Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ÍS OG ELDUR Háskóli Íslands efnir til málþings um Grímsvatnagos þar sem fjallað verður um nýafstaðin umbrot í Grímsvötnum og þau sett í samhengi við hegðun þessarar virkustu eldstöðvar landsins. Málþingið verður í Öskju og hefst klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 26. nóvember 2004 – 324. tölublað – 4. árgangur ÁKÆRÐ FYRIR SMYGL 25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Sjá síðu 4 BLEKKINGARLEIK RÁÐHERRA LINNI Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjár- laganefnd segir Ríkisendurskoðun taka undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á fjar- lagafrumvörp fjármálaráðherra. Sjá síðu 6 ENDURHÆFING Í STAÐ ÖRORKU Starfsendurhæfing til að forða fólki frá ör- orku hefur gefið góða raun hér á landi. Tryggingastofnun vill auka þá starfsemi. Sjá síðu 8 HÆKKUN MÓTMÆLT Tæplega 2.000 stúdentar hafa mótmælt hækkunum á leik- skólagjöldum fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldrið er í námi. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 38 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 32 Sjónvarp 48 nr. 47 2004 JÓ L A B IR T A Í M IÐ JU B L A Ð SIN S SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 26 . n óv . - 2 . d es . fólk tíska sambönd stjörnuspá persónuleikapróf Þórunn Ingibjörg Dísella » Systur í blíðu og stríðu &BLEIK OG SÆT HATTA SKVÍSAELM A LÍSA SÓLARGEISLI » með Down’s-heilkenniSystur í blíðu og stríðu Þórunn, Ingibjörg og Dísella: ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG ● persónuleikapróf ● hattar ● snjókúla HÆGLÆTISVEÐUR Skúrir eða slyddu- él á víð og dreif. Þurrt að kalla um mitt Norðurland. Hiti 4-7 stig syðra en við frost- mark nyrðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið ● jólin koma ● matur ● tilboð Matur frá öllum heimshornum Guðmundur Annas Árnason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 11-19 OPI‹ Jólaböll kl.15 um helgina MANNRÁN Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvalla- vegi sem tók hana upp í bíl sinn og hafði samband við lögreglu og for- eldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólks- bíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllótt- ur, með gleraugu með svartri um- gjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álf- hólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lög- reglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um kynferðislegt ofbeldi eða líkams- meiðingar. Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlk- unnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuð- borgarsvæðinu. „Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varð- bergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum,“ segir Friðrik. Lög- reglunni hafa borist nokkrar ábendingar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041. - hrs Íslenskur arkitektúr: Háskólatröppurnar fundnar BYGGINGARLIST „Guðmundur átti skápa sem eru núna á bak við eldshúsinnréttingu og einhvern tímann kíkti ég í þá og rakst þá á tröppurnar,“ segir Erla Þórarins- dóttir myndlistarmaður, sem á dögunum fann gifslíkan eftir myndhöggvarann Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Erla á hús við Skólavörðustíg sem áður var vinnustofa Guðmundar. Líkanið reyndist vera af tröppunum fyrir framan aðal- byggingu Háskóla Íslands. Erla hélt tröppunum til haga í nokkur ár en fyrr í mánuðinum hafði hún samband við Pétur Ármannsson hjá Byggingarlistadeild Lista- safns Reykjavíkur og afhenti honum líkanið til varðveislu. Árið 1952 var efnt til sam- keppni um útlit Skeifunnar fyrir framan aðalbygginguna. Engin tillaganna þótti hæf til að hljóta full verðlaun. Pétur segir að þótt tillaga Guðmundar hafi ekki orð- ið fyrir valinu í samkeppninni hafi hann líklega hannað tröpp- urnar sem voru byggðar. „Líkan- ið er í nokkru samræmi við tröppurnar eins og þær eru í dag en þær eru hins vegar ekki í sam- ræmi við upphaflega hugmynd Guðjóns Samúelssonar, sem teiknaði Skeifuna og aðalbygg- inguna. Hann sá fyrir sér allt aðra lausn.“ - bs Burðarás kaupir í Svíþjóð: Stærstir í Carnegie VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Burðarás varð í gær stærsti ein- staki hluthafinn í einu þekktasta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda, Carnegie í Svíþjóð. Burðarás keypti í gær 10,4 pró- senta hlut fyrir um sjö milljarða króna. Fyrir átti Burðarás um þriggja prósenta hlut. Forsvars- menn Burðaráss segja kaupin í samræmi við stefnu félagsins um fjárfestingar í áhugaverðum fjár- málafyrirtækjum. Carnegie bauð á sínum tíma í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í félaginu og fá auk arðgreiðslna helming hagn- aðar hvers árs í kaupauka. - hh sjá síðu 32 GIFSLÍKANIÐ Á líkaninu voru stöplar sem gert var ráð fyrir að bátar væru á. Níu ára stúlkubarni rænt í Kópavogi Maður rændi níu ára stúlku í Kópavogi og ók með hana upp á Mosfellsheiði þar sem hann skildi hana eina eftir í myrkrinu. Hann plataði stúlkuna upp í bíl, sagðist vera lögreglumaður og að móðir hennar væri þungt haldin eftir slys. EFNAVERKSMIÐJA Í FALLUJA Tilraunastofa með eiturefnum sem hægt er að nota til að búa til efnavopn fannst í borginni Falluja í Írak að sögn Kasim Dawood, þjóðaröryggisráðgjafa írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Dawood segir að leiðbeiningar um framleiðslu efna- vopna hafi einnig fundist. Háttsettir bandarískir hermenn staðfestu þetta og sögðu að saltsýra og natríumblásýrusalt hefðu einnig fundist. Hægt er að búa til blásýru með þessum efnum. Á innfelldu myndinni má sjá poka með efnum. M YN D /FR IÐ R IK R AFN SSO N M YN D /A P 01 Forsíða 25.11.2004 22:12 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.