Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 46
Þ að virðist hafa myndast hefð fyrir því innan knattspyrnuhreyfingarinnar að menn séu lengi við völd og Eggert viður- kennir sjálfur að stundum sitji menn lengur en þeim er kannski hollt. Brasilíu- maðurinn Joao Havalange var forseti Al- þjóða knattspyrnusambandsins í 24 ár, Svíinn Lenn- art Johansson hefur verið formaður Knattspyrnusam- bands Evrópu síðan 1990, Eggert sjálfur hefur ráðið í fimmtán ár hjá KSÍ og á undan honum réð Ellert B. Schram ríkjum hjá sambandinu í sextán ár. Ekki eilífur í embætti Aðspurður af hverju menn sætu svo lengi á valdastól- um og stundum kannski lengur en góðu hófi gegndi segir Eggert að mikil valdabarátta einkenndi oft á tíð- um starf stóru knattspyrnuhreyfinganna. „Það var mikil valdabarátta þegar Havalange tók við hjá Al- þjóða knattspyrnusambandinu og ekki síður þegar Johansson tók við hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það tekur oft á tíðum langan tíma fyrir menn að kom- ast til áhrifa hjá þessum samböndum og þegar þeir komast loks til valda þá eru þeir komnir af besta aldri og sitja þeir nánast þar til að yfir lýkur. Ég var reynd- ar þeirrar gæfu aðnjótandi að koma frekar ungur inn sem formaður KSÍ [42 ára, innsk. blm] og það hafa orðið miklar breytingar á þeim tíma sem ég hef verið í forystu fyrir sambandið. Ég er auðvitað ekki eilífur í þessu embætti og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að vera lengi en ég er ákveðinn í því að sjá Laugardals- völlinn verða að alvöruleikvangi með boðlega aðstöðu fyrir áhorfendur. Við fórum í fyrsta áfangann árið 1996 þegar nýja stúkan var byggð og á næsta ári er stefnt að því að bæta þrjú þúsund sætum við og gera salernisaðstöðu og aðgengi áhorfenda mönnum bjóð- andi. Ég kvíði því hins vegar ekki að stíga niður því að ég veit að hreyfingin á fullt af góðum mönnum sem geta tekið við,“ segir Eggert sem neitar því að hann hafi áhuga á að taka við sem formaður Knattspyrnu- sambands Evrópu þegar Lennart Johansson hættir eftir tvö ár. „Ég hef ekki leitt hugann að því og sækist ekki eft- ir því. Það eru engar líkur á að næsti formaður komi frá Norðurlöndunum heldur þykir mér líklegra, og tel það reyndar æskilegt, að hann komi frá stóru þjóðun- um. Þar er helst verið að horfa til Þjóðverjans Franz Beckenbauer og Frakkans Michel Platini. Báðir eru þeir afbragðsmenn sem ég þekki vel og ég held að það væri gott fyrir sambandið að fá gamla knattspyrnu- hetju í forystusætið,“ segir Eggert. Eggert var kjörinn í framkvæmdanefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu árið 2001 og rennur fjögurra ára kjörtímabil hans út næsta vor. Hann segist að- spurður ekki vera viss um hvort hann haldi áfram þótt starfið sé feikilega skemmtilegt. Málsvari minni þjóðanna „Það eru forréttindi fyrir fótboltafíkil eins og mig að fá að sjá marga af bestu leikjunum í toppsætum. Það er líka frábært að hafa tækifæri til að beita áhrifum sínum til að bæta knattspyrnuna í Evrópu. Ég lít á mig sem málsvara minni þjóðanna í nefndinni og hef alla tíð lagt mikla áherslu á að öllu sé útdeilt jafnt. Ég hef barist hatrammlega gegn yfirgangi stóru liðanna í Evrópu [hinum svokallaða G 14 hópi sem sam- anstendur af átján stærstu liðum Evrópu] en þeir hafa alltaf viljað stærri og stærri hluta af kökunni. Það bitnar á litlu löndunum og litlu liðunum og það finnst mér einfaldlega ekki ganga. Fyrr ligg ég dauður en að þessi hópur fái meiri pening heldur en raunin er í dag,“ segir Eggert og lemur í stólinn máli sínu til stuðnings. „Síðan má ekki gleyma að ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í því í síðustu viku að koma því til leið- ar að gervigras er orðið löglegt sem keppnisundirlag. Þetta á eftir að skipta gríðarlegu máli fyrir lið í norð- anverðri Evrópu. Með þessari samþykkt eiga fram- leiðendur