Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 74
Krónuandstæðingur í lið Geirs Ýmsum þykir athyglisvert að Þorsteinn Þorgeirsson skuli hafi verið ráðinn eftirmaður Bolla Þórs Bolla- sonar sem yfirmaður efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þorsteinn þykir fær hagfræðingur og hefur mikla reynslu, hefur meðal annars unnið fyrir OECD. Efasemdir eru ekki um færni hans sem hagfræðings. Hitt þykir þó athyglisvert að Þor- steinn hefur verið ákafur talsmaður þátttöku Íslendinga í Evrópusam- bandinu. Ekki síst hefur hann fært sannfærandi rök fyrir því að upptaka evru myndi verða til góðs fyrir þjóðina. Þykir því mörgum val hans í embættið benda til þess að Evrópusinnar inn- an Sjálfstæðisflokksins séu að safna í vopnabúr sitt. Ljóst er að Þorsteinn þekkir öll rök sem máli skipta fyrir því að taka upp evru og leggja niður krónuna. Nokkrir fúlir Lokað útboð Íslandsbanka vegna kaupa á norska BNbank heppnaðist ljómandi vel. Umframeftirspurn var í útboðinu. Kurr er meðal þeirra sem báru skarðan hlut frá borði. Dæmi eru um að fjárfestar hafi fengið fimm prósent af því sem beðið var um. Bankinn áskildi sér rétt til að taka tilboðum frá þeim sem líklegastir væru til að ætla að tilheyra hlut- hafahópnum til langs tíma. Meðal þeirra var bankaráðsmaðurinn Róbert Melax sem keypti fyrir milljarð. Þeir sem ekki fengu nægju sína telja þó að ekki hafi síður ráðið að Róbert fylgir Karli Wernerssyni að málum í bankaráðinu og því hafi sú blokk verið að styrkja stöðu sína í út- boðinu. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3415 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 181 Velta: 2.094 milljónir +0,25% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hagnaður Austurbakka á þriðja ársfjórðungi var 8,8 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þó sé ekki útlit fyrir rekstr- arafgang á þessu ári. Bréf í deCode hafa sveiflast í kringum sjö dala markið á síðustu dögum. Í upphafi árs var gengi bréfanna ríflega átta en hæst fór það í 13,20 dali í lok febrúar. Gott gengi hefur verið á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum síðustu vikur og er Dow Jones vísi- talan nálægt þriggja ára hámarki um þessar mundir. Magnús Kristinsson útgerðar- maður jók enn hlut sinn í Straumi í gær. Smáey, félag í hans eigu, keypti 57 milljón hluti á genginu 9,15. 30 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Starfsumhverfi og kröfur til stjórna lífeyrissjóða eru svip- uð hér og í nágrannalönd- unum. Tryggvi Þór Her- bertsson telur að herða megi kröfur um að ákveðin þekk- ing sé til staðar innan stjórn- anna. Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerf- ið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. Tryggvi vann skýrslu um stjórnun lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Þar ber hann stjórnkerfið í íslensku lífeyrissjóðunum saman við það sem gerist á hinum Norðurlönd- unum, Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að í stærstum dráttum eru reglur og starfsvenjur sambærilegar við það sem gerist í samanburðar- löndunum. „Það eru ekki meiri eða minni kröfur gerðar til stjórnarmanna hér en annars staðar og þar sem eru starfsgreinalífeyrissjóðir eins og er hér á Íslandi þá er það yfir- leitt þannig að samtök atvinnu- rekenda og launþega skipta með sér stjórninni,“ segir Tryggvi. Í skýrslu sinni bendir Tryggvi á þann vanda sem skapast getur í stjórnun lífeyrissjóða starfs- greina þegar bæði stjórnendur og starfsmenn vilja að lífeyrissjóður fjárfesti í fyrirtækjum innan greinarinnar sem eiga í rekstrar- erfiðleikum. Þetta þykir bæði stjórnendum og starfsmönnum tryggja hagsmuni sína til skamms tíma en með slíkum ákvörðunum er gjarnan horfið af þeirri braut að tryggja sem besta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Tryggvi segir að lífeyrissjóðir komist ekki upp með slíkar ákvarðanir nú til dags á Íslandi. „Menn komast ekki upp með þetta. Fjármáleftirlitið hefur mjög gott og virkt eftirlit með þessu,“ segir hann. Í Hollandi hefur löggjafinn gert kröfu