Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 4
4 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Leiðtogar súnnímúslima mótmæla árásum Bandaríkjahers: Hóta að sniðganga kosningarnar ÍRAK, AFP/AP Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar sem fara eiga fram í janúar og skoruðu á aðra að gera það sama til að mót- mæla árásum Bandaríkjahers. „Margvísleg hætta steðjar að sjálfstæði og fullveldi landsins,“ sagði í yfirlýsingu súnnímúsli- manna. „Árásir á borgirnar Najaf, Karbala, Bagdad og hin grimmd- arlega árás á Falluja eru hindran- ir í vegi skipulegra kosninga sem fara fram við hernámsaðstæður,“ bættu þeir við. Bardagar héldu áfram í Falluja þar sem Bandaríkjaher reynir að uppræta síðustu vígamennina þar. Í gær þurftu þeir einnig að berjast við vígamenn sem reyndu að lauma sér aftur inn í borgina. Níu Írakar féllu í bardögum víga- manna og Bandaríkjahers í Ramadi. Rólegra var sagt um að vera í Mosul en áður eftir að 1.200 bandarískir hermenn voru sendir þangað til að berjast við víga- menn. Fjórtán létu lífið í sprengjuárás og bardögum í Baiji. Flestir þeirra sem létust voru konur og börn. Um þrjú þúsund manns fóru í friðsamlega kröfugöngu í Bagdad til að krefjast lausnar sjö fylgis- manna sjíaklerksins Mahmoud al- Hassani sem handteknir voru í síðustu viku. ■ Samningar sýna réttmæti laganna Forsætisráðherra segir kennarasamninga staðfesta réttmæti lagasetning- ar. Sveitarstjórnarmenn og stjórnarandstaða fagna samningum en segja áríðandi að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. „Ég óska kennurum og sveitar- félögum til hamingju,“ segir Hall- dór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetn- ingu hafi verið rétt: „Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lög- unum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skóla- starfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: „Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera.“ Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: „Ég tel að kennar- ar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin.“ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deil- an skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: „Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga.“ Undir þetta tekur Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: „Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: „Framganga ríkis- stjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi.“ a.snaevarr@frettabladid.is 42 LÁTAST ÚR KÓLERU Kólera hefur kostað 42 lífið í Kano, stærstu borg norðurhluta Níger- íu. Á sjötta hundrað manns til viðbótar hafa verið lagðir inn á sjúkrahús. Ættingjar sjúklinga hafa verið beðnir um að draga úr heimsóknum á sjúkrahús til að draga úr smithættu. FYRRVERANDI RÁÐAMENN YFIR- HEYRÐIR Bakili Muluzi, fyrrum forseti, og Yusuf Mwawa, fyrrum menntamálaráðherra, verða að svara spurningum lögreglu vegna morðsins á stjórnarandstæðingi fyrir tveimur árum. Þeir eru kall- aðir fyrir sem vitni en talið er að stuðningsmenn forsetans hafi myrt manninn. EÐVARÐ INGI FRIÐRIKSSON OG HALLDÓR SVAVAR SIGURÐSSON Félagarnir voru staddir á miðjuakrein í Ár- túnsbrekkunni þegar hjólið fór undan bíln- um. Óskemmtileg reynsla í Ártúnsbrekkunni: Þrjú hjól undir bílnum ÓHAPP „Annað framdekkið undir bílnum losnaði af og skorðaðist undir brettinu í miðri Ártúns- brekkunni,“ segir Eðvarð Ingi Friðriksson sem fékk lánaðan bíl hjá vini sínum og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að aðeins urðu þrjú hjól eftir undir bílnum. Gleymst hafði að herða rærnar á einu hjólinu. Eðvarð fékk bílinn lánaðan í fyrrakvöld en fyrr um daginn hafði verið farið með bílinn í um- felgun á hjólbarðaverkstæði sem eigandi bílsins vildi ekki nefna. „Ég var búinn að hægja ferðina mjög mikið þegar dekkið fór und- an enda heyrðist einkennilegt hljóð.“ Eðvarð, sem var á ferð með vini sínu Halldóri Svavari Sigurðssyni, segir þá hafa farið úr bílnum og hringt á dráttarbíl. Síð- an hafi þeir ekki þorað annað en að forða sér frá bílnum og út í kant því margoft mátti litlu muna að aðrir vegfarendur ækju á þá eða bílinn. Hann segir starfsmenn hjólbarðaverkstæðisins hafa ver- ið miður sín og viljað allt gera til að bæta fyrir mistökin sem urðu í örtröðinni í fyrradag. - hrs ■ AFRÍKA Óttastu upplausn í Palestínu í kjölfar andláts Jassers Arafat? Spurning dagsins í dag: Ertu búinn að setja vetrardekk undir bílinn þinn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 27% 73% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun BÖRNIN Í VETRARFRÍ Grunnskólakennarar hafa ákveðið að taka vetrarfrí þrátt fyrir að hafa verið boðin yfir- vinnugreiðsla fyrir kennslu. Ólafsfjörður: Nemendur í vetrarfrí VETRARFRÍ Grunnskólakennarar í Ólafsfirði ætla að taka vetrarfrí. Þeim var boðin yfirvinnugreiðsla í fríinu en vilja halda fyrri áætl- unum. Þeir eru ósáttir við laga- setningu á verkfall þeirra. Fríið hefst í dag og skólinn aftur á þriðjudag. Þórgunnur Reykjalín Vigfús- dóttir skólastjóri segir fríinu verða haldið til streitu þrátt fyrir að hafi samist. Búið sé að tilkynna fríið og fólk hafi gert sínar áætl- anir. Stefanía Traustadóttir bæjar- stjóri segir afstöðu kennara fylli- lega virta og engin tilraun verði gerð til að breyta henni. - gag Fáskrúðsfjörður: Höldum sjó KJARAMÁL Hugsanlegt er að meint lögbrot kennara verði látin kyrrt liggja ef kennarar samþykkja kjarasamning þann sem undirrit- aður var milli Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitar- félaga síðdegis í gær. Í Grunnskólanum á Fáskrúðs- firði sögðu allir kennararnir upp störfum. Þórhildur Helga Þor- leifsdóttir skólastjóri sagði að ekki yrði brugðist við með neinum sérstökum hætti. „Við vonum bara að þetta leys- ist farsællega og að þessar upp- sagnir gangi til baka. Við höldum sjó á meðan og tökum á því þegar þar að kemur,“ sagði hún. - ghs edda.is Miklar ástríður og örlög Saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður. Kristín Marja les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! 5. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 10. – 16. nóv. Kristín Marja Baldursdóttir HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór segist óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju með að hafa náð sam- komulagi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært. HERMAÐUR OG KONA Í BAGDAD Skömmu eftir að þessi hermaður tók sér stöðu í skjóli eftir að skotið var á banda- ríska hermenn í Bagdad gekk kona fram- hjá honum. 04-05 fréttir 17.11.2004 21.13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.