Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 58
Fimmtudagur... ...útgáfutónleikar ísfirska tónlistar- mannsins Mugisons verða á Nasa í kvöld. Mugison hefur sannarlega sleg- ið í gegn og hefur nýjustu plötu hans, Mugimama Is This Monkey Music?, jafnvel verið lýst sem plötu ársins. Eiríkur Örn Norðdahl mun hita upp og er aðgangseyrir 350 krónur. ...fyrir þá sem vilja kíkja á annars kon- ar tónleika má benda á Garðatorg í Garðabæ. Þar munu koma saman landsþekktir tónlistarmenn úr Garða- bæ og ná- grannabyggð- um. Tónleik- arnir bera nafnið Tónlist- arveisla í skamm- deginu og þar koma fram Helgi Pétursson, Ragn- heiður Gröndal og Björn Thorodd- sen ásamt hljómsveit. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og hefjast þeir klukkan 21.00. Föstudagur... ...Fólk með augum Ara nefnist áhuga- verð ljósmyndasýning sem fréttamað- urinn Ari Sigvaldason opnar í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Myndir Ara eru mannlífsmyndir af götunni, teknar víðsvegar um heiminn á árunum 1988 til 2004. Þær eru skyndimyndir að því leyti að þær eru teknar án alls undirbúnings og oft á tíðum einskonar laumumyndir þar sem viðfangsefnin vissu fæst af því að verið var að mynda þau. Sýningin opnar klukkan 20.00 og stendur til 9. janúar. ...Hörður Torfason er nýkominn úr árlegri tónleikaferð sinni um landið og ætlar að ljúka hringferðinni með tón- leikum í Salnum Kópavogi. Hörður hefur um langt skeið haft sérstöðu í ís- lensku tónlistarlífi eða allt frá því hann hóf feril sinn sem söngvaskáld um 1970. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Laugardagur... ...á laugardag er ekki úr vegi að fara á risarokkveislu í reiðhöllinni Ölfushöll. Rjóminn af íslenskum rokksveitum kemur þar fram og má þar meðal ann- ars nefna Mínus, Brain Police, Jan Mayen, Hoffman, Solid I.V. og Per- fect Disorder. Margar sveitanna eru nýbúnar að senda frá sér skífu og það er fátt sem jafnast á við rokkfestival á Suðurlandi. Sætaferðir verða frá Ork- unni, við Miklubraut, frá Hvolsvelli og Hellu klukkan 20.00. Tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 20.00 og er ald- urstakmark 18 ára. ...fyrir þá sem eru lítið fyrir rokkið og landsbyggðina er ekki úr vegi að kíkja á tónleika Mezzoforte og kórs Langholtskirkju. Flutt verður verkið Kaleidscope eftir Árna Egilsson sem hann samdi sérstaklega fyrir bestu „jazzfusion“ hljómsveit heims að hans mati. Árni Egilsson hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld og er einn af virtustu leiguspilurum í Los Angeles. Tónleikarnir hefjast F2 24 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Mugison með töfrabrögð Tónlistarmaðurinn Mugison, eða Örn Elías Guðmundsson einsog hann heitir réttu nafni, verður með útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Mugison er að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Mugimama Is This Monkey Music?, sem hefur fengið frábæra dóma. Plötunni hefur jafnvel verið lýst sem bestu íslensku plötu ársins. Mugison hefur gert víðreist síðustu daga til að kynna plötuna sína. Hann lék meðal annars á Ísafirði um síðustu helgi og á Austur- landi fyrr í vikunni. „Kannski verð ég bara einn á sviðinu á Nasa og sýni jafnvel töfra- brögð – verð með kanínur í kassa,“ segir Mugison sem býst þó við að kærastan hans, Rúna Esradóttir, muni stökkva upp úr kassan- um. „Annars kemur það bara í ljós þegar nær dregur. Ég er svona „last minute“ maður. Það gerist allt korteri fyrir tónleika og jafnvel bara á sviðinu.“ Eiríkur Örn Norðdahl mun hita upp en að sögn Mugison er hann hæsta skáld landsins. Aðgangseyrir er aðeins 350 krónur. Bíó ... Jólamyndin Bad Santa með Billy Bob Thornton í að- a l h l u t v e r k i verður frum- sýnd hér á landi á f i m m t u d a g . Myndin fjallar um hinn kald- hæðna og drykkfellda Willie T. Stok- es (Thornton) sem leikur jólasvein- inn á hverju ári í stórmörkuðum. Á hann jafnan mjög erfitt með að gleðja litlu börnin. Undir hvíta skegginu er einnig ræningi sem fremur eitt rán á ári; alltaf á að- fangadagskvöld. Stokes og hinir óprúttnu félagar hans lenda aftur á móti í meiri vandræðum en þeir bjuggust við í þetta sinn. Leikstjóri Terry Zwigoff sem sló í gegn með myndinni Ghost World. Leikarar Billy Bob Thornton, John Ritter, Bernie Mac, Lauren Graham og Brett Kelly. Orðspor Hin fínasta glæpagaman- mynd, sem er nokkurs konar blanda af The Grinch og Scrooge. Svartur húmor og mikið stuð. Þess má geta að þetta var síðasta kvikmynd John Ritt- er áður en hann lést. Bíó ...þeir sem vilja ekki svartan jólahúmor eins og þann sem er að finna í Bad Santa er bent á gaman- m y n d i n a Bridget Jones: Edge of Rea- son. Um er að ræða framhald hinnar vinsælu bresku myndar Bridget Jones – Diary sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Í þessari mynd eru komnir brestir í samband hennar við Darcy. Á sama tíma kemur aftur til sögunnar fyrr- um ástmaður hennar, Daniel Clea- ver, sem ruglar hana enn frekar í kollinum. Leikstjóri Beeban Kidron. Hefur áður leikstýrt Used People og To Wong Foo, Thanks For Everything! Julie Newmar. Leikarar Renée Zellweger, Hugh Grant, Gemma Jones og Colin Firth. Orðspor Zellweger stendur sig vel í hlutverki Bridget Jones en myndin er ekki sögð eins heillandi og sú fyrri. Handritið virðist ekki hafa hitt nógu vel í mark. Ágætis gamanmynd engu að síður. 3 dagar...                                           !" #$%&'   ()*++%  ,-.   /0  1  23' ,-.   1  4!5' ,-.   6   '  78+)%+))  9 7:  2  7' ;:2 < /0  4!5 23.36 1  '    !"#$%%%& $& ()* +  ,-,  24-25-F2 17.11.2004 13:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.