um að í stjórnum líf- eyrissjóða sé til staðar lágmarks- þekking á ýmsum sviðum sem snerta ákvarðanatöku. Hér á landi eru engar slíkar reglur í gildi en Tryggvi telur rök fyrir því að herða megi kröfur til þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða. „Mér finnst að með flóknara fjármálaumhverfi þá sé æskilegt að við gerum einhverjar frekari kröfur um að stjórnir lífeyris- sjóða hafi samanlagða þekkingu sem nær yfir þetta. Þar er ég að tala um lagalega þekkingu, fjár- málaþekkingu og fleira í þeim dúr. Það þurfa ekki allir stjórnar- menn að hafa slíka þekkingu en hún þarf að vera til staðar,“ segir Tryggvi. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 -0,20% ... Bakkavör 23,40 -0,85% ... Burðarás 11,90 -0,42% ... Atorka 5,40 +0,56% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,60 +0,87% ... KB banki 451,50 +0,33% ... Landsbankinn 11,90 +1,71% ... Marel 54,70 - ... Medcare 6,10 - ... Og fjarskipti 3,20 -4,48% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 12,80 -0,78% ... Straumur 9,15 - ... Össur 84,00 -0,59% Svipað umhverfi Síminn 1,85% Landsbankinn 1,71% Tryggingarmiðstöðin 0,95% Og fjarskipti -4,48% SS -3,33% Kögun -1,06% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Ólíklegt að aðrir keppi Vonir Norðmanna um að Íslandsbanki fái keppinauta við kaup á BNbank fara dvínandi. Spákaupmenn veðja enn á hærra boð. Fyrstu viðbrögð norskra fjölmiðla við kaupum Íslandsbanka á BN- bank í Noregi voru tortryggni um að verðið sem Íslandsbanki bauð væri nógu hátt. Norskir fjölmiðlar gerðu því skóna að hugsanlega væru aðrir til að bjóða hærra verð fyrir norska bankann. Meðal þeirra sem nefndir voru sem hugsanleg- ir kaupendur voru KB banki og Danske bank. Hvorugur þessara banka vill kannast við áhuga á BNbank. Þessar vangaveltur urðu til þess að bréf bankans hækkuðu á markaði þegar spákaupmenn veðjuðu á að tilboð í bankann myndi hækka. Nú ríkir meiri óvissa um framhaldið og norskir fjölmiðlar hafa það eftir sérfræð- ingum að líklegast sé að aðrir en Íslandsbanki verði ekki til þess að bjóða í bankann. Verð bankans á markaði er enn hærra en tilboð Ís- landsbanka hljóðar upp á. Vænt- ingar virðast því vera til þess að boðið verði hækkað. Tilboð Ís- landsbanka hljóðar upp á 320 norskar krónur á hlut, en lokaverð í gær var 335,50 krónur á hlut. Miðað við umfjöllun norskra fjölmiðla í gær er þó óttinn við að bréfin lækki skarpt, hætti Ís- landsbanki við, að verða yfir- sterkari vonum um að fleiri keppi um bankann. Ef þær raddir verða háværari má búast við að líkurnar á að hluthafar taki boði Íslands- banka aukist. Tilboð bankans stendur frá 19. nóvember og mun upp úr því verða ljóst hvort bank- inn þurfi að teygja sig lengra til að yfirtaka BNbank. - hh SPENNA FRAM UNDAN Búast má við að spenna ríki næstu vikur um hvort nú- verandi hluthafar BNbank taki tilboði Ís- landsbanka. Raddir þeirra verða nú hávær- ari sem óttast hrun í gengi, hætti Íslands- banki við. Verslunarkeðjan Kmart hefur fest kaup á verslunarkeðjunni Sears og verða fyrirtækin sameinuð. Búist er við að tekjur hins sameiginlega félags nemi um 55 milljörðum dala árlega. Það samsvarar um 3.800 milljörðum íslenskra króna. Kmart hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum á síðustu árum og farið í gegnum greiðslu- stöðvun og endurfjármögnun. Nú kaupir Kmart aðra verslunarkeðju á ellefu milljarða dala (um 770 milljarða króna). Sameinaðar mynda keðjurnar þriðja stærsta þátttakandann á bandaríska smásölumarkaðinum. Hlutabréf í báðum fyrirtækjum tóku kipp upp á við þegar greint var frá samningnum í gær. ■ Risasameining í Bandaríkjunum HÖFUÐSTÖÐVAR KMART Stjórnarfor- maður Kmart er sagður höfundur fléttunn- ar sem felur í sér sameiningu við Sears. KRÖFUR TIL STJÓRNA ÁÞEKKAR OG ERLENDIS Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi er áþekkt að uppbyggingu hér og í nágrannalöndunum að mati Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 74-75 Viðskipti (30-31) 17.11.2004 19.55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.