Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 33
Í Hafnarfirði opnar jólaþorpið 27. nóvember en það var líka starfrækt í fyrra. Þar verður ýmis varningur seldur. „Ég byrjaði að skipuleggja Jóla- þorpið í september, en fleiri starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar koma að þessu verkefni með ein- um eða öðrum hætti en þetta er á vegum bæjarins,“ segir Albert Eiríksson, verkefnisstjóri jóla- þorpsins í Hafnarfirði. Jólaþorpið opnar á morgun, 27. nóvember og verður opið á laug- ardögum og sunnudögum til jóla frá klukkan 12 til 18. Á Þorláks- messu verður opið frá 12 til 22.30. „Jólaþorpið er svo tekið niður eft- ir nýárið. Það samanstendur í ár af tuttugu húsum en þau voru átján í fyrra. Húsin eru sölubásar þar sem selt er sitt af hverju tagi; sælgæti, jólaglögg, kakó, vöfflur og margt fleira. Karmel-systur voru með bás í fyrra og aftur í ár, þær vöktu mikla lukku. Fólki fannst greinilega gaman að þær væru sýnilegar fyrir utan klaustr- ið, svo ég tali nú ekki um allan kærleikann sem fylgir þeim,“ seg- ir Albert en yfirmaður hans, Anna Sigurborg, átti hugmyndina að jólaþorpinu. „Anna lærði í Þýskalandi og þar er aldagömul hefð fyrir svona mörkuðum og ómissandi þáttur í lífi margra að heimsækja þá í jó- laundirbúningnum,“ segir Albert en hver og einn sölumaður fær að skreyta sinn bás. „Jólaþorpið er ekki með sinn eigin stíl heldur ræður hver og einn hvernig hann skreytir básinn sinn. Það gerir jólaþorpið enn fjölbreyttara.“ Ekki er bara verið að selja varning í jólaþorpinu heldur er dagskrá allar helgar. „Á stóru sviði eru jólasveinar og Grýla á hverjum degi. Við erum afar stolt að kynna til sögunnar nýja og betri Grýlu, sem hætt er að borða börn og gantast nú bara við þau og fullorðna. Tónlistarmenn koma og skemmta og einnig taka nokkrir kórar lagið fyrir gesti. Þannig að það verður mikið líf og fjör allar aðventuhelgar,“ segir Albert og bætir við að það sé frítt inn. En ætli Albert sé ekki kominn með leið á jólunum? „Langt í frá, þetta er dásamlegur tími. Ég er mikilð jólabarn og á mjög auðvelt með að koma mér í gírinn strax í september. Ég hef alltaf verið jólabarn, baka mikið og gleymi mér í jólaskreytingunum, ætli séu ekki vel yfir þúsund jólaljós sett upp um jólin á mínu heimili.“ ■ Skrifa á jólakort Taktu eina kvöldstund frá til að skrá inn í tölvu nöfn og heimilisföng þeirra sem þú sendir jólakort til. Þegar þú ert svo búin/n að skrifa á jólakortin þá límirðu miða með viðeigandi nafni og heimilisfangi og sparar þér tíma. [ Hó, hó, hó í Hafnarfirði SUNDFÖT SEM PASSA ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 ] Hafsteinn Austmann Þorvaldur Skúlason - Svavar Guðnason - Karl Kvaran - Júlíönu Sveins - Jóhannes Jóhannesson - Jóhannes Geir - Karólína Lárusd. - Jón Þorleifsson - Luisu Matt - Valgarð Gunnarsson - Tolla - Sigurbjörn Jónsson - Guðbjörgu Lind - Jón Engilberts Leitum verka eftir Þórarinn B. Þorláksson fyrir fjársterkan aðila EINNIG VERK EFTIR: Gæði og góð þjónusta SMIÐJAN Innrömmun-Listhús • Ármúla 36, sími 568 3890 Opið alla virka daga : 10-18 • laugardaga: 12-16 Kjarval Gunnlaugur Blöndal MÁLVERKASÝNING Albert Eiríksson er verkefnisstjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Við göngum að sjálfsögðu inn í aðventuna með opnum huga,“ segir Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. „Við sjáum hvernig allt iðar af lífi og krafti í þjóðfélaginu, en reynum eins og við getum að koma með hinn kristna boðskap inn í aðventuhátíðina, þar sem rödd Jesú Krists fær að hljóma um frið í hjarta. Það er ekki nóg að eiga umbúðir og skraut og mikið af ljósum ef maður á ekki frið og ljós hið innra. Til að upp- lifa þennan frið bjóðum við fólki upp á samverustundir í kirkjum landsins, margskonar samverur, helgihald, tónleika, kyrrðar- stundir og bænastundir í tugum talið.“ Í Hallgrímskirkju verða 16 tónleikar á aðventu og jólum og 27 guðsþjónustur og kyrrðar- stundir. „Að auki fáum við skóla- og leikskólaheimsóknir og heim- sækjum stofnanir hér í kring, þannig að samtals eru þetta 58 athafnir. Ég býst við að í þessari kirkju getum við reiknað með um 20.000 manns á aðventu sem er líkt og í fyrra og mjög gleði- legt. Þrátt fyrir efnishyggju og velgengni sem einkennir tölu- vert okkar þjóðfélag hefur fólk mikla þörf fyrir að komast inn í kyrrðina og upplifa eitthvað fallegt sem gleður huga og sál. Við megum heldur ekki gleyma að við erum með allt of stóran hóp af fólki sem líður illa, fólki sem berst við fátækt og margskonar vandamál og þetta fólk leitar til Hjálparstofnunar kirkjunnar eftir aðstoð og í kirkjuna eftir andlegum styrk. En við viljum undirstrika að kirkjan okkar mun iða af lífi all- an desember og hvetjum fólk til að taka sér tíma til að upplifa friðinn og helgina á aðventu.“ ■ Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is LAUGARDAGUR Kirkjan iðar af lífi í desember Friður og ljós hið innra mikilvægast á aðventuhátíðinni. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 32-33 (06-07) Allt jólin 25.11.2004 15.43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.