Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 41
26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR28 Þegar manni verður á í messunni á að maður að viðurkenna það. Eysteinn prófessor Þorvaldsson sýndi mér þann heiður fyrir nærri hálfum öðrum áratug að leyfa mér að birta frásögn hans af því þegar hann hrökklaðist frá námi í Austur-Þýskalandi vegna þess sem hann kallaði rangar skoðanir. Eysteinn hafði fram að þeim tíma sjaldan séð ástæðu til að fjalla ítarlega um flótta sinn til Austur-Berlínar. Eysteinn virðist af einhverj- um ástæðum mjög viðkvæmur fyrir því að bent sé á að hann og félagar hans eigi það sameigin- legt með sögupersónum Arnaldar Indriðasonar að hafa lært í Leipzig á sjötta áratugnum. Vissulega má saka mig um óná- kvæmni í grein minni í Frétta- blaðinu síðastliðinn laugardag þegar ég sagði að Eysteinn ætti það sameiginlegt með aðalper- sónu Kleifarvatns að hafa verið rekinn úr skóla fyrir andóf gegn harðstjórninni í Austur-Þýska- landi. Svo gott var það nú ekki því Eysteinn segir þetta rangt, hann hafi sagt sig úr skóla. Rétt skal vera rétt og því bið ég hann afsökunar. Hins vegar skiptir þetta engu höfuðmáli. Það myndi hins vegar gera það ef Eysteinn hefði sagt sig úr skóla vegna óánægju með mötuneyti háskólans en ekki vegna grimmi- legra pólitískra ofsókna og skoð- anakúgunar sem hann varð vitni að. Því miður hefur prófessor Eysteinn aldrei viljað ræða þessi mál opinberlega nema tilneyddur í nærri hálfan fimmta áratug. Enginn veit raunar hvort hann og félagar hans hefðu nokkru sinni viljað ræða þessa hluti ef einka- bréfum þeirra hefði ekki verið stolið og þau birt í upphafi sjö- unda áratugarins. Mér þykir miður að Eysteinn skuli beinlínis segja ósatt um samskipti okkar og halda því fram að ég hafi ætlað að láta hann skrifa mynda- texta í bók mína. Hvers vegna prófessorinn vill reyna að koma á mig höggi með svo ómerkilegum málflutningi hálfum öðrum ára- tug síðar er mér hulin ráðgáta. Eysteinn segir þá „aðdróttun“ mína um að Guðmundur heitinn Ágústsson hafi „gengið á mála hjá leyniþjónustunni“ hafi verið ósmekkleg. Þetta er ekki aðdrótt- un heldur byggt á Stasi- skjölum sem birt voru í sjónvarpsþættti sem ég vann að en má víst ekki nefna á nafn án þess að eiga yfir höfði mér ásakanir um að auglýsa eigin verk. Í þeim þætti kom fram að Guðmundur hefði gefið Stasi upplýsingar m.a. um Berlínar- múrinn. Þetta viðurkenndi Guðmundur síðar þótt hann reyndi eins og eðlilegt er að fegra sinn hlut. Gott er að Eysteinn sé vinur vina sinna en því miður virðist hann vera í mikilli afneitun og er það að sumu leiti skiljanlegt. Slæmt er að vera ónákvæmur, en það er þó betra en hlutskipti Eysteins og félaga hans að hafa ekki þorað að segja frá því hversu ömurlegt stjórnarfar þeir höfðu upplifað eystra og leiða skoðana- bræður sína á villigötur með þögn sinni. Það ætti kannski fleiri en ég að biðjast afsökunar. ■ Var Eysteinn óánægður með mötuneytið? ÁRNI SNÆVARR BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN KALT STRÍÐ OG KLEIFARVATN Í Fréttablaðinu 17. nóvember helgar Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður pistil sinn ræðu undir- ritaðs á borgarstjórnarfundi um kjaradeilu kennara og sveitarfé- laga. Í frásögn þessa ágæta blaða- manns gætir nokkurra missagna og misskilnings sem rétt er að leið- rétta. Ég vil þó, þrátt fyrir allt, þakka blaðamanninum fyrir áhug- ann, sem var svo mikill að pistillinn var tvíbirtur í blaðinu. Fyrst segir í pistlinum að undir- ritaður hafi í ræðu sinni komið fram með einstakar þakkir til þeirra starfsmanna grunnskólanna, sem komu til vinnu fyrstu tvo daga síðustu viku, þ.e.a.s. eftir að Alþingi hafði gripið til þess örþrifa- ráðs að kalla kennara aftur til starfa með lagaboði. Segir að skilja hefði mátt á undirrituðum að það væri sjálfsagt að kennarar mættu til vinnu en mest hefði verið um vert að skólarnir væru opnir nem- endum þrátt fyrir að kennarar hefðu meira og minna legið í „flensu“. Blaðamaðurinn hefur sennilega ekki verið á sama fundi og ég því þarna eru mér beinlínis lögð orð í munn og það sem ég þó sagði er mistúlkað. Þakkir mínar til kenn- ara og annarra skólastarfsmanna, sem komu til starfa að loknu verk- falli, voru ekki einstakar, sömu þakkir fluttu flestir aðrir borgar- fulltrúar sem til máls tóku í þess- um umræðum. Undirritaður ræddi almennt um málið og gerði enga til- raun til að tengja fjarvistir kennara við meint veikindi. Undirritaður nefndi t.d. hvergi orðið „flensu“ þótt það sé haft innan gæsalappa í umræddum pistli. Í pistli blaðamannsins segir einnig að við það að heyra að skóla- stjórnendur, foreldrar og ganga- verðir hefðu mætt til að sinna skólabörnunum, virðist undirrit- aður hafa fengið þá hugmynd að svona hefði átt að gera strax og verkfall hófst. Síðan spyr blaða- maðurinn: „Ætli hann hefði ekki sjálfur verið harðlega gagnrýndur af kennurum og öðrum, ef hann hefði viðrað þessa snilldarhug- mynd sína um að opna skólana strax í upphafi verkfalls, fyrir að hvetja til verkfallsbrots?