gervigrass eftir að leggja mun meiri pening í þróun og ég er ekki í vafa um að þessir vellir eiga eft- ir að standa jafnfætis grasvöllum í framtíðinni. Ég sé fyrir mér að öll félög í Landsbankadeildinni verði komin með svona velli eftir fjögur til fimm ár og trúi einfaldlega ekki öðru en að hvert og eitt bæjarfélag styðji liðin í því að koma sér upp gervigrasvöllum. Þau þurfa að eyða peningum í að byggja upp áhorfenda- aðstöðu til að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ og þau hljóta að vilja fá betri nýtingu á vellina heldur en nú er. Ef ekkert gerist í landi eins og Íslandi þá var þessi samþykkt tilgangslaus og það myndi ég harma.“ Eggert segist ekki geta sagt til hvort eða hvenær gervigras yrði sett á Laugardalsvöllinn því það væri hreinlega ekki í höndum KSÍ að ákveða það. „Reykja- víkurborg á völlinn og það er ekkert gert nema með leyfi þeirra sem stjórna þar. Þetta er heldur ekki ein- falt mál því að ef gervigras yrði sett á völlinn yrði jafn- framt að vera búið að gera ráðstafanir fyrir frjáls- íþróttafólk sem myndi ekki lengur geta keppt á vellin- um. Þetta er því flókið og ég lít á það sem seinni tíma mál. Aðalmálið núna er að stækka völlinn.“ Starf Eggerts fyrir Knattspyrnusamband Evrópu útheimtir mikil ferðalög og telst Eggerti til að hann sé að jafnaði erlendis um 120 daga á ári. Aðspurður hvort konan hans sé ekki orðin þreytt á þessum enda- lausa þvælingi segir Eggert að hún sýni starfi hans mikinn skilning. „Við reynum að fara saman í lengri ferðir en þegar um stuttar fundarferðir er að ræða þá er hún heima og sinnir barnabörnunum. Hún hefur mikinn áhuga á fótbolta og styður heilshugar við bak- ið á mér.“ Flott kosning Það segir sig sjálft að menn komast ekki í þá stöðu sem Eggert er í dag fyrir tilviljun og hann segir að það hafi ekki verið létt verk að komast í framkvæmda- nefndina. „Hlutirnir æxluðust þannig að ég seldi fyr- irtækið mitt árið 2000 og hafði allt í einu nægan tíma. Ég vissi að írskur nefndarmaður var að hætta og ákvað eina nóttina að athuga hvort ég ætti raunverulegan möguleika á því að komast inn. Ég talaði strax við for- menn knattspyrnusambandanna á hinum Norður- löndunum, fékk stuðning frá þeim og eftir að ég hafði talað við fleiri aðila, meðal annars Skota, Englendinga og Íra þá ákvað ég að gefa kost á mér. Ég komst síð- an inn í fyrstu kosningu sem var frábært en ég hefði ekki átt möguleika nema af því að ég var búinn að vera formaður KSÍ í tíu ár. Þegar kemur að litlu þjóðunum í kosningu sem þessari þá eru það mennirnir sem skipta máli á meðan stóru þjóðirnar fá sína menn inn svo lengi sem þeir eru í þokkalegu lagi. Ég er ekki vafa um að seta í mín í nefndinni hefur skilað miklu til ís- lenskrar knattspyrnu og ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Ekki ásættanlegur árangur Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur fallið um 32 sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins á þessu ári, mest allra liða í heiminum og er í 90. sæti eins og sakir standa. Liðið hefur leikið níu landsleiki á árinu, unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað sex leikj- um og aðspurður segir Eggert það ekki ásættanlegt. „Þetta er ekki ásættanlegur árangur og ég held að allir, hvort heldur sem það eru forsvarsmenn sam- bandsins, þjálfararnir, leikmenn eða áhugamenn um íslenskan fótbolta, séu ekki sáttir við þetta. Það er auðvitað bara eitt í stöðunni og það er að hysja upp um sig buxurnar og ná betri árangri á næsta ári. Ég held að það séu ýmsar ástæður fyrir þessu gengi og ein er sú að menn hafa kannski á einhverjum tímapunkti talið að við værum aðeins betri en við í raun og veru erum og farið aðeins fram úr sjálfum sér. Ég held að þar spili Ítalíuleikurinn stórt hlutverk en eftir sigur í þeim leik urðu menn stórir með sig og fóru að hleypa liðinu framar á