem telur að hann eða hún mundi verða fyrir skakkaföll- um vegna framkvæmdar áætlunarinnar á rétt á að koma máli sínu á framfæri (sjálf(ur) eða af hendi löglegs fulltrúa) í æðri dómstólnum þegar umsóknin verður tekin fyrir. Hver sá sem hyggst gera það og hver sá, er fellst ekki á áætlunina, en hyggst ekki vera viðstaddur réttarhaldið er beðin(n) að tilkynna mótbárur sínar Jonathan Hyde hjá Reynolds Porter Chamberlain að Chichester House, 278-282 High Holborn, London, WC1V 7HA eins fljótt og auðið er og allavega fyrir 15. desember 2004 eða í símbréfi í síma 00 44 (0)20 7242 1431 eða tölvupósti til jvh@rpc.co.uk Bjartsýnir stjórnendur Forráðamenn fyrirtækja telja efnahagshorfur góðar. Þetta kem- ur fram í könnun Gallup og fjallað er um í vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Bjartsýni forsvarsmanna fyr- irtækja hefur ekki mælst meiri frá því að Gallup hóf að kanna slík viðhorf stjórnenda haustið 2002. Könnunin nær til stjórnenda 400 veltuhæstu fyrirtækja lands- ins. 86 prósent telja horfur í efna- hagslífinu góðar en einungis tvö prósent telja þær slæmar. Einn hópur stjórnenda fyrir- tækja sker sig úr og er áberandi svartsýnni en aðrir, það eru stjórnendur sjávarútvegsfyrir- tækja. Úr könnuninni eru unnar vísi- tölur fyrir efnahagslíf, starfs- mannafjölda, hagnað og veltu. Allar vísitölurnar hækka frá síð- ustu mælingu Gallup. - hh Salan í aðskilið félag Sölu- og markaðsstarfsemi SÍF hefur verið skilin frá rekstri fullvinnslustarfsemi fyrirtækis- ins og færð í sérstakt dótturfé- lag. Tilgangurinn er að auka skilvirkni í starfseminni. Sölustarfsemi SÍF fer fram- vegis fram undir merkjum Iceland Seafood um allan heim. Eftir sem áður leggur félagið ríka áherslu á að vera öflugur söluaðili ferskra, frystra og saltaðra sjávarafurða frá ís- lenskum framleiðendum í gegn- um markaðsstarf sitt víða um heim. Framkvæmdastjóri Iceland Seafood er Örn Viðar Skúlason. Hann segir að með því að draga verslun með sjávarafurðir sam- an í eina heild skapist tækifæri til að efla sérstaklega þann þátt í starfseminni og sinna betur þörfum viðskiptavina. - hh FLEIRI ÁFANGASTAÐIR Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, ætlar að sækja fram með Flugleiðum. Fjárfestar eru bjartsýnir á stefnuna og vildu fjárfesta fyrir talsvert meira fé en til boða var í hlutafjárútboði Flugleiða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FAST ÞEIR SÆKJA SJÓINN Ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi yrði þjóðin ein sú fátæk- asta innan OECD í staðinn fyrir að vera ein sú ríkiasta. Afleiðingarnar yrðu miklu meiri en opinberar hagtölur gefa til kynna. RAGNAR ÁRNASON HAGVÖXTURINN FLÆÐIR UM ALLT Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið bjartsýnni á efnahagshorfur frá árinu 2002. 46-47 (30-31) Viðskipti 11.11.2004 16:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.