Tíminn - 20.01.1974, Síða 1
Áætlunarstaðir:
Akranes ■ Blönduós
Flateyri - Gjögur
Hólmavík Hvammstangi
Rif - SigIuf jördur
Stykkishólmur
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
KÓPAVOGS
APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Simi 40-102
-
Aukin löggæzla eða aukin ölvun við akstur?
Á ÞRIÐJA ÞÚSUND MANNS
TEKNIR GRUNAÐIR 1973
I sumum lögsagnarumdæmum tvöfaldaðist talan
ÁRIÐ 1973 handtóku is-
lenzkir lögregluþjónar
hátt á þriðja þúsund
manns vegna gruns um
ölvun við akstur hér á
landi. Hafa aldrei fleiri
verið handteknir fyrir
þessar sakir á einu ári,
og er þetta þvi nýtt ís-
landsmet, þótt glæsilegt
sé það ekki.
Tölur um fjölda handtekinna
vegna gruns um ölvun við akstur,
segja ekki alla söguna. Margir,
sem handteknir voru, sluppu við
refsingu, þar sem þeir voru undir
marki, sem kallað er, en talið er,
að 6 til 8 af hverjum hundrað, sem
handteknir eru vegna gruns um
ölvun við akstur, séu undir mark-
inu, sem er 0,50 promill.
Ef tvö þúsund manns hafa verið
handteknir á árinu, er ekki fjarri
lagi, að áætla að um 150 til 200
manns hafi verið undir marki, en
eftir standa þá 1800 yfir marki.
bvi verður ekki neitað, að sum-
ar tölurnar eru uggvænlegar, sem
við öfluðum okkur með þvi að
hringja i nokkrar lögreglustöðvar
viðsvegar um landið.
Sums staðar er fjölgunin yfir
100% frá árinu áður, og alls stað-
ar var hún einhver. Jafnvel i
Vestmannaeyjum, þar sem öll
umferð var i lágmarki á siðasta
ári vegna eldgossins, voru fleiri
teknir en árið á undan.
Keflav.fTugv. 207 137
Isafjörður 50 28
Akranes 51 22
Vestmannaeyjar 29 28
Húsavik 26 11
Ólafsvik 21 13
Sauðárkr. 17 12
Borgarnes 14 12
Siglufj. 10 5
Neskaupst. 8 11
Aðrar stöðvar höfðu ekki hand-
bærar tölur, en gizkað er á aö þar
hefðu verið handteknir þetta 4 til
15 ökumenn og konur vegna gruns
um ölvun við akstur.
Er þvi ekki fjarri lagi að áætla,
að i allt hafi eitthvað á þriðja þús-
und manns fengið að blása i
blöðruna frægu árið 1978.
-klp-
Þeir voru á þriðja þúsundinu, sem fengu aö blása i blöörur lögreglunnar á árinu 1978, og stærsti hlutinn
var siðan sendur i blóðrannsókn. — (Timamynd: Róbert)
Hjónaskiln-
uðum fjölg-
aði um 18%
DÖMSMAI.ARAÐUNEYTIÐ
veitti 841 lijónum leyfi til lög-
skilnaðar árið 1978. Arið áð-
ur voru lögskilnaðir á land-
inu 821 og 895 árið 1971. Þessi
aukning er meiri en svarar
til fjölgunar hjónabanda.
Iljónaskilnaðir voru 18—19%
tiðari hér á landi á árunum
19««—'70 en árin l»«l—'65.
Þau hjón, sem skildu á ár-
unum 1961—1970, höfðu aö
meðaltali verið i hjónabandi
i 8—lOár. 25% hjónanna voru
barnlaus, en 75% áttu börn.
Yfirleitt fengu konurnar for-
ræði barnanna: i aðeins
5—6% tilfella fengu feðurnir
umráðarétt yfir börnunum.
Fjórðungur kvennanna,
sem skildu þennan áratug,
voru á aldrinum 25—29 ára.
