Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 24
Það er freistandi fyrir þjóðir, sem búa að gjöfulum olíulindum, að útvega sjálfum sér aðgang að ódýru eldsneyti. Og það gera þær flestar. En þetta er samt ósiður, því að olíu, sem seld er á kostnaðarverði heima fyrir, væri að öðrum kosti hægt að selja erlendis við hærra verði, þ.e. heimsmarkaðsverði. Orku- sala við kostnaðarverði heima fyrir frekar en við heimsmark- aðsverði jafngildir því niður- greiðslu eldsneytis. Ef karlarnir, sem róa til fiskjar snemma á morgnana frá Ægisíðunni í Reykjavík, seldu fiskinn á kostn- aðarverði, væru þeir að fleygja verðmætum. Þeir taka heldur heimsmarkaðsverð fyrir fisk- inn. Niðurgreiðsla eldsneytis í olíulöndum er hvorki réttlát né hagkvæm. Hún mismunar mönn- um af handahófi og sólundar verðmætum. Mismununin felst í því, að niðurgreiðsla eldsneytis bitnar á þeim, sem hefðu kosið að verja aðstoðinni öðruvísi, hefði hún t.d. verið reidd fram í reiðufé frekar en í fríðu. Sóunin felst í því, að niðurgreiðslan freistar manna til að brenna of miklu eldsneyti, þyngir umferð og mengar andrúmsloftið. Í Moskvu aka menn langar leiðir til þess eins að kaupa sér eldspýtur, svo að andrúmsloftið angar af ódýru bensíni: þeir láta eldavélarnar ganga á nóttunni, það tekur því ekki að slökkva, og annað er eftir því. Rússar eru samt að reyna að taka sig á: þeir eru að reyna að þoka innanlands- verði á olíu og bensíni upp á við til móts við heimsmarkaðsverð. Sádi-Arabar standa í svipuðum sporum og einnig Nígeríumenn. En bensín er eldfimt: lítils háttar hækkun bensínverðs í Nígeríu olli allsherjarverkfalli og uppþotum fyrir fáeinum árum, svo að ríkisstjórnin dró hækkunina til baka. Umferðin í Lagos, höfuðborg Nígeríu, er gríðarlega þung. Bílalestir á breiðum brautum haggast varla um háannatímann, enda þótt akreinarnar séu þrjár til hvorr- ar áttar (eða fjórar, þeir aka einnig á gangstéttunum). Aðlögun bensínverðs heima fyrir að heimsmarkaðsverði fel- ur í sér afnám óbeinnar niður- greiðslu á eldsneyti. Afnám nið- urgreiðslunnar kallar í reynd á bensíngjald til að færa verðið við dæluna nær heimsmarkaðs- verði. Ef tekjunum af bensín- gjaldinu er skilað til almenn- ings, t.d. með lækkun virðis- aukaskatts, þá víkur niður- greiðsla eldsneytis fyrir al- mennri niðurgreiðslu á neyzlu- vörum. Þessi lausn hefur þann kost, að hún mismunar mönnum ekki eftir því, hvort þeir brenna miklu bensíni eða ekki. Sé tekj- unum af gjaldinu heldur varið til að efla menntakerfið, þá víkur niðurgreiðsla eldsneytis fyrir auknum framlögum til mennta- mála. Sé tekjunum varið til heil- brigðismála, þá víkur niður- greiðsla eldsneytis fyrir meiri og betri heilbrigðisþjónustu og þannig áfram. Hyggileg málamiðlun myndi blanda saman ólíkum leiðum til að sætta ólík sjónarmið. Flestir kysu helzt, að bensín kostaði lít- ið, en menn vilja einnig meiri og betri almannaþjónustu, hreint loft og greiðar ökuleiðir. Heims- markaðsverð á eldsneyti dugir þó ekki til að eyða öllu kraðaki í umferðinni, enda er umferð stjórnað með gjaldheimtu t.d. í London og Singapúr. Niðurgreiðsla einstakra vöru- tegunda er ekki hagfelld aðferð til að hjálpa fátæku fólki. Það er alltaf hægt að finna greiðari – ódýrari! – leið að settu marki, einkum í gegnum