Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 27
Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niður- stöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öll- um tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði náms- lána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starf- semi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breyt- ingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: – Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. – Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar ár- legri tekjutengdri afborgun. – Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. – Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreyt- ingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endur- greiðsluskilmála. – LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frum- varpsins snúa að lækkun endur- greiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðsl- an tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endur- skoðunarnefndinni um að breikk- un þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöfl- un sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undir- strika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félags- legur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfalls- lega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjár- magnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki ein- ungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grund- velli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lán- um. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þenn- an rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæp- lega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra náms- manna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vand- fundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildar- fjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistand- andi lán sjóðsins námu 66 millj- örðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoð- unar að árlegt framlag til viðbót- ar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa und- ir afföllum og kostnaði við vaxta- niðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokk- urs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagns- tekna við útreikninga á endur- greiðslu lánþega. Það er mat fjár- málaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265- 340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu er verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnar- innar að lækka endurgreiðslu- byrði námslána. ■ E ftirmálar forsetakosninganna í Úkraínu um síðustu helgiverða stöðugt alvarlegri og alvarlegri. Ekki batnaði ástand-ið í miðborginni í Kænugarði á miðvikudag þegar yfirkjör- stjórn landsins gaf út yfirlýsingu um að Viktor Janukovitsj, forsæt- isráðherra landsins, hefði borið sigurorð af Viktor Júsjenko. Tugir þúsunda manna sem styðja Júsjenko hafa flykkst til miðborgarinn- ar og komið saman í öðrum borgum landsins til að mótmæla úrslit- unum. Jafnframt því sem spennan í Úkraínu hefur aukist jafnt og þétt alla vikuna, hafa vestrænir leiðtogar lýst áhyggjum sínum af því hvernig kosningarnar fóru fram og efast um að opinberar niður- stöður þeirra gefi rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Janukovitsj for- sætisráðherra, sem er hinn opinberi sigurvegari kosninganna, nýt- ur stuðnings ráðamanna í Rússlandi en Júsjenko nýtur stuðnings vestrænna ríkja. Landfræðileg lega Úkraínu er þannig að landið er á milli Rúss- lands og nokkurra landa sem tilheyra orðið Atlantshafsbandalag- inu og/eða Evrópusambandinu, en í norðri er Hvíta-Rússland og Rúmenía og Moldavía fyrir sunnan. Úkraína hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991, en tengslin við Rússa hafa verið sterk. Þarna búa rösklega 48 milljónir manna og margir þeirra eru Rúss- ar. Þrátt fyrir hinn volduga nágranna í austri hafa Úkraínumenn hallað sér töluvert í vesturátt á undanförnum árum og sem dæmi um það sendu þeir um 1500 manna friðargæslulið til Íraks undir forystu Pólverja. Þeir hafa líka lagt sitt af mörkum við friðargæslu í Kosovo og Afganistan. Þannig hafa þeir viljað vingast við Vestur- veldin og stefna bæði að því að komast í Evrópusambandið og Nató eins og mörg önnur