Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Húsi Chevaliers breytt í safn Yoko og John Lennon ætla að fara að vinna sitt í hvoru lagi John Lennon og Yoko hin japanska hafa tilkynnt, að þau ætli að skilja um stundarsakir. Yoko tekur fram, að það sé ein- göngu skilnaöur i sambandi við starf þeirra, þannig að þau ætli að koma fram sitt í hvoru lagi, og leika inn á plötur óháð hvort ööru. ,,Mig langar til aö sjá”, segir hún ,,hvort ég get komizt áfram ein min liðs, eins og ég gerði hér áður. Við höfum verið svo háð hvort öðru undanfarin ár, unnið saman og verið saman öllum stundum. Þið vitið hvernig ástin fer með mann!” sagði hún. Nú ætlar Yoko aö fara til Evrópu, en John ætlar að vera áfram i Kaliforniu, þar sem hann er að ganga frá nýrri plötuútgáfu. Er það heilt albúm með lögum eftir hann, sem gefið er út af Phil Spector hljóm- plötuútgefanda. Yoko kvartar undan þvi, að fólk sé alltaf á móti sér, en ef hún gæti orðið vinsæll skemmti- kraftur ein og óstudd, þá heldur hún að það breytist, og að minnsta kosti öðlist hún þá meira sjálfstraust. Þau hafa lengi þráð það að eignast barn, en það hefur gengiö illa. Hún hefur nokkrum sinnum orðið barnshafandi, en alltaf misst fóstur. Læknar kenna það þvi, að hún sé yfirspennt og tauga- veikluð i sambandi viö þetta allt saman. Yoko kennir tauga- veiklun sina aðkasti, sem hún hefur orðið fyrir frá fólki, sem vill henni illt, t.d. strax og fréttist aö hún sé ólétt, þá skal ekki skeika að einhver sendir henni smádúkku sundurstungna af nálum, eins og galdradýrk- endur nota stundum i voodoo - galdri.Sumir aðdáendur Johns, segir hún, hafa aldrei sætt sig við það, að við fórum að búa saman. En nú ætlar Yoko að fara að sýna hvað hún getur á eigin spýtur — en vinir þeirra búast samt við, að hún verði fljót að koma sér heim til Johns aftur, þvi að hún má varla af honum sjá Eins og allir vita, sem fylgzt hafa með fréttum, þá hefur Nix- on forseti Bandarikjanna verið óheppinn i vali starfsmanna og aðstoðarmanna sinna, og oft þurft að skipta um i embættum, svo sem frægt er orðið. Annað- hvort hefur hann verið lélegur mannþekkjari, eða erfiðlega hefur gengið að fá hæfa menn til starfa. Nýlega birtist i banda- risku blaði, er nefnis Parade, listi yfir nokkra menn, sem ekki vildu gegna embættum, sem Nixon bauð þeim. Fyrst var tal- inn David Rockefeller, en hann neitaði að taka að sér embætti Odette Meslier trúir þvi, að hún sé einhver hamingjusamasta kona i heiminum þessa stund- ina. Hún hefur þurft að leggjast á hnén og grátbiðja, og loks hef- ur hún verið bænheyrö. Hvers hefur svo Odette Meslier óskað sér? Hún hefur farið þess á leit, að húsi leikarans Maurice Chevaliers veröi breytt i safn. Hún hefur óskað eftir þvi, að skattheimtumenn fái ekki að láta greipar sópa i húsinu, og allir dýrgripir Chevaliers fái að vera þar áfram fólki til augna- yndis. Odette Meslier var vin- kona Chevaliers siðustu æviár- in, en hann lézt á nýársdag 1972, þá 85 ára gamall. Hún bjó með Chevalier i La Louque, en svo var húsið nefnt, og hann arf- leiddi hana að öllum eigum sin- um. Erfðaskatturinn fór illa með Odette. Hún hafði ekki einu sinni ráð á að halda húsinu, þeg- ar allt kom til alls. Það hefði þurft að selja það upp i skatt- ana. Svo kom upp úr kafinu, að Chevalier hafði átt miklar eign- ir erlendis, og þá var ákveðið að reyna að nýta þær til þess að greiða með skattana, en leyfa húsinu að halda sér eins og það var á meðan leikarinn bjó i þvi, og opna það svo i framtiðinni sem safn. Það verður gert, og ekki er ósennilegt, að f jöldi fólks eigi eftir að koma til að sjá hvernig leikarinn bjó og dást að öllum dýrgripunum, sem hann hafði safnað i kring um sig. fjármálaráðherra i stjórn Nix- ons, William Scranton afþakk- aði embætti utanrikisráðherra á sinum tima, senator ,,Scoop” Jckson (D.Wash.) vildi ekki stjórna varnarmálum og Hu- bert Humphrey (D. Minn) kærði sig ekki um að verða ambassa- dor Bandarikjanna hjá Samein- uðu þjóðunum. — Siðan segir, að þar sem forsetinn hafi ekki fengið beztu mennina i embætt- in, þá sé engu likara en hann hafi svo byrjað neðst á listan- um, næst þegar hann valdi sér starfsmenn. ★ Þeir höfnuðu góðum embættum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.