Fréttablaðið - 26.11.2004, Page 1

Fréttablaðið - 26.11.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ÍS OG ELDUR Háskóli Íslands efnir til málþings um Grímsvatnagos þar sem fjallað verður um nýafstaðin umbrot í Grímsvötnum og þau sett í samhengi við hegðun þessarar virkustu eldstöðvar landsins. Málþingið verður í Öskju og hefst klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 26. nóvember 2004 – 324. tölublað – 4. árgangur ÁKÆRÐ FYRIR SMYGL 25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Sjá síðu 4 BLEKKINGARLEIK RÁÐHERRA LINNI Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjár- laganefnd segir Ríkisendurskoðun taka undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á fjar- lagafrumvörp fjármálaráðherra. Sjá síðu 6 ENDURHÆFING Í STAÐ ÖRORKU Starfsendurhæfing til að forða fólki frá ör- orku hefur gefið góða raun hér á landi. Tryggingastofnun vill auka þá starfsemi. Sjá síðu 8 HÆKKUN MÓTMÆLT Tæplega 2.000 stúdentar hafa mótmælt hækkunum á leik- skólagjöldum fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldrið er í námi. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 38 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 32 Sjónvarp 48 nr. 47 2004 JÓ L A B IR T A Í M IÐ JU B L A Ð SIN S SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 26 . n óv . - 2 . d es . fólk tíska sambönd stjörnuspá persónuleikapróf Þórunn Ingibjörg Dísella » Systur í blíðu og stríðu &BLEIK OG SÆT HATTA SKVÍSAELM A LÍSA SÓLARGEISLI » með Down’s-heilkenniSystur í blíðu og stríðu Þórunn, Ingibjörg og Dísella: ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG ● persónuleikapróf ● hattar ● snjókúla HÆGLÆTISVEÐUR Skúrir eða slyddu- él á víð og dreif. Þurrt að kalla um mitt Norðurland. Hiti 4-7 stig syðra en við frost- mark nyrðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið ● jólin koma ● matur ● tilboð Matur frá öllum heimshornum Guðmundur Annas Árnason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 11-19 OPI‹ Jólaböll kl.15 um helgina MANNRÁN Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvalla- vegi sem tók hana upp í bíl sinn og hafði samband við lögreglu og for- eldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólks- bíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllótt- ur, með gleraugu með svartri um- gjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álf- hólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lög- reglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um kynferðislegt ofbeldi eða líkams- meiðingar. Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlk- unnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuð- borgarsvæðinu. „Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varð- bergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum,“ segir Friðrik. Lög- reglunni hafa borist nokkrar ábendingar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041. - hrs Íslenskur arkitektúr: Háskólatröppurnar fundnar BYGGINGARLIST „Guðmundur átti skápa sem eru núna á bak við eldshúsinnréttingu og einhvern tímann kíkti ég í þá og rakst þá á tröppurnar,“ segir Erla Þórarins- dóttir myndlistarmaður, sem á dögunum fann gifslíkan eftir myndhöggvarann Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Erla á hús við Skólavörðustíg sem áður var vinnustofa Guðmundar. Líkanið reyndist vera af tröppunum fyrir framan aðal- byggingu Háskóla Íslands. Erla hélt tröppunum til haga í nokkur ár en fyrr í mánuðinum hafði hún samband við Pétur Ármannsson hjá Byggingarlistadeild Lista- safns Reykjavíkur og afhenti honum líkanið til varðveislu. Árið 1952 var efnt til sam- keppni um útlit Skeifunnar fyrir framan aðalbygginguna. Engin tillaganna þótti hæf til að hljóta full verðlaun. Pétur segir að þótt tillaga Guðmundar hafi ekki orð- ið fyrir valinu í samkeppninni hafi hann líklega hannað tröpp- urnar sem voru byggðar. „Líkan- ið er í nokkru samræmi við tröppurnar eins og þær eru í dag en þær eru hins vegar ekki í sam- ræmi við upphaflega hugmynd Guðjóns Samúelssonar, sem teiknaði Skeifuna og aðalbygg- inguna. Hann sá fyrir sér allt aðra lausn.“ - bs Burðarás kaupir í Svíþjóð: Stærstir í Carnegie VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Burðarás varð í gær stærsti ein- staki hluthafinn í einu þekktasta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda, Carnegie í Svíþjóð. Burðarás keypti í gær 10,4 pró- senta hlut fyrir um sjö milljarða króna. Fyrir átti Burðarás um þriggja prósenta hlut. Forsvars- menn Burðaráss segja kaupin í samræmi við stefnu félagsins um fjárfestingar í áhugaverðum fjár- málafyrirtækjum. Carnegie bauð á sínum tíma í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í félaginu og fá auk arðgreiðslna helming hagn- aðar hvers árs í kaupauka. - hh sjá síðu 32 GIFSLÍKANIÐ Á líkaninu voru stöplar sem gert var ráð fyrir að bátar væru á. Níu ára stúlkubarni rænt í Kópavogi Maður rændi níu ára stúlku í Kópavogi og ók með hana upp á Mosfellsheiði þar sem hann skildi hana eina eftir í myrkrinu. Hann plataði stúlkuna upp í bíl, sagðist vera lögreglumaður og að móðir hennar væri þungt haldin eftir slys. EFNAVERKSMIÐJA Í FALLUJA Tilraunastofa með eiturefnum sem hægt er að nota til að búa til efnavopn fannst í borginni Falluja í Írak að sögn Kasim Dawood, þjóðaröryggisráðgjafa írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Dawood segir að leiðbeiningar um framleiðslu efna- vopna hafi einnig fundist. Háttsettir bandarískir hermenn staðfestu þetta og sögðu að saltsýra og natríumblásýrusalt hefðu einnig fundist. Hægt er að búa til blásýru með þessum efnum. Á innfelldu myndinni má sjá poka með efnum. M YN D /FR IÐ R IK R AFN SSO N M YN D /A P 01 Forsíða 25.11.2004 22:12 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.