fyrrverandi kommúnistaríki. Þessi afstaða Úkraínumanna hefur eflaust ekki fallið í góðan jarðveg hjá Pútín, forseta Rússlands, og ráðamönnum þar, og þess vegna er landið orðið nokkurs konar bitbein Rússa og Vesturveldanna. Þjóðin virð- ist líka skiptast í tvær fylkingar í afstöðu sinni til austurs og vest- urs, sem kristallast í úrslitum forsetakosninganna. Fráfarandi forseti, Leonid Kútsjma, hefur reynt að bera klæði á vopnin og hvatt landsmenn til að ná sáttum. Hann studdi Janu- kovitsj forsætisráðherra í baráttunni um forsetastólinn og þess vegna getur verið erfitt fyrir hann að hafa áhrif á stuðningsmenn Júsjenkos sem beið lægri hlut samkvæmt opinberum kosningaúr- slitum. Þeir segja að engin málamiðlun komi til greina og kosninga- svik hafi verið höfð í frammi. Benda þeir á máli sínu til stuðnings að frambjóðandi þeirra hafi haft vinninginn í útgönguspám sem gerðar voru á kjördag, auk margskonar annarra annmarka á kosn- ingunum sjálfum. Það lítur því út fyrir að allt geti gerst í Kænu- garði og skyldu menn vera viðbúnir hinu versta. Þessir atburðir auka líka á spennu milli Rússlands og Vesturveldanna. Lausn virðist vandfundin í Úkraínu. Talað hefur verið um end- urtalningu atkvæða eða jafnvel að kosningarnar verði endurteknar en vonandi verður ekki gripið til vopna í Kænugarði þótt mörgum þar sé heitt i hamsi, það gæti hleypt öllu í bál og brand. ■ 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Landið er orðið nokkurs konar bitbein Rússa og Vesturveldanna. Úkraína FRÁ DEGI TIL DAGS Lausn virðist vandfundin í Úkraínu. Talað hefur verið um endurtalningu atkvæða eða jafnvel að kosningarnar verði endurteknar en vonandi verður ekki gripið til vopna í Kænugarði þótt mörgum þar sé heitt i hamsi, það gæti hleypt öllu í bál og brand. ,, edda.is „Skemmtileg og fræðandi“ 1. sæti Ævisögur og endurminningar Félagsvísindastofnun 16. – 22. nóv. Jóhanna Kristjónsdóttir - Mbl. 30% afsláttur Síðustu dagar „Hressilegt andsvar við þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af arabískum konum undangengin ár og um leið aðdáunarvert framtak í þá átt að reyna að stemma stigu við fordómum og arabahatri.“ - Sigríður Albertsdóttir, DV 2. prentun væntanleg 1. prentun uppseld Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Ensk heiti Eimskipafélagið hefur að undanförnu birt heilsíðuauglýsingar í dagblöðunum þar sem nýtt skipulag félagsins er kynnt. Félagið er nú rekið sem fjórar sjálfstæðar deildir eða afkomusvið og nefnast þau í auglýsingunum Shipping, Logistics, International og Innanlands. Þegar haft er í huga að auglýsingunum er beint að íslenskum lesendum og þeim fylgir íslenskur texti skera heiti deildanna í aug- un, en þrjár af fjórum bera ensk nöfn. Skiljanlegt er að notast sé við erlend heiti utan- lands en er þörf á því hér heima? Á heimasíðu Eim- skipafélagsins á netinu er birt skipurit félagsins og þar virðist duga að nota heitin Skipadeild fyrir Shipping og Al- þjóðadeild fyrir International. Og er flutningamiðlun ekki gott og auðskilj- anlegt heiti fyrir Logistics? Allir borgi skatta Athygli hefur vakið það sjónarmið sem Benedikt Jóhannesson framkvæmda- stjóri setur fram á vefsíðunni heimur.is að skattalækkun ríkisstjórnarinnar sé að einu leyti rangt útfærð. Of margir séu leystir undan skattgreiðslum með hækkun skattleysismarka. Benedikt segir að það séu „grundvallarmannrétt- indi sérhvers manns að hann fái að taka þátt í þjóðfélaginu með því að borga skattana sína“. Og hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig skatt- kerfið á að vera: „Tekjuskattskerfið á að byggja á einni prósentu sem gildir fyrir öll laun frá fyrstu krónu. Prósentan á að lækka niður í 18% rétt eins og hjá fyrirtækjum þannig að menn hafi ekki hag af því að stofna einkahlutafélög um sjálfa sig. Virðisauka- skattprósentan á líka að vera sú sama á öllu þannig að hægt sé að lækka skattinn úr tæplega 25%. Mis- munandi skattprós- entur eru fyrir brask- ara og svindlara og gera eftirlit erfiðara en vera þyrfti.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA UMRÆÐAN NÁMSLÁN Með þessu er verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinn- ar að lækka endurgreiðslu- byrði námslána. ,, 26-39 (26-27) Leiðari 25.11.2004 15.03 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.