Arin 1961 — ’65 voru 21%
karla, sem fengu lögskilnað,
30—34 ára, en 1966—70 voru
24% karlanna 25—29 ára.
Meðalaldur karla, sem fengu
lögskilnað 1961—70, var 37
ár og kvenna 35 ár, og var
meðalaldurinn svipaður
fyrri og siðari hluta áratugs-
ins.
Arið 1941 voru lögskilnaðir
54, 1951 skildu 96 hjón að lög-
um, 161 árið 1961 og 246 árið
1970.
Skilnaðir að boröi og sæng
voru 167 árið 1961, 333 árið
1970, 364 árið 1971 og 323 áriö
1972.
Meðaltal lögskilnaða á ári
sýnir aukninguna betur en
einstök ár, en það var sem
hér segir 1951—1970:
1951—55 114
1956—'60 127
1961—65 164
1966—70 219
SJ
Flestir sem handteknir voru i
fyrra, voru teknir af Reykja-
vikurlögreglunni, eða 968 manns.
Þar af voru teknir 110 i ágúst-
mánuði einum. Þarna eru með-
taldir þeir, sem vegalögreglan
handtók á eftirlitsferðum um
landið, en það mun vera allálit-
legur hópur. Er þvi ekki beint að
marka tölur úr öðrum byggðalög-
um, þvi þótt handtakan hafi átt
sér stað i öðru lögsagnarum-
dæmi, er hún færð Reykjavikur-
lögreglunni til „tekna”.
A eftir Reykjavik kemur Kefla-
vfkurflugvöllur með 207 manns á
móti 137 árið þar á undan. Lög-
reglan þar hefur einna bezta at-
stöðu til að þefa uppi ölvaða öku-
menn, þvi hún skoðar nær alla
bila, sem aka i gegnum hliðið.
Hafnarf jarðarlögreglan að
meðtaldri Grindavikurlögregl-
unni og fleirum handtók 153 öku-
menn á árinu, eða 23 fleiri en árið
áður. Kópavogslögreglan hand-
tók 125, Akureyrarlögreglan 129
og jafnstóra hópa handtók Sel-
fosslögreglan og Keflavikurlög-
reglan, eða 105 manns hvor.
Annars skiptast handtökurnar
þannig á milli þeirra lögreglu-
stöðva, sem við höfðum samband
við:
1973 1972
Reykjavik 968 927
Kópavogur 125 109
Keflavik 105 80
Akureyri 129 112
Selfoss 105 71
Hófu nöfn fornkappa til
vegs fyrir hundrað órum
Við upphaf þessa þjóðhátiðarárs eru nafngiftir i Húsavíkurprestakalli
orðið getur
eins látlausar og
ÞJÓÐHATÍÐARARID 1874, þeg-
ar minnzt var þúsund ára byggð-
ar i landinu og tslendingum veitt
stjórnarskrá, virðist hafa haft
mikil áhrif á þjóðina, bæði i stóru
og smáu. Meðal annars má
greinilega tengja breyttar nafn-
giftarvenjur þessu ári. I kringum
þjóðhátiöarárið 1874 voru skyndi-
lcga hafin til vegs á ný ýmis nöfn
úr fornsögunum, sem horfin voru
svo til alveg eða jafnvel með öllu,
þar á meðal nafn fyrsta land-
námsmannsins, Ingólfs Arnar-
sonar. Þingeyingar voru at-
kvæðamestir við þessa breytingu
á nafngiftarvenjum, og frá þeim
barst hún um land allt. Má minna
á, að nöfn tveggja Þingeyinga,
sem sæti áttu á alþingi á fyrri
hluta þessarar aldar, voru af
þessum rótum runnin. Ingólfur
Bjarnason i Fjósatungu fæddist
sjálft þjóðhátiðarárið, að visu
suður i Arnessýslu, en af þing-
eysku foreldri, og Kári Sigurjóns-
son á Hallhjarnarstöðum fæddist
árið 1875.
