Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 76
32 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR „Aðstæður og sterkur vindur gerði honum erfitt fyrir. Völlurinn var ákaflega erfiður og það olli því að hann átti sinn versta dag.“ Andrés Davíðsson, þjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, var með svörin á reiðum höndum vegna lélegrar spilamennsku hans á fjórða degi úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina. Það er erfitt fyrir mann sem kemur frá Akranesi, þar sem vind hreyfir aldrei, að spila í rokinu á Spáni svo ekki sé talað um erfiða velli þar sem vellirnir hér heima eru yfirleitt eins og teppi. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Fimmtudagur NÓVEMBER KÖRFUBOLTI Keflavík hefur slegið í gegn í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik fram til þessa. Stórlið á borð við Madeira frá Portúgal og Reims frá Frakklandi hafa legið í valnum í Sláturhúsinu í Keflavík. Í kvöld kemur danska liðið Bakken Bears í heimsókn en Keflavík er eina lið riðilsins sem er taplaust það sem af er. Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari Kefla- víkurliðsins, segist þekkja ágæt- lega til í herbúðum Bears. „Bakken Bears vann Madeira á útivelli og Madeira var að vinna Reims þannig að þetta er mjög jafn riðill sem við erum að keppa í,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. „Bears virðist vera í svipuðum styrkleikaflokki og hinir andstæð- ingar okkar en við þekkjum danska liðið í raun betur en fyrri andstæðinga okkar og þar er að finna bæði danska landsliðsmenn og leikmenn úr dönskum félags- liðum sem eru okkur að góðu kunn.“ Að sögn Sigurðar hefur tölu- vert slen einkennt síðustu tvo leiki Keflavíkurliðsins en liðið tapaði fyrir KR á föstudaginn var en sigraði þó Grindavík á heima- velli. „Við vorum ekki þreyttir held- ur bara lélegir. Þetta var einn af þessum lélegu ömurlegu dögum sem við hittum á og því miður var það í Vesturbænum, sem er aldrei ávísun á góða hluti. Við erum bún- ir að spila illa síðustu tvo leiki og þurfum að bæta okkur núna.“ Athygli hefur vakið að í leikj- um Keflavíkurliðsins við Reims og Madeira hafa Keflvíkingar komist í þægilega stöðu strax í fyrri hálfleik. „Báðir leikirnir hingað til hafa spilast eins. Þeir hafa byrjað að rúlla og svo hafa komið kippir til- tölulega snemma í leiknum og það hefur dugað til að halda forystu út leikinn. Ekki að það hafi verið fyr- ir fram planað en við höfum mætt mjög tilbúnir í leikina allir sem einn., spilað hörkuvörn í báðum leikjunum. Í svona leik megum við ekki við mörgum mistökum og það þarf að spila með öðruvísi hugmyndafræði í svona leikjum.“ Sigurður segir að einn leikmað- ur Bears beri höfuð og herðar yfir aðra leikmenn liðsins. „Þeir eru með stóran miðherja, Chris Christoffersen, sem er þeirra aðalmaður. Við munum væntanlega lenda í vandræðum með að stoppa hann og þurfum því að einbeita okkur að því að lág- marka það sem hann gerir og halda hinum leikmönnunum á mottunni.“ smari@frettbladid.is SIGURÐUR INGIMUNDARSON ÞJÁLFARI KEFLVÍKINGA Vonast eftir þriðja sigrinum í Bikarkeppni Evrópu í kvöld þegar Keflvíkingar taka á móti danska liðinu Bakken Bears. Megum ekki við mistökum Keflvíkingar taka á móti danska liðinu Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í kvöld. ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og Bakken Bears mætast í Keflavík í Borgarkeppni Evrópu í körfubolta.  19.15 Breiðablik og Stjarnan mætast í Smáranum í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.30 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  17.35 World Cup í handbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Íslands og Ungverjalands í World Cup-mótinu í handbolta.  21.25 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.50 Körfuboltakvöld á RÚV. Sýnt frá leik Keflavíkur og Bakken Bears í Borgarkeppni Evrópu í körfubolta. Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk Jón Arnór Stefánsson: Með 16 stig í sigurleik KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfu- boltaliðinu Dynamo frá St. Péturs- borg héldu áfram sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni á þriðju- dagskvöldið en þá bar liðið sigur- orð af úkraínska liðinu Khimik, 107-99, á heimavelli. Þetta var þriðji sigur liðsins í jafn mörgum leikjum og er liðið það eina taplausa í D-riðli deildarinn- ar. Jón Arnór átti fínan leik með Dynamo, skoraði 16 stig, tók 5 frá- köst og gaf 3 stoðsendingar á fjörutíu mínútum. Kelly McCarthy var stigahæst- ur hjá Dynamo með 31 stig og tók 12 fráköst. ■ JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Skoraði sext- án stig í sigri Dynamo á úkraínska liðinu Khimik. Hugmyndir um að reisa skautahöll í Hafnarfirði á næstu árum: Á frumstigi í bæjarstjórn ÍÞRÓTTAMANNVIRKI „Það hefur ekk- ert verið ákveðið í þessum efn- um en þetta er vissulega nokkuð sem við erum að skoða,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er einn þeirra staða þar sem áhugi fer mjög vaxandi á skautaíþrótt- um og hugmyndir hafa verið uppi um að reisa þar næstu skautahöll landsins. Lúðvík segir að þrátt fyrir að bæjaryfirvöld séu sér vitandi um talsverðan áhuga meðal almenn- ings í bænum hafi enn sem kom- ið er ekki verið stofnað formlegt skautafélag. „Það er stundum undanfari þess að sveitarfélög fari út í kostnaðarsamar aðgerð- ir á borð við að reisa skautahöll að áhuginn sé sannanlegur í bæn- um og þó að ég viti vel af miklum áhuga hefur mér vitandi enginn stofnað íshokkí- eða skautafélag enn sem komið er.“ Lúðvík segir að bærinn muni skoða alla kosti í framtíðinni og hafi átt í viðræðum við ýmsa hvað það varðar. „Framtíðin er sú að bærinn komi aðeins að litlu leyti að fjármögnun íþrótta- mannvirkja en kaupi þess í stað tíma af þeim sem húsið byggir. Ég fullyrði að allt slíkt yrði skoð- að með opnum huga en að öðru leyti eru þessar hugmyndir í startholunum.“ -aöe Auka-aðalfundur Auka-aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll fimmtudaginn 2. desember nk. kl. 20.30. Dagskrá; 1. Laga- og reglugerðarbreytingar 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál Íþróttafélagið Fylkir BÆJARSTJÓRINN Í HAFNARFIRÐI Hugmyndir um að reisa skautahöll í bænum hafaverið upp á borði Lúðvíks Geirssonar um hríð en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Fréttablaðið/E.Ól. 76-77 Sport (32-33) 17.11.2004 19.55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.