Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 85
41FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Grand Theft Auto-serían hefur verið gríðarlega vinsæl og jafn- framt mjög umdeild. Umfjöllun- arefnið er glæpaheimurinn þar sem spilarinn þarf að stunda glæpamennsku af metnaði með það fyrir augum að ná yfirráðum í borginni San Andreas. Þú ert Carl Johnson og kemur aftur heim til Los Santos í San Andreas eftir að þér bárust fregn- ir af morði móður þinnar. Carl hefur verið frá í fimm ár og því hefur lífið mikið breyst í gamla hverfinu. Það líður ekki á löngu uns Carl er kominn á kaf í glæpa- lífið og nú er ekki aftur snúið. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu stór San Andreas er og að enginn hlöðunartími (loading) truflar ferðafrelsið um borgina. Það þarf að hugsa vel um Carl til að hann nái góðum árangri. Hann þarf að borða reglulega til að viðhalda styrk. Það þarf að þjálfa hann í leikfimisal, klæða hann og húðflúra svo hann verði sér ekki til skammar á götunni. Verkefnin í leiknum eru ótrúlega mörg og líka mjög fjölbreytt. Carl getur haft samskipti við íbúa San Andreas og þegar nægri virðingu er náð getur Carl fengið klíkumeðlimi í lið með sér. Hverfin í San Andreas skiptast á milli nokkurra gengja og getur Carl náð yfirráðum yfir hverfum með því að stofna til illinda milli klíkna með beinni árás á óvina- klíkur. Með því að ráða yfir fleiri hverfum fær Carl meiri völd og peninga en hann þarf einnig að verja hverfin sín gegn stanslaus- um árásum. Grafíkin í leiknum er betri en í Vice City með stærri bakgrunni en ég tel að Rockstar nái bara ekki að hafa hann miklu flottari því aðaláherslan er á smáatriðin og það er það sem gerir leikinn líflegri. Tónlistin hefur alltaf skipt miklu máli í GTA og er San Andr- eas engin undantekning. Það er í raun ógerlegt að fjalla um þennan leik í heild sinni en í raun þarf ekki að segja mikið meira. Besti leikurinn á Playsta- tion 2 hingað til. Ef þú hefur náð lágmarksaldri til að spila leikinn þá er næsta skrefið að ná sér í ein- tak og gjörsamlega tapa sér. franzgunnarsson@hotmail.com Siðlaus glæpaheimur GRAND THEFT AUTO VÉLBÚNAÐUR: PS2 FRAMLEIÐANDI: ROCKSTAR NORTH ÚTGEFANDI: ROCKSTAR GAMES HEIMASÍÐA: WWW.ROCKSTARGAMES.COM/SANANDREAS NIÐURSTAÐA: Stærsti Playstation 2 leikurinn á árinu. Níundi áratugurinn vaknar til lífs í stof- unni heima. Bráðfyndinn glæpahermir sem virðir fáar siðferðisreglur. Leikurinn sem allir með lágmarksaldur þurfa að spila. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN A R G U S – 0 4- 06 92 Samskip Kjalarvogi 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Öll vöruhúsastarfsemi Samskipa í nýju húsi Samskip hafa tekið í notkun nýja og glæsilega Vörumiðstöð við Kjalarvog sem er sérhönnuð til vöruhýsingar og vörumeðhöndlunar. Flutningi á vöruhúsastarfsemi Samskipa í nýtt hús er nú lokið. Móttaka og afhending vöru fer nú alfarið fram í Vörumiðstöðinni. Þar með hefur starfsemi úr þremur eldri húsum verið sameinuð í nýtt og fullkomið hús. Eftir farsæla flutninga hefur starfsemin í nýja húsinu gengið vel og án teljandi frávika. Viðskiptavinum er þakkaður skilningur og samvinna. Landflutningar-Samskip flytja í nýju Vörumiðstöðina um áramót en fram að þeim tíma verður starfsemin áfram í Skútuvogi 8. Skrifstofur Samskipa og Jóna Transport flytja í nýju höfuðstöðvarnar við Kjalarvog um áramótin. 50 Cent er nú orðinn hetja eftirað hafa hjálpað við að stöðva árásarmann á verðlaunahátíð. Rapp- arinn var á Vibe Magazine-hátíðinni í Los Angeles með söngkonunni Olivia þegar hann stöðv- aði mann sem réðst að hiphop- stjörnunni Dr. Dre með hníf. Einn maður, sem talinn er vera meðlimur í G-Unit, slasaðist í átökunum. „Það hljóp einhver að Dr. Dre en hópur fólks á borði 50 Cent stöðv- aði hann. Það brjálað- ist allt,“ sagði vitni. Charlotte Church mun taka upplag með söngkonunni Aliciu Keys. Það kemur jafnvel til greina að stúlkurnar taki upp jólalag saman. Ch- arlotte dvelur nú í Atlanta þar sem hún vinnur að fyrstu poppplöt- unni sinni ásamt framleiðandanum Dallas Austin. Þær Alicia eru víst mjög spenntar fyrir samstarfinu. „Þær eru báðar gífurlega spenntar fyrir þessu, eina spurningin snýst um hvenær þær komast saman í stúdíó,“ sagði heimildarmaður. Bandarískur öfgahópur býður nútónlistarhlustendum á að skipta plötu Ashlee Simpson fyrir aðra með „meira skemmtanagildi“. Aðdá- endur koma með geisladiskinn og geta skipt honum fyrir disk með El- vis Costello, The Ramones, Ray Charles eða Arethu Franklin. Simp- son var nýlega sökuð um að hreyfa einungis var- irnar í þættinum Satur- day Night Live þegar upptakan með söngn- um byrjaði á undan henni. Sami hópur, sem kallar sig Hope, hefur áður ráðist gegn Paris Hilton með mót- mælaspjöld áletruð með setningum eins og „Af hverju ertu fræg?“ og „Það er ekki hægt að kaupa heilasellur“. Kirsten Dunst og Jake Gyllen-haal eru víst byrjuð aftur saman. Parið hætti saman fyrr á árinu eftir tveggja ára samband og heyrast nú sögur um að trúlofun gæti verið á næsta leiti. „Þau vissu alltaf að ef þau byrj- uðu aftur saman myndi það verða fyrir fullt og allt, annars væri tilgang- urinn enginn,“ sagði heimildar- maður. Vinir Kirst- en segja hana jafnvel hafa rætt brúðkaup við móður Donnie Darko-leikarans en það var einmitt systir hans, Maggie Gyllenhaal, sem kynnti þau. Síðan þau hættu saman hefur Kirsten verið orðuð við Tobey Maguire, Josh Hartnett og fyrrverandi kærasta Paris Hilton, Rick Salomon. KOSS Á KINN Oliver Stone, leikstjóri myndarinnar Alexander, smellir kossi á kinn aðalleikkonunar Angelina Jolie á frumsýningu í Los Angeles. Írski hjarta- knúsarinn Colin Farrell fer með titilhlut- verkið í myndinni. AP /M YN D 84-85 auka fólk (40-41) 17.11.2004 19.30 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.