völlinn en ráðlegt var. Ég held að gamla sagan um að ef Ísland á að ná árangri í alþjóða- fótbolta þá verði vörnin að vera í lagi, sé enn í gildi. Við höfum fengið á okkur alltof mörg mörk og sumir segja að við spilum vitlausa varnaraðferð. Það er þjálf- aranna að finna úr úr því og ég hef fulla trú á Ásgeiri og Loga. Þeir hafa nokkra mánuði til að koma liðinu aftur á ról og vonandi nýta þeir tímann vel. Það má síðan ekki gleyma því að ákveðnir leikmenn liðsins hafa hreinlega ekki verið í sama forminu og þeir voru á sama tíma í fyrra. Ég vil ekki nefna nein nöfn í því sambandi en það hefur verið greinilegt. Við eigum ekki það marga toppleikmenn að við megum við því að lykilmenn séu ekki í sínu besta formi ef liðið ætlar að ná árangri.“ Nokkuð hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálf- aranna Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar í kjölfar þessa lélega gengis en Eggert segir þá hafa fullt traust leikmanna og forystu KSÍ. „Það hefur aldrei hvarflað að okkur að láta þá fara. Þeir voru ráðnir til að stýra liðinu út þessa undankeppni og þeir munu gera það. Þeir hafa sýnt það áður að þeir geta gert góða hluti með liðið og ég hef fulla trú á þeim.“ Ekki grundvöllur fyrir fjölgun liða Mikið hefur verið rætt og ritað um fjölgun liða í efstu deild úr tíu í tólf. Þjálfarar og leikmenn virðast vera á einu máli um að það sé rétt að fjölga liðum en Eggert er algjörlega á öndverðum meiði. „Ein af grunnforsendum þess að hægt sé að fjölga liðum í deildinni er að fá gervigras á alla velli til að hægt sé að lengja tímabilið. Síðan er annað sem er mjög mikilvægt og ég held að menn fari stundum fram úr sér þegar talað er um að fjölga liðum í efstu deild og það er hinn fjárhagslegi grundvöllur og hinn knattspyrnulegi grundvöllur. Ég leyfi mér að efast og tel reyndar að fjarhagslegur grundvöllur sé ekki til staðar því að þessum tíu liðum sem eru í deildinni veitir ekki af þeim fjármunum sem nú eru til skipt- anna. Ef liðunum fjölgar þá verður einfaldlega minna fjármagn fyrir hvert lið og það held ég að væri glapræði. Sjónvarpstekjurnar aukast ekki og síðan verða menn að spyrja sig að því hvort jafn lítið land og Ísland hafi knattspyrnulegt bolmagn til að halda úti tólf liða deild. Það hefur verið tilhneigingin í löndun- um í kringum okkur að fækka liðum frekar en fjölga þeim í efstu deild og af hverju ættum við að fara í öf- uga átt?“ Vona að ég verði dæmdur af verðleikum Eggert Magnússon hefur verið umdeildur maður síð- an hann tók við formennsku hjá KSÍ. Það er sjaldnast logn í kringum hann og ýmsir hafa horn í síðu hans. Menn saka hann um einræðistilburði en Eggert segir sjálfur að það sé ekkert gaman ef allt er með kyrrum kjörum. „Ef enginn gagnrýnir mig þá finnst mér ég ekki vera að gera neitt. Ég tek gagnrýni vel, hún er hluti af þessu öllu og ég er þess fullviss að ég hef unn- ið gott starf fyrir knattspyrnuna á Íslandi. Það sést kannski ekki endilega í dag en ég vona að ég verði dæmdur af verðleikum þegar ég hætti – ég fer ekki fram á annað.“ ● F2 12 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er valdamesti maðurinn í íslenskum knattspyrnuheimi og einn sá valdamesti í íslensku íþróttalífi. Hann ræður ríkjum í stærsta og ríkasta sérsambandinu og á auk þess sæti í þrettán manna framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu. Eggert hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands síðan 1989, í heil fimmtán ár, og fátt virðist benda til þess að hann láti af störfum á næstunni. Óskar Hrafn Þorvaldsson settist niður með Eggerti og ræddi við hann um starfið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, landsliðið, framtíð Laugardalsvallar og ýmislegt fleira. LJÓSMYND/TEITUR/HARI Forréttindi fyrir fótboltafíkil 12-13-F2 17.11.2004 13:05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.