Nú er nýtt þjóðhátiðarár að
hefjast, og þeirri spurningu skaut
upp, hvort þvi kynni að fylgja ný
sveifla i nafngiftum i landinu. Aö
visu eru nöfn frægustu söguhetj-
anna i fornsögunum ekki lengur
nein nýjung, og ekki heldur nöfn
goðanna gömlu, sem sum hafa, á-
samt sjávarheitum, fuglanöfn-
um, dýranöfnum og blómanöfn-
um, orðið mjög algeng siöustu
áratugi, og meira að segja komizt
i röð allra algengustu nafna i
landinu. Eigi að siður er til gnægð
norrænna nafna, hljómsterkra og
gerðarlegra, sem harla litið eru
notuð og sum nálega alls ekki, en
auðvelt er að fá vitneskju i
mannanafnabókum.þar sem einn-
ig sést, hversu margir nafnberar
hafa verið á tilteknu árabili.
Okkur datt i hug að grennslast
eftir þvi i Þingeyjarsýslu, þar
sem tizkubylgjur i nafngiftum
hafa hvað eftir annað risið og bor-
izt viða um landið siðustu tvö
hundruð árin, hvernig nafnavali
hefði veriðhagað á börn þau, sem
skirð voru nú um hátiöarnar. Við
gerðum ráð fyrir, að flestum
börnum hefði verið haldið undir
skirn i Húsavikurprestakalli, og
hringdum þess vegna á séra
Björn H. Jónsson.
Séra Björn kvaðst hafa skirt
fjórtán börn um jól og áramót, og
hefðu þau hlotið tuttugu og þrjú
nöfn, þvi að tvinefni eru mjög al-
geng þar nyrðra og hafa lengi
verið. En um nöfnin væri það að
segja, að þau væru flest eða öll
næsta hversdagsleg, og benti ekk-
ert til þess, aö andi þjóðhátiðar-
ársins væri farinn að svifa yfir
vötnunum og stuðla aö nafngift-
um, er sérkenni bæru.
Nöfnin á Húsavikurbörnunum
fjórtán reyndust sem sagt vera:
Jóhanna, Sigriður, Sólrún, Hild-
ur, Björg (tveir nafnberar),
Sandra, Heiður, Guðfinna, Krist-
in, Þórný, Sigurður, Sveinn, Ölaf-
ur(tveir nafnberar), Hafsteinn,
Þórður, Jón (tveir nafnberar),
Haukur, örn, Hermann og Hall-
berg.
Sveiflur I nafngiftum eru ekki
nýjar i nálinni i landinu, og má
þar bæði vitna til fyrirbæra, sem
fljótt hjöðnuðu, eins og þorri kon-
unganafnanna og drottningar-
nafnanna, sem Oddaverjar gáfu
börnum sinum um skeið, konung-
bornir menn sjálfir, rimnanafn-
anna, sem komu einkanlega upp á
norðanveröum Vestfjörðum, þeg-
ar farið var að prenta rimur, og
nafna útlendra skálda, skáld-
sagnapersóna, hljómlistarmanna
og leikara, sem bryddi á i kring-
um siðustu aldamót, og annarra,
sem lögðu undir sig landið eins og
nöfn hinna heilögu biskupa, Jóns
ögmundssonar og Guðmundar
Arasonar á kaþólskri tið, dönsku
konunganöfnin, er Danastjórn fór
að sinna ofurlitið málefnum ts-
lendinga i lok nitjándu aldar og
hin nýja uppstokkun forskeyta og
viöskeyta i nöfnum um svipað
leyti, svo að sleppt sé hinum
miklu breytingum, er orðið hafa á
siðustu áratugum.
En sem sagt: Könnun okkar á
Húsavik bendir ekki til þess, að
Þingeyingar séu liklegir til þess
að riða á vaðið og veita nýjum
straumum nafngifta yfir landið á
þjóðhátiðarárinu að þessu sinni.
Að minnsta kosti hefur ekki bólað
á neinu sliku úti við Skjálfanda-
flóa i skammdeginu, hvað sem
gerist þegar fram á kemur.