Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 7
Kimmtudagur (1. desember 1973. TiMINN 7 Skjaldborg gefur út bækur norðlenzkra höfunda Rætt við Svavar Ottesen um prentsmiðjurekstur og bókaútgófu ALLMIKIL blaða- og bókaútgáfa hefur lengi verið á Akureyri i sambandi við tvær bóka- og blaðaprent- smiðjur. Þessi fyrirtæki eru: Prentsmiðja Björns Jónsson- ar og Bókaútgáfan Skjaldborg, sem þeir eiga og reka Svavar Ottesen og Haraldur Ásgeirsson prent- arar, og svo Prentverk Odds Björnssonar og Bóka- forlag Odds Björnssonar i eigu Sigurðar 0. Björns- sonar og fleiri. En auk framangreindra aöila hefur Bókaverzlunin Edda á Akureyri gefið út talsvert margar bækur og Fagrahlið hin allra siðustu ár. Viðtal blaðsins við Svavar Otte- sen, annan eiganda að Prent- smiðju Björns Jónssonar og Bókaútgáfunni Skjaldborg fer hér á eftir. ■ Hve lengi hafið þið félagar rek- ið prentsmiðju og bókaútgáfu hér I Skjaldborg? Það er rúm fimm ár síðan við byrjuðum og tókum við þá Prent- smiðju Björns Jónssonar á leigu og rákum hana þannig i tvö ár. En þá keyptum við prentsmiðj- una og byrjuðum þá jafnframt að gefa út bækur og höfum haldið þvi áfram. Höfum við nú gefið úr 26 bókartitla, en á þessu ári eru bækurnar sjö talsins. ■ Hvað viltu segja um prent- smiðjureksturinn i þessu merka húsi, sem Urigmennafélag Akur- eyrar og templarar byggðu á sin- um tima? Reksturinn hjá okkur hefur aukizt ár frá ári og við höfum jafnframt aukið vélakostinn um helming og endurnýjað annað. Munar þar mestu kaup okkar á vélum Prentstofu Varða hér á Akeyri. En meðal véla þaðan er fyrirsagnarvél (lodlow), sem er sú eina hér á Norðurlandi og er mjög gott tæki. Þetta hefur raunar veriðsjálfsagður hlutur af þvi verkefnin hafa aukizt svo ört hjá okkur, og við gátum ekki mætt þvi á annan hátt en með þvi að auka vélakostinn og endur- bæta og auka viö starfsliðið. Við prentum nú öll blöð bæjar- ins nema Dag. Og þótt Dagur sé „mitt blað”, og blað þess flokks, sem ég hef starfað i um nær tveggja áratuga skeið, er sam- starfið, við forsvarsmenn þeirra blaða, sem við prentum, mjög ánægjulegt og hefur aldrei hlaup- ið snurða á þráöinn, og ég hef eignazt marga góða kunningja gegn um þessi viðskipti við Akur- eyrarblöðin. ■ Þið getið nú tekið að ykkur fjöl- breyttari prentun en fyrr? Já, með þeim vélakosti, sem við höfum nú, tökum við að okkur hvers konar prentun, m.a. litprentun og erum við þvi orðnir vel samkeppnisfærir við aðrar prentsmiðjur, en svo var ekki er við hófum reksturinn. ■ Er þetta gamla og góða hús- næði ungmennafélaganna ekki orðið heldur litið fyrir ykkur? Það er skemmst frá þvi að sgja, að gamla Skjaldborg, þetta góða og kunna hús, er þegar orðið allt of litið fyrir allt það starf, sem við þurfum að láta fara fram, bæði við prentun og bókband. Ég hef þegar lagt nokkuð af ibúðarhúsi minu i Brekkugötu 8 undir starf- semina og verður svo fram undir jólin, á meðan mest er að gera. Heima hjá mér er unnið að kápu- setningu og pökkun á bókum. Þetta er auðvitað dálitið óþægi- legt og var nú aldrei ætlunin að fara með þetta inn á heimili okk- ar. Við sjáum fram á það, að það sem háir vexti og viðgangi prent- smiðju okkar og útgáfustarfsemi, er hið takmarkaða húsnæði þvi að nú getum við ekki bætt þar við fleiri vélum, hve fegnir sem við vildum. Hljótum við þvi i fullri al- vöru að hyggja að þvi, hvernig við leysum húsnæðismálin. Auk þess er Skjaldborg byggð fyrir allt aðra starfsemi og þvi ekki hent- ugt prentsmiðjuhús, með starf- semi á þrem hæðum. ■ Þið hafið sérstaka bókbands- deild? t sambandi við bókaútgáfuna Kirikur Sigurðsson. höfundur bókarinnar Ræningjar i Æðey. Jórunn Olafsdóttir, höfundur hókarinnar Bcitilyng. U yi J________JL23HÍ j Svavar Ottesen, annar af eigendum Skjaldhorgar s.f. 1 bakgrunni nokkrar af útgáfuhókum Skjaldborgar. Starfslið í bókbandi Skjaldborgar s.f. Þórarinn Loftsson bókbandsmeistari fyrir miðju. Krlingur Daviðsson, höfiindur Indriði (ilfsson, höfundur bókar- bókarinnar Aldnir liafa orðið. innar Kalli kaldi. Tryggvi Þorsteinsson. höfundur hókarinnar Varðeldasögur. viðövil ég l'yrst geta þess, að þeg- ar við tókum við rekstri prent- smiðjunnar, voru aðeins til ól'ull- komin tæki til bókbands, svo að við urðum að lála binda lyrstu hækurnar okkar suður i Reykja- vik. En það var eitt af okkar fyrstu verkum að bæta úr þessu og kaupa ný bókbandstæki. Við bindum nú bækur okkar sjálfir og vcitir liórarinn Loflsson bók- bandinu forstöðu. ■ Hve margir vinna hjá ykkur? Hjá okkur vinna tiu fastráðnir, fyrir utan okkur Harald, sem skilum oftast fullum vinnudegi, auk þess að stjórna fyrirtækinu og bera á þvi fulla ábyrgð, bæði fjárhagslega og aðra. En núna fyrir jólin vinna hjá okkur 18 manns vegna anna við bókaútgáf- una. Við erum ánægðir yfirþvi að geta veitt þessu fólki vinnu. En það er stefna okkar i útgáfustarf- seminni, að gela út norðlenzkar bækur öðrum fremur. Okkur virðist svo, að Norðlendingar séu ekki siður ritfærir en aðrir, þótt þeim virðist litt hampað af bók- menntagagnrýnendum syðra. Við erum ánægðir yfir þvi, að hafa greitt tiu Norðlendingum höfundarlaun og prentað og gefið út bækur þeir’ra að öllu leyti. Rithöfundar, þýðendur, prentar- ar og bókbandafólk vinna þessar bækur að íullu og öllu. Reynslan hefur svo orðið sú, að bækurnar seljast vel, mest á Akureyri, en að öðru leyti jafnt um land allt, svo að reynsla okkar af norð- lenzku efni er þegar svo góð, að við munum halda þessu áfram eftir beztu getu. Kg get tekið sem dæmi bókina „Aldnir hafa orð- ið”, fyrsta bindi, eftir Erling Daviðsson riistjóra. Hún seldist upp hjá okkur fyrir jólin i fyrra og við endurprentuðum hana eftir áramótin. Einnig vil ég nefna ,,Kalla kalda”, eftir Indriða (Jlfs- son skólastjóra, bók, sem er löngu uppseld, en komum að bókunum siðar. ■ Við erum þvi bjartáynir, nú I byrjun bókavertiðar, á aö bókum okkar verði vel tekiö, af almenn- ingi, og framlag okkar Akureyr- inga verði ekki sniðgengið i bókabúðum landsins. Það kemur svo I ljós um áramótin hvort við höfum verið of bjartsýnir. Vignir Uuömuiidsxoii, höfundur bókariniiiir llesturinii þinn. ■ Villu nú ekki kynna nýju bækurnar ykkar i stuttu máli? Við gefum út sjö bækur að þessu sinni. Fyrst vil ég nefna bókina Alilnir hafa oröið.Þetta er annað bindið i þessum bókar- flokki, en bæði bindin skráði Erlingur Daviðsson ritstjóri. Krásagnarmenn i þessu nýja bindi eru: Anna Einarsdóttir, i Auðbrekku i Hörgárdal, Baldur Eiriksson, skrifstofumaður á Akureyri, kunnur undir dulnefn- inu Dvergur, Tryggvi Þorsteins- son, skólastjóri og skátaforingi á Akureyri, Oddur Kristjánsson frá Glæsibæ, kunnur söng- og gleöi- maður, nú dáinn i hárri eili, Stefán Jónasson, útgerðarmaður á Akureyri, oft kenndur við Knararberg, þar sem hann var bóndi um skeið, Jón Norðmann Jónaasson bóndi og fræðimaður á Selnesi og Sigurður P. Jónsson, fyrrum kaupmaður á Dalvik. Fyrra bindið, sem seldist upp i fyrra, hefur nú verið prentaö að nýju, svo bæði bindin verða fáan- leg nú. Ljóðabókin Beitilyng eftir Jór- unni Olafsdóttur, frá Sörlastöðum er nýlega komin á bókamarkað- inn og hefur hlotið góða dóma. Varðeldasögur Tryggva Þor- steinssonar skólastjóra eru ný- komnar út og er það fyrsta bók hans og skrifuð fyrir vaska drengi, einkum skáta, svo sem nafn bókarinnar ber með sér. Ilesturinn þinn er bók eftir Vigni Guðmundsson og er hún frásagniraf ferðalögum, göngum og réttum auk viðtala við ýmsa kunna hestamenn. Hún er prýdd mörgum skemmtilegum mynd- um. Svo hugsum við mikið um ungu kynslóðina. Meðal banrabókanna er sagan Ræningjar i Æöey eftir Erik Sigurðsson fyrrum skóla- stjóra, Kalii kaldi og landnemar á Drangancsieftir Indriða Ólafsson skólastjóra, en þeir eru báðir kunnir barnabókahöfundar og svo er enn ein Kölubók i þýðingu Magnúsar Kristinssonar mennta- skólakennara. Þessi bók heitir: Káta verður fræg og er þriðja Kátubókin. En þær bækur hafa náð miklum vinsældum, eins og aðrar barnabækur okkar, segir Svavar Ottesen að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.