Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 B E S T U S Æ T I N F Y R I R Þ I G 2 0 0 4 BILL GATES Microsoft ætlar að taka þátt í að efla tölvu- læsi í þróunarlöndunum. Tækni: Bill Gates í þróunarhjálp PARÍS, AP Bill Gates, eigandi Micr- osoft, hefur skrifað undir samning við UNESCO til að bæta aðgang að tölvum, veraldarvefnum og tölvu- þjálfun í þróunarríkjum. Sam- kvæmt samningnum munu Micro- soft og UNESCO starfa saman til að efla tölvugetu í fátækari löndum og taka þannig þátt í efnahagslegri þróun þessara ríkja. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa kennara og aðra fagmenn til að nota tölvur og nettengingu til að deila með sér upplýsingum. Eftir fundinn með UNESCO sem fram fór í París hitti Gates Jacques Chirac, forseta Frakklands, og ræddi við hann um baráttuna gegn eyðni í Afríku. ■ Búlgaría: Falin mynda- vél ólögleg SOFÍA, AP Rúmenskur blaðamaður hefur verið handtekinn í Búlgaríu fyrir meinta notkun á falinni myndavél. Sjónvarpsfréttamaður- inn George Buhnici var handtekinn síðla þriðjudags við brúna yfir Dóná, sem tengir búlgörsku borgina Ruse við rúmensku borgina Giur- giu. Hann var þá að taka myndir með lítilli vél sem var falin í gler- augum hans. Refsing við því að nota falda myndavél í Búlgaríu án sér- staks leyfis getur verið allt að þriggja ára fangelsisvist. ■ Noregur: Nýr stjóri NAMMCO SJÁVARSPENDÝR Samkvæmt ákvörð- un stjórnar tekur Dr. Christina Lockyer við sem nýr framkvæmda- stjóri Norður-Atlantshafs sjávar- spendýraráðsins (NAMMCO) með aðsetur í Tromsö í Noregi í mars næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að hún sé bresk og hafi unnið að víðtækum rannsóknum á sjávarspendýrum, auk þess að taka þátt í nefndarstörf- um fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið, Al- þjóðasjávarrannsóknaráðið og fleiri stofnanir. Fráfarandi framkvæmda- stjóri, Dr. Grete Hovelsrud-Broda, tekur við starfi forstjóra rannsókna hjá Miðstöð alþjóðlegra loftslags- og umhverfisrannsókna (CICERO) í Osló í Noregi. - óká Togstreita milli Abbas og herskárra Palestínumanna: Hamas og Jihad neita vopnahléi PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, leið- togi Frelsissamtaka Palestínu og einn líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli, bað í gær herskáa Palestínumenn að hætta öllu ofbeldi þar til kosningar fara fram 9. janú- ar. Abbas fundaði með fulltrúum 13 palestínskra hópa og samtaka í gær og fór fram á vopnahlé. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að leið- togar Hamas og Jihad hefðu þver- tekið fyrir að verða við ósk Abbas nema hann yrði við ósk þeirra um að stofna sérstök regnhlífarsamtök. Vilja leiðtogarnir að Hamas og Ji- had fái fulltrúa í þessum regnhlífar- samtökum sem tryggi að þau fái eitthvað hlutverk í ákvarðanatöku um málefni Palestínu þar til kosn- ingarnar verða haldnar. Abbas mun hins vegar ekki hafa tekið vel í þessa tillögu enda þýðir hún að hann þarf að láta völd af hendi til Hamas og Jihad. Abbas sagði við leiðtogana að besta leiðin fyrir þá til þess að komast til áhrifa væri í þing- og sveitarstjórnarkosningum. Hann sagði að slíkar kosningar yrðu líklega haldnar í mars eða apríl. ■ ESB: Tékkar gegn Tyrkjum PRAG, AP Rúmlega 3.000 Tékkar hafa skrifað undir beiðni til ríkisstjórnar sinnar þess efnis að þeir leggist gegn því að Tyrkland verði aðili að Evrópusambandinu. David Gresak, formaður borgarahópsins sem skipulagði undirskriftasöfnunina, sagði að Tyrkir uppfylltu ekki kröf- ur Evrópusambandsins á mörgum sviðum, svo sem í mannréttindum og efnahagsmálum. „Það væri mjög óábyrgt að lofa einhverju slíku í dag,“ sagði hann. Tékknesk stjórn- völd kusu með því að hefja aðildar- viðræður við Tyrkland. Engar yfir- lýsingar hafa borist frá þeim vegna undirskriftasöfnuninnar. ■ MAHMOUD ABBAS Leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu fundaði með fulltrúum 13 palestínskra hópa og samtaka í gær. 14-15 17.11.2004 18.18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.