Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 41 [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Two Brothers „Saga bræðranna tveggja er hjartnæm og hlý og það er sennilega ekki hægt að lýsa henni betur en með þeim orðum að hér sé á ferðinni alvöru fjölskyldumynd af gamla skólanum.“ ÞÞ The Manchurian Candidate „The Manchurian Candidate er þrælflókin en um leið spennandi og vel gerð samsæriskenninga- mynd. Það gengur mikið á og áhorfendur mega hafa sig alla við til að týna sér ekki í flókinni sögunni.“ ÞÞ Shall We Dance? „Rómantíkin og ástarþráin svífur því yfir vötnum í Shall We Dance? en dramað og tilfinningarnar rista þó aldrei nógu djúpt til þess að myndin hreyfi almennilega við áhorfandanum.“ ÞÞ Shark Tale „Mafíuhákarlarnir eru einu persónurnar sem eitt- hvað er spunnið í og þar eru þeir áberandi best- ir Robert De Niro sem gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér í hlutverki Don Linos og Michael Imperioli. Þessir gaurar kunna mafíósataktana utanbókar og blása smá lífi í staðna sögu.“ ÞÞ Wimbledon „Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokkuð fyndin, talsvert barnaleg á köflum - eins og breskra rómantískra gamanmynda er jafnan háttur - en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þónokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis.“ GS Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei af- velta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera.“ GS Næsland „Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn skortur á fagmönnum sem koma að framleiðsl- unni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köflum snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýðilega og tónlistin er fín en samt er eitthvað að klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekkert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki djúpt.“ ÞÞ Dís „Myndin er í raun runa af misfyndnum og skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslending- um er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmti- legt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr.“ ÞÞ Þórarinn Þórarinsson Guðmundur Steingrímsson After the Sunset Rottentomatoes.com -10% = Rotin Metacritic.com - 40/100 The Grudge Internet Movie Database - 5,9 /10 Rottentomatoes.com -32% = Rotin Metacritic.com - 43/100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Spennumyndin After the Sunset var heimsfrumsýnd í Reykjavík í gær. Það er sjálfur Pierce Brosn- an sem fer með aðalhlutverkið en leikarinn vonast til þess að mynd- in slái í gegn og tryggi honum at- vinnuöryggi nú þegar það er ljóst að hann mun ekki leika James Bond framar. Brosnan leikur hér meistara- þjófinn Max Burdett sem sérhæf- ir sig í að stela vel varðveittum og ómetanlegum demöntum. Brosn- an er studdur vösku liði leikara í myndinni en latínbomban Salma Hayek leikur ástkonu hans og vit- orðsmann, Woody Harrelson leik- ur alríkislögreglumann sem er með Burdett á heilanum og Don Cheadle mætir til leiks sem vafa- samur hugsanlegur vinnuveitandi Burdetts. Eftir að hafa framið vel heppn- að rán hyggst Burdett setjast í helgan stein og kemur sér fyrir á sólarströnd ásamt kærustunni. Hann fær þó lítinn frið því að glæpamenn vilja ráða hann til vinnu og svo hefur Harrelson elt hann til eftirlaunaparadísarinnar til þess að hafa auga með honum. Það má líka vel vera að það hafi verið vel til fundið hjá lögreglu- mannininum þar sem það er ekki útilokað að eftirlaunaáætlun Burdetts sé sjónarspil til að að draga athyglina frá stærsta rán- inu á ferli hans. ■ The Grudge er hryllingsmynd byggð á traustum japönskum grunni enda er hún endurgerð japönsku