“ Þarna er komið að kjarna máls- ins og tel ég rétt að svara þessari spurningu blaðamannsins. Raunar var ég þeirrar skoðunar frá fyrsta degi verkfalls að skólarnir ættu að standa nemendum opnir ef tök væru á þrátt fyrir að kennarar væru í verkfalli. Eftir því sem leið á verkfallið sannfærðist ég frekar um að borgaryfirvöldum bæri að fara þessa leið í því skyni að leitast við að lágmarka hin miklu nei- kvæðu áhrif sem verkfallið hafði í för með sér fyrir nemendur og fjöl- skyldur þeirra. Þessari skoðun lýsti ég m.a. í viðtali í Fréttablaðinu 10. nóvember og fékk strax góð við- brögð við henni frá borgarbúum. Þarna var því ekki um að ræða neina skyndi-hugdettu mína á fund- inum eins og blaðamaðurinn skrif- ar. Þótt kennarar leggi niður störf fer sjálf skólabyggingin ekki í verkfall og eigendum hennar (skattgreiðendum) er auðvitað heimilt að nýta hana áfram. Það hefði því ekki verið verkfallsbrot þótt skólastjórnendur hefðu reynt að halda uppi kennslu eftir megni enda viðurkennt að í verkfalli mega yfirstjórnendur ganga í störf und- irmanna. Allflestir foreldrar hafa vænt- anlega hvatt börn sín til sjálfsnáms heima við meðan á verkfallinu stóð og reynt að leiðbeina þeim eftir bestu getu. Voru foreldrar þá að fremja verkfallsbrot? Auðvitað ekki. Það hlýtur að vera skylda for- eldra að hvetja börn sín og leið- beina þeim við slíkar aðstæður. Að sjálfsögðu hefði verið mun mark- vissara og æskilegra að foreldrar hefðu getað tekið sig saman og skipulagt slíkt innan veggja skól- anna í stað þess að bardúsa við slíkt á hverju heimili fyrir sig. Tilsögn foreldra hefði ekki orðið að verk- fallsbroti við það eitt að hún hefði færst frá heimilum yfir á vinnu- staði nemendanna. Það voru kenn- arar sem voru í verkfalli en ekki nemendur, foreldrar og þaðan af síður skólabyggingarnar. Það er því rangt að halda því fram að þeir, sem hvöttu borgaryfirvöld til að halda vinnustöðum nemenda opn- um meðan á verkfallinu stóð, hafi verið að hvetja til verkfallsbrota. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Um skóla, nem- endur og verkföll KJARTAN MAGNÚSSON BORGARFULLTRÚI UMRÆÐAN SKÓLAR OG VERKFALL Hvorki nemendur né foreldrar voru í verk- falli og þaðan af síður skólabyggingarnar. Það er því rangt að halda því fram að þeir, sem hvöttu borgar- yfirvöld til að halda vinnu- stöðum nemenda opnum meðan á verkfallinu stóð, hafi verið að hvetja til verk- fallsbrota ,, ÆVINTÝRI GRIMSSkattalækkanir nauðsynlegar Algengt er að talað sé um lækkun eða afnám skatta eins og hverja aðra hagstjórnaraðgerð. Hinir og þessir tala um hvort tímabært sé að lækka skatta og hversu langt skuli ganga. Jafnan er talað um slíka aðgerð eins og stýrivaxtaá- kvörðun eða annað það sem yfir- völd hafa undir höndum til að stjórna ýmsum stærðum í hag- kerfinu. Stórt spurningarmerki verður hins vegar að setja við hagstjórnarrökin að þessu sinni þar sem um ræðir áratuga gamalt ranglæti, skattheimtuna, sem komið var á án samþykkis núver- andi borgara þessa lands. Þegar skattar eru lækkaðir er verið að leyfa fólki að halda eftir auknum hlut af sjálfsaflafé sínu og draga úr þeirri eignaupptöku sem skatt- heimtan er. Slíkt ætti ekki að skoða út frá heildarsjónarmiðum heldur út frá því hvað sé rétt og rangt. Skattalækkun er því fremur en nokkuð annað leiðrétt- ing á óréttlátu og röngu fyrir- komulagi. Ákvörðun um að draga úr eignaupptöku undir formerkj- um skatta er góð ákvörðun. Öllum slíkum skrefum ber að fagna og hvetja þarf stjórnmálamenn og aðra til að halda áfram á sömu braut. Það er fólkið sem vinnur fyrir peningunum og því ætti fólkið sjálft að fara með ákvörð- unarvald yfir þeim. Höfundur er framkvæmda- stjóri Frjálshyggjufélagsins. FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON HAGFRÆÐINEMI UMRÆÐAN SKATTAR 40-41 (28-29) Umræðan 25.11.2004 15.14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.