Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 ÁRSHÁTÍÐ BLAÐBERA FRÉTTABLAÐSINS, DV OG BIRTU Háskólabíó 27. nóvember, kl. 15-17 • Í svörtum fötum spilar • Happdrætti og leikir Veislustjóri: Jónsi • Pepsi og Doritos á alla línuna • Blaðberar fá senda heim tvo miða. NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! Ske: Feelings Are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB Green Day: American Idiot „Green Day skilar frá sér metnaðarfullri plötu, í dulargervi söngleiks, eftir fjögurra ára bið. Þeir hljóma nákvæmlega eins og áður. Aðdáendur eiga eftir að pissa í brækurnar af fögnuði. Okkur hinum gæti ekki verið meira sama um American Idiot.“ BÖS Lamb of God: Ashes of the Wake „Hörðu vélbyssugítarriffin, dósatrommuhljómurinn og skæður söngur Blythe myndar ekki sömu hryðjuverk og á eldri verkum Lamb Of God og er platan því viss vonbrigði enda batt ég miklar vonir við Lamb Of God á sínum tíma.“ SJ Papa Roach: Getting Away With Murder „Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við argasta við- bjóði, enda hafa lögin í útvarpinu með Papa Roach verið með eindæmum leiðinleg. Platan kemur mér því á óvart, margir fyrirtaks sprettir og framvinda laganna á köflum þrælvel útfærð. „ SJ Goldie Lookin Chain: Great- est Hits „Grín hiphopsveitin Goldie Lookin Chain eru ágæt- lega fyndnir. Geta samt örugglega ekki endurtekið þennan brandara og því er nafn plötunnar, Great- est hits, líklegast réttnefni. Brandararnir eru margir barnalegir, en þó... of grófir fyrir börn.“ BÖS Brain Police: Electric Fungus „Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin upp í hæstu hæðir.“ FB KK: Upphafið „Lögin eru flest í hressilegri kantinum og spila- gleðin er ósvikin. KK er einn af okkar allra bestu ryþmablússöngvurum og hann er í fínum gír á plötunni.“ PAL Talib Kweli: Beautiful Struggle „Fylgifiskur Quality er tilraun Talib Kweli til þess að skjótast upp á við í vinsældum. Hann á það skilið, og honum gæti tekist það.“ BÖS Elliott Smith: From a Basement on the Hill „Hinsta kveðja Elliotts Smith er magnað meistara- stykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt saknað.“ BÖS Cake: Pressure Chief „Fimmta breiðskífa Cake er ágætis áminning um hversu sérstök sveitin er. Fín plata, frá bragðmikilli sveit.“ BÖS Quarashi: Guerrilla Disco „Guerrilla Disco er mjög góð plata þar sem ákaf- lega vel er vandað til verka. Quarashi er enn að þróa sinn eigin stíl og virðist vera komin vel á veg með það.“ FB Nelly: Sweat „Hin platan af þeim tveimur sem Nelly gaf út á sama deginum. Sletta af því sama og Suit bauð upp á, ekki slæmt. Nelly hefði þó átt að gefa út eina langa, skothelda plötu, en að þynna sjálfan sig út á tvær.“ BÖS Jan Mayen: Home of the Free Indeed „Lagasmíðin er oft mjög áhugaverð, stutt í húmor- inn og þar kemur, oft á tíðum, óþétt spilerí Jan Mayen betur út en ef hlutirnir hefðu verið pússaðir til. Það gerir útkomuna aðeins pönkaðri og hrárri en ella.“ SJ The Music: Welcome to the North „Ungliðarnir í The Music standast pressuna og skila af sér annarri frábærri breiðskífu. Heildin heldur þó ekki athyglinni eins lengi og frumburður þeirra gerði.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Birgir Örn Steinarsson - Freyr Bjarnason Pétur Atli Lárusson - Smári Jósepsson Stina Nordenstam: The World Is Saved „Sænska skammdegisdrottningin Stina Nordenstam skilar af sér sinni bestu plötu í mörg ár. Ekki láta þessa renna fram hjá ykkur.“ BÖS PLATA VIKUNNAR Afróhausarnir í Mars Volta, betri helmingur fyrrum At the Drive- in, munu gefa út nýja breiðskífu í febrúar á næsta ári. Sú heitir Frances the Mute og á víst að vera mjög vandaður fylgifiskur frum- raunarinnar De-Loused in the Comatorium frá því í fyrra. Söngvarinn Cedric Bixler og gítarleikarinn Omar Rodriguez eyddu víst meginhluta sumarins að setja plötuna saman. Það er greinilega mikil sköpun- argleði í þeim félögum því báðir eru víst líka að vinna sólóplötur. Plata Rodriguez á víst að heita A Manual Dexterity, vol. 1, og er væntanleg á næsta ári. Tónlistin á plötunni helst í hendur við bíó- mynd sem gítarleikarinn er að gera líka. Það er því nóg í vænd- um frá afróhausunum. ■ Mars Volta klárar nýja plötu MARS VOLTA Sveitin er að leggja loka- hönd á nýja breiðskífu. Svo virðist sem indípoppsveitin Death Cab for Cutie hafi tryggt framtíð sína í vikunni þegar hún gekk frá plötusamningi við Atl- antic Records í Bandaríkjunum. Sveitin kom sér rækilega á kortið með frábærri útgáfu í fyrra, plöt- unni Transatlanticism, og er kom- in með góðan hóp í kringum sig. Sveitin hefur hingað til gefið út plötur hjá útgáfunni Barsuk Records og næsta útgáfa hennar, þröngskífa með tónleika- upptökum, kemur út á vegum hennar. Næsta breiðskífa verður svo gefin út á vegum Atlantic. Sveitin seldi um 225 þúsund eintök af síðustu plötu sinni í Bandaríkjunum, sem telst gott miðað við óþekkta hljómsveit á litlu útgáfufyrirtæki. Söngvarinn Ben Gibbard og félagar hans í sveitinni fá nú tækifæri til þess að reyna fyrir sér í megin- straumnum og ættu að vera vel reiðubúnir í það verkefni. Hjólin eru vissulega byrjuð að snúast fyrir Gibbard, því hin hljómsveitin hans, The Postal Service, hefur einnig átt gott ár. ■ Death Cab kemst í meginstrauminn DEATH CAB Gefur út þröngskífu með tónleikaupptökum hjá Atlantic Records. 82-83 tónlist (38-39) 17.11.2004 18.41 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.