myndarinnar Ju-On: The Grudge sem leikstjórinn Takashi Shimizu gerði í fyrra. Hún leikstýrir sjálf endurgerð- inni og sagan gerist sem fyrr í Japan en aðalleikararnir eru þekktar bandarískar stjörnur. Buffy-stjarnan Sarah Michelle Gellar fer með aðalhlutverkið og hinn geðþekki leikari Bill Pullman kemur einnig við sögu. The Grudge minnir um margt á japanska hrollinn Ringu, sem hefur þegar verið endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu The Ring, en í báðum myndum lenda ungar konur í kapphlaupi við tímann og dauðann þegar þær reyna að hrista af sér skelfi- lega bölvun. Gellar leikur Karen, skiptinema í Tókýó, sem tekur að sér að leysa af húshjálp sem skilar sér ekki til vinnu. Þetta afleysingarstarf á eftir að draga skuggalegan dilk á eftir sér en í húsinu sem Karen er send til hefur gömul bölvun losn- að úr læðingi. Þeir sem hún leggst á drepast í miklu æðiskasti en um leið og þeir geispa golunni færist óværan yfir á einhvern annan þannig að fyrr en varir er keðja hrikalegra dauðsfalla komin af stað. Karen sleppur vitaskuld ekki við álögin en kemst á snoðir um uppruna og leyndarmál bölvun- arinnar sem tók sér bólfestu í húsinu mörgum árum áður. Hún eygir því von um að geta stöðv- að hryllinginn en tíminn er naumur. ■ Heimildarmyndin Pönkið eftir þá Þorkel Sigurð Harðarson og Örn Marínó Arnarson hefur verið sýnd í Regnboganum undanfarið við mjög góðar undirtektir. Þorkell Sigurður er hæst- ánægður með viðtökurnar. „Það er ekkert yfir þeim að kvarta. Við vissum að við værum með gott efni í höndunum. Þetta er eins og með matreiðslu. Ef þú ert með gott hráefni er erfitt að klúðra því,“ segir Þorkell. Myndin fjallar um pönkbylgj- una sem spratt upp hérlendis fyrir 25 árum með hljómsveitina Fræbbblana, uppáhaldssveit þeirra Sigurðar og Arnar, sem helstu frumkvöðlana. „Það hafa allir horft á Rokk í Reykjavík og sagt að það væri búið að gera svona mynd,“ segir Þorkell. „Rokk í Reykjavík var svo mikil sam- tímamynd. Hún gerði það sem hún gerði á sínum tíma en svo breytist þetta alltaf þegar það líða einhver ár og fólk sér þetta í stærra sam- hengi. Það var bara kominn tími á að gera svona mynd.“ Að sögn Þorkels var erfitt að ná í heimildir fyrir myndina vegna þess að þær eru óðfluga að hverfa. Því hafi verið nauðsynlegt að festa þetta tímabil frá 1978 til 1982 á filmu hið snarasta áður en fleiri gögn eyðilegðust. Vinna við myndina hófst árið 2001 þegar þeir félagar ákváðu að fylgja Fræbbblunum eftir. „Eiginleg vinna var kannski 4 til 5 mánuðir allan sólarhringinn. Myndin var unnin mjög hrátt eins og hæfir viðfangsefninu. Hún er kannski svolítið pönkuð útlits. Með því að ofvinna hana hefði hún orðið eins og 90 mínútna langt auglýsinga- myndband. Það vildum við ekki,“ segir Þorkell að lokum. ■ PIERCE BROSNAN Leikur demanta- þjófinn Max Burdett í After the Sunset. Hann fær þó lítinn vinnufrið þar sem hann er með Woody Harrelson á hælunum. Meistaraþjófur á ferð DÍS Skemmtilegar persónur og skondn- ar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr. Ilmur Kristjánsdóttir er tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í mynd- inni en hún setur sterkan svip á Dís. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Á BAK VIÐ MYNDAVÉLINA Þorkell Sigurður Harðarson og Örn Marínó Arnarson eltu hljómsveitina Fræbbblana á röndum fyrir heimildarmynd þeirra, Pönkið. Kominn tími á svona mynd Ill örlög í álagahúsi SARAH MICHELLE GELLAR Er í virkilega vondum málum í hryllingsmyndinni The Grudge sem gerist í Japan enda endurgerð þarlends tryllis frá síðasta ári. 56-57 (40-41) Bíó 11.11.2004 20:16 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.