Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 46
33FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2004 Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk Áfrýja úrskurði Bankarnir vilja að málefni Íbúðalánasjóðs verði tekin fyrir í EFTA-dómstólnum. Þeir segja sjóðinn vera í samkeppni við bankana. Samtök banka og verðbréfafyrir- tækja (SBV) hafa áfrýjað úr- skurði Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að fyrirhuguð níutíu prósenta lán á vegum sjóðsins standist samkeppnisreglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Bankarnir draga í efa að ákvörð- unin hafi verið rétt og benda á að staða Íbúðalánasjóðs sé einsdæmi miðað við nágrannalöndin. Ein forsenda úrskurðar ESA er sú að Íbúðalánasjóður veiti félagslega þjónustu en bankarnir telja aðgerðir Íbúðalánasjóðs á síðustu vikum bendi eindregið til þess að sjóðurinn sé í beinni sam- keppni við bankanna. Þetta telja bankarnir að stríði gegn reglum á Evrópska efnahagssvæðinu sem koma eiga í veg fyrir ríkisstuðn- ing við fyrirtæki í samkeppnis- rekstri. Í nýlegri könnun á vegum SBV kemur fram að 22,3 prósent svar- enda hyggist ætla að taka annað hvort ný lán hjá bönkum og spari- sjóðum eða endurfjármagna lán sín á næstu sex mánuðum. Sé þetta rétt má gera ráð fyrir að á fimmta tug þúsunda Íslendinga hafi í hyggju að gera breytingar á fjármögnun íbúðarhúsnæðis. „Við teljum að Íbúðalánasjóður sé í grímulausri samkeppni við bankana. Þetta hefur sést á við- brögðum sjóðsins við þessum breyttu aðstæðum. Könnunin sem við gerðum sýnir skýrt að það er tímabært fyrir ráðamenn að setj- ast niður og skoða leiðir til að breyta eðli Íbúðalánasjóðs svo hann sinni þeim tilgangi sem upp- haflega var farið af stað með; að veita félagsleg húsnæðislán,“ segir Guðjón Rúnarsson hjá SBV. Ekki er gert ráð fyrir niður- stöðu fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. - þkVerðmæti í tónlist Ágúst Einarsson prófessor segir að þáttur menningar í hagkerfinu sé þrefaldur á við landbúnað. Hann telur að fjárfesting í tónlist sé hag- kvæm. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, hefur ritað bók um hagræn áhrif tónlistar á Íslandi. Í bókinni er að finna hagrænar rannsóknir Ágústs á þjóðhagslegu gildi tónlistar en einnig stutt ævi- ágrip fimmtíu manna sem sett hafa svip sinn á íslenskt tónlistar- líf. Ágúst segir að margt í niður- stöðunum kunni að koma á óvart. „Þessi bók leiðir í ljós að tón- listin er verulega umfangsmikil í þjóðhagslegu samengi og skilar miklum verðmætum í þjóðar- búið,“ segir Ágúst. „Þarna kemur skýrt í ljós að allt það sem eflir tónlist og tónlist- arkennslu í landinu er einