Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 11
10 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR BÓKAFLÓÐ Í SERBÍU Síðastliðnar vikur hefur flætt niður í kjall- ara þjóðarbókasafns Serbíu og rúmlega þúsund bækur skemmst. Þúsundir fleiri liggja nú undir skemmdum. Fjarðabyggð býst við jákvæðri afkomu á næsta ári: Skatttekjur aukast um 24 prósent BÆJARMÁL Bæjarstjórn Fjarða- byggðar gerir ráð fyrir að afgang- ur verði af rekstri bæjarsjóðs á næsta ári, að stórum hluta vegna aukinna skatttekna af fasteignum. Þetta kemur fram á fjárhags- ætlun bæjarins fyrir árið 2005. Rekstrartekjur aðalsjóðs eru áætlaðar 1.477 milljónir króna en rekstrargjöld 1.385 milljónir. Að teknu tilliti til fjármagnstekna verður afkoma sjóðsins jákvæð um 115 milljónir. Í forsendum fjárhagsáætlunarinnar er gert ráð fyrir því að íbúum Fjarða- byggðar fjölgi verulega á árinu en þar munar mest um íbúa í starfs- mannaþorpi Fjarðaáls. Gert er ráð fyrir því að íbúar Fjarðabyggðar verði í lok ársins 2005 um 4.700 en þar af verði 1.200 íbúar í starfsmannaþorpinu. Þá aukast tekjur vegna fasteigna- skatta nokkuð vegna hækkunar fasteignamats. Þetta veldur því að skatttekjur hækka um 264 milljónir króna, um 24,2% á milli ára. Alls hækka tekjur allrar sam- stæðunnar um 393 milljónir króna og verða alls um 2,1 milljarður króna. Heildargjöld samstæðunn- ar nema um 1,9 milljörðum og fjármagnsgjöld 154 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðunn- ar er áætluð jákvæð sem nemur rúmum 30 milljónum, sem er við- snúningur miðað við árið 2004. ■ Greiða leikskólagjöld með yfirdrætti Tæplega 2.000 stúdentar mótmæla hækkunum á leikskólagjöldum fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldrið er í námi. Hækkunin getur numið rúmum 10.000 krónum á mánuði. Hefur áhrif á um 480 fjölskyldur. LEIKSKÓLAR Mikillar óánægju gæt- ir meðal háskólastúdenta vegna hækkunar á leikskólagjöldum fyrir sambúðarfólk þar sem ann- að foreldri er í námi. Borgarfull- trúar Reykjavíkurlistans hafa samþykkt að þessi hópur greiði jafn há leikskólagjöld og sambúð- arfólk þar sem báðir eru á vinnu- markaði. Gjöldin hækka um 42% við þetta. Borg- arfulltrúar Sjálf- stæðisflokks og F r j á l s l y n d r a studdu ekki hækkunina. Jarþrúður Ás- m u n d s d ó t t i r, formaður Stúd- entaráðs Há- skóla Íslands, átti fund með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra í fyrradag og afh- enti honum mót- mæli vegna hækkunarinnar með 1.800 undir- skriftum stúdenta. Hún segir að undirskriftum eigi enn eftir að fjölga, enda hafi hækkunin áhrif á um 480 fjölskyldur. Í opnu bréfi til borgarstjóra lýsir Hildur B. Svavarsdóttir kjörum sínum. Hún segist hafa nýlokið MA-prófi frá Háskóla Ís- lands og eiga mann sem sé í námi. Þau eigi tvö börn á leikskólaaldri. Við núverandi aðstæður þurfi þau að greiða rúmlega 35.000 krónur á mánuði í leikskólagjöld, um 390.000 krónur á ári. Eftir hækk- unina, sem tekur gildi um áramót, verði gjöldin rúmlega 46.000 krónur á mánuði, eða um hálf milljón á ári. Hildur segist fá 155.000 krónur í mánaðarlaun og því fari um þriðjungur af ráðstöf- unartekjum hennar í leikskóla- gjöld. Í bréfi foreldris með tvö börn á leikskólaaldri til leikskólaráðs Reykjavíkur er högum fjölskyld- unnar lýst: „Sambýliskona mín hefur ekki verið á vinnumarkaði vegna barneigna en hyggst nú klára meistaranám við Háskóla Íslands sem hún var byrjuð á fyrir barneignir. Síðustu þrjú ár hef ég því einn unnið úti. Við rek- um bíl og erum að koma okkur þaki yfir höfuðið og skuldum nokkrar milljónir króna. Sjálfur er ég farinn að greiða af námslán- um LÍN sem ég tók fyrir fáum árum. Vegna þessara aðstæðna verður að segjast að ekki stendur mikið út af á ávísanaheftinu í lok mánaðar og allur yfirdráttur er gjörnýttur!“ Segir bréfritari að nú stefni í að hann þurfi að fjár- magna leikskólagjöld með lánum. ghg@frettabladid.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. Ske Feelings Are Great Jagúar Hello Somebody Jan Mayen Home Of The Free Indeed Björk Medúlla Tónlist sem skiptir máli www.Smekkleysa.is SJÁVARÚTVEGUR Nýr búnaður í í uppsjávarfrystihúsi Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað var prufu- keyrður í byrjun síðustu viku og síðan hefur verið unnið að því að fínstilla búnaðinn og koma á full- um afköstum við síldarfrystingu. Endurbæturnar fólust meðal annars í því að síldarflökunin var endurskipulögð og sjálfvirkni aukin og er nú hægt að keyra flök- unarvélar stanslaust allan sólar- hringinn. Pökkunarstöðvar voru endur- byggðar og skipt út færiböndum í vinnsluferlinu. Plastpönnur eru nú notaðar við frystinguna, í stað stálpanna, sem minnkar hávaða í vinnslunni auk þess sem plastið er léttara og meðfærilegra. Frystar voru endurnýjaðir og brettun end- urbyggð og komið fyrir sjálfvirk- um búnaði. Þessar breytingar hafa það í för með sér að afkastageta húss- ins eykst til muna og verða af- köstin jafnari en áður. Breyting- arnar bæta einnig vinnuaðstöðu starfsfólksins og aukin sjálfvirkni minnkar líkamlegt álag. - eg JARÞRÚÐUR ÁS- MUNDSDÓTTIR Formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Ís- lands afhenti borg- arstjóra mótmæla- bréf vegna hækkun- ar leikskólagjalda með 1.800 undir- skriftum. Endurbætt uppsjávarfrystihús: Vinnsla hafin í Neskaupstað REYÐARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð gera ráð fyrir að fjöldi íbúa í lok næsta árs verði kominn í 4.700. LEIKSKÓLAR REYKJAVÍKUR Um 42% leikskólagjalda fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldrið er í námi hefur áhrif á um 480 fjölskyldur. 10-11 fréttir 25.11.2004 19:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.