Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 14
18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Krabbameinsfélagið: Frábær svörun HEILSA Frábær viðbrögð urðu við spurningakönnun Krabbameins- félags Íslands um lífshætti og heilsufar kvenna. Könnunin var borin út til 7.000 kvenna á þriðjudagsmorgun og voru strax á þriðjudagskvöld komin 340 svör á netinu en bæði var hægt að svara á netinu og í pósti. Á miðvikudagsmorgun höfðu svo borist mörg svör í pósti. „Okkur líst mjög vel á hvað konurnar taka þessu vel,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabba- meinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Könnun á lífsháttum og heilsufari kvenna er að hefjast hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Könnunin nær til 20 þúsund ís- lenskra kvenna á aldrinum 18-45 ára og er sams konar könnun gerð í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Könnunin er gerð í þágu tveggja rannsókna; annars veg- ar rannsókn á áhættuþáttum sjúkdóma sem tengjast vörtu- veirum og algengi kynfæra- varta og hins vegar rannsón á tengslum lífshátta og heilsufars. Könnunin tengist þróun bólu- efnis gegn leghálskrabbameini. - ghs Kærir húsnæðislán viðskiptabankanna Einstaklingur hefur kært bankana til Samkeppnis- stofnunar vegna húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur auglýsingar bankanna villandi. VIÐSKIPTI Jóhannes Valdemarsson rekstrarfræðingur hefur kært við- skiptabankana til Samkeppnisstofn- unar vegna nýrra húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur ýmislegt í tilboðum bankanna brjóta í bága við samkeppnislög. Bankarnir hafa auglýst 4,2 prós- enta vexti og allt að 100 prósent lánshlutfall af verði íbúða. Jóhann- es telur að bankarnir brjóti með þessu lög þar sem þeir auglýsi ekki með réttum hætti það sem í boði sé. Ekki sé tekið fram í auglýsingum að lánþegar þurfi að kaupa aðra þjón- ustu af bönkunum til að njóta þess- ara kjara, til dæmis tryggingar eða yfirdráttareikning. Það er álit Jó- hannesar að krafa um þetta bjóti í bága við lög. Það sé líka ólöglegt að bankarnir fái greiðslur úr trygging- um lánþegans komi eitthvað fyrir hann. Þá þykir Jóhannesi það ótryggt fyrir lántakendur að bönkunum sé frjálst að breyta uppgreiðslugjaldi eftir eigin höfði. Þannig gæti selj- andi eignar lent í því að greiða stór- ar upphæðir þurfi þeir að greiða upp lánið, til dæmis við sölu fast- eignar. Í kæru til Samkeppnisstofnunar nefnir Jóhannes einnig dæmi um að í skuldabréfi vegna húsnæðisláns sé kveðið á um að vextir af því séu 5,1 prósent en skuldari sem uppfyllir skilyrði bankanna fái allt að 0,9 pró- sentustiga afslátt af vöxtunum. Að sögn Jóhannesar segir í fylgibréfi að bönkunum sé heimilt að falla fyr- irvaralaust frá þessum afslætti uppfylli skuldarinn ekki lengur þessi skilyrði. Hins vegar sé hvergi minnst á það í skuldabréfinu hver skilyrðin séu sem lántakandinn þurfi að uppfylla. Þegar hann hafi leitað eftir upplýsingum um það hafi hann engin svör fengið. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að í þessum viðskiptum eins og öðrum gildi sú regla að menn geti samið sín á milli. Ef bankarnir telji sig vera með sérstaklega góð kjör á lán- um sé ekki óeðlilegt að þeir tengi þau við aðra þjónustu sem þeir bjóða upp á. Viðskiptamönnum sé líka frjálst að eiga ekki viðskipti við einstaka banka þyki þeim kjörin óviðunandi. ghg@frettabladid.is JÓHANNES VALDEMARSSON Segir bankana setja skilyrði fyrir 4,2% vöxt- um af lánum. Hann hafi hins vegar ekki fengið að vita hver skilyrðin væru þegar hann leitaði eftir þeim í eigin banka. Norðurál: Samið um orkusölu STÓRIÐJA Norðurál, Hitaveita Suð- urnesja og Orkuveita Reykjavík- ur staðfestu í gær viðbótarsamn- ing um raforkusölu vegna stækk- unar Norðuráls á Grundartanga. Í samningi þeirra frá því í apríl var gert ráð fyrir orkuviðskiptum vegna stækkunar úr 90.000 tonn- um í 180.000 tonn en samningur- inn í gær kveður á um orkusölu vegna 32.000 tonna viðbót- arstækkunar. Stefnt er að því að framleiðslugeta álversins verði 212 þúsund tonn í október 2006. Um 1.000 manns munu starfa að uppbyggingu orkuvera og stækkun álversins. Þegar framkvæmdum lýkur munu um þrjátíu til fjörutíu manns vinna við virkjanirnar og rúmlega 350 manns starfa hjá Norðuráli. Talið er að verðmæti út- flutnings Norðuráls aukist um fimmtán milljarða króna að lokinni stækkun og má þá áætla að heildar- verðmæti útflutningsins verði um 27 milljarðar á ári. - ghg VIÐ UNDIRRITUN Fulltrúar Norðuráls, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu í gær samning um raforkusölu vegna stækkunar álversins á Grundartanga. Á MÁNUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 14-15 17.11.2004 18.18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.