almannatrygg- ingar og skattkerfið. Ríkisvaldið á ekki að skipta sér af verðlagn- ingu einstakra vörutegunda, því að þar er frjáls markaður á heimavelli. Þarna liggja yfir- burðir markaðsbúskapar um- fram aðra búskaparhætti. Bensínmarkaður í olíulöndum er ekki undanþeginn þessari reglu. Kostnaðurinn, sem lágt bensínverð í Lagos leggur á fólk- ið í borginni, er firnamikill, þeg- ar umferðartafir og tíminn, sem þær taka frá öðru gagnlegra at- hæfi, eru teknar með í reikning- inn. Þessu er hægt að breyta. Í Accra, höfuðborg Gönu, er bens- ín dýrara en í Lagos og umferðin mun greiðari. Auðvitað myndi hækkun bensínverðs í Lagos leggja auknar byrðar á suma. En þegar til lengdar lætur, myndi hærra bensínverð laða fólk til þess að vinna nær heimilum sín- um eða búa nær vinnustöðunum. Minna öngþveiti í umferðinni þýðir minni sóun, meiri hag- kvæmni, meiri viðskipti og meiri grósku í efnahagslífinu til langs tíma litið. Dýrt bensín er blessun, en þá þarf afraksturinn helzt að lenda hjá fólkinu sjálfu og ekki t.d. hjá óprúttnum olíu- félögum. ■ M argir hafa vafalaust varpað öndinni léttar síðdegis í gærþegar ljóst var að samningar höfðu náðist í langvinnrikennaradeilu. Þetta er ein harðvítugasta kjaradeila sem um getur á síðari árum hér á landi og þarf að leita langt aftur í tím- ann til að finna lengri og harðvítugri deilu. Kennarar fá væntanlega kjarabætur í þessum samningum, og það er ljóst að ekki þýðir að leggja fyrir þá nýjan samning nema þeir gefi þeim eitthvað meira í aðra hönd en miðlunartillaga sátta- semjara gerði ráð fyrir. Þótt nú hafi tekist samningar í deilunni er ekki þar með sagt að áhrif hennar tilheyri sögunni. Öðru nær. Áhrifin á börnin, foreldra, kennara og þjóðfélagið allt eiga eftir að segja til sín lengi. Hætt er við að los hafi komið á einhverja nem- endur í þessari nærri tveggja mánaða deilu og eiga fjölskyldur margra grunnskólabarna því ærið verk fyrir höndum við að koma skólagöngu og heimilishaldi aftur í fastan farveg. Þá er hætt við að kennarastéttin verði lengi að ná sér eftir hana, bæði fjárhags- lega, og eins varðandi samstöðu stéttarinnar. Hætt er við að brestir hafi komið víða í kennaralið í einstökum skólum þegar sumir mættu í vinnu í byrjun vikunnar en aðrir ekki . Sveitarfélögin hafa nú líklega tekið á sig meiri byrðar en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi samninga. Þau verða þá að mæta því með því að nýta útsvarsprósentuna til fulls, eða draga úr kostnaði við rekstur eða framkvæmdir. Eftir að forystusveit kennara varð ljóst að deilan yrði sett í gerðardóm með samþykkt laga frá Alþingi á laugardag, og kennar- ar voru búnir að jafna sig á lagasetningunni, hafa menn sest niður til að ákveða framhaldið. Í lögunum eru ákvæði um þensluáhrif samninganna, og þegar menn hafa farið að lesa á milli línanna í lagatextanum hafa þeir séð að betra var að semja en að láta gerð- ardóm ákveða kjörin. Þetta kom líka greinilega fram í viðtölum eftir undirritun. Þótt bein kauphækkun sé litlu meiri en í miðlun- artillögu sáttasemjara, sem kennarar felldu með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, er hætt við að einhverra þensluáhrifa geti gætt vegna þessara nýju samninga. Í almennu kjarasamningunum eru uppsagnarákvæði og svokölluð rauð strik næsta haust og haustið 2006 sem gæti reynt á þegar þar að kemur. Í lok þessara deilu hljóta menn að spyrja sig hvort ekki hafi verið að hægt að semja fyrr á þeim nótum sem nú hefur verið samið. Enn og aftur skal á það minnt að samningar voru lausir í vor, og lítið sem ekkert gerðist í allt sumar í samningamálum kennara. Það er gott að vera vitur eftir á, en nærri tveggja mán- aða verkfall kennara í upphafi skólaárs á 21. öldinni er nokkuð sem er algjörlega óviðunandi . Menn verða að taka höndum saman nú eftir lausn deilunnar og búa svo um hnútana að þetta endurtaki sig ekki. Grunnskólabörn á Íslandi eiga allt annað skilið en að lenda í svona hremmingum aftur. ■ 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Nær tveggja mánaða verkfall grunnskóla- kennara má ekki endurtaka sig Lok kennaradeilu FRÁ DEGI TIL DAGS Áhrifin á börnin, foreldra, kennara og þjóðfélagið allt eiga eftir að segja til sín lengi. Hætt er við að los hafi komið á einhverja nemendur í þessari nærri tveggja mánaða deilu. ,, Í DAG VERÐLAGNING Á BENSÍNI ÞORVALDUR GYLFASON Ríkisvaldið á ekki að skipta sér af verðlagningu einstakra vörutegunda, því að þar er frjáls markaður á heima- velli. Þarna liggja yfirburðir markaðsbúskapar umfram aðra búskaparhætti. ,, Hverafold 1-3, Torgið, Grafarvogi, sími 577 4949 Skipagötu 5, Akureyri, sími 466 3939 Athugið: Opið um helgina í Grafarvogi: lau kl. 11-16 og sun 13-15 Á morgun föstudaginn 19. nóvember breytum við dagatalinu og hefjum JANÚARÚTSÖLU mánuði fyrir jól! Allar vörur með 50% afslætti Vandaðar dragtir, kápur, peysur, buxur, toppar og pils Komið og gerið dúndurkaup - Geri aðrir betur Dýrt bensín er blessun Flokkarnir og peningarnir Þeir bjartsýnustu vonast til að olíu- hneykslið verði til þess að stjórnmála- flokkarnir hrekjist til að upplýsa um styrki sem þeir hafa þegið af hinum ýmsu fyrirtækjum. Rétt eins og þjóðin taldi sig alltaf vita af samráði olíufélag- anna telur þjóðin sig vita að flokkarnir hiki ekki við að greiða fyrir veitta þjón- ustu í beinhörðum peningum án þess að nótur eða annað sem þarf í bókhald fylgi með. Helgi Hjörvar alþingismaður vill að Ríkisendurskoðun kanni fjárreiður flokk- anna. Eflaust þarf mikinn þrýsting frá samfélaginu til að svo verði. Feluleikur Ekki er annað hægt en efast um flokk- ana meðan þeir vilja ekki opna bók- hald sitt og fræða þjóðina um hvaða fyrirtæki styrkja þá og um hversu mikið. Einn af hugmyndafræðingum Sjálf- stæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, notaði titilinn Hádegis- verðurinn er aldrei ókeypis á eina af sínum bókum. Gömul sannindi og ný. Peningarnir og flokkarnir Ekkert er aulalegra en að stjórnmála- flokkar liggi undir ámæli um að hafa greitt kosningabaráttu og annað starf með peningum þeirra sem nú hafa ját- að að hafa haft rangt við í áraraðir. Olíufélögin hafa játað sekt, þau hafa líka játað að hafa styrkt flokkana en vilja að flokkarnir sjálfir skýri frá hversu mikið þeir hafa fengið af pen- ingum og hvenær. Kannski tekst flokkunum með samráð- um, viljandi eða óviljandi, að þegja mál- ið í hel. Ef allt er í lagi, er þá ekki best að opinbera það? sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS 24-25 Leiðari 17.11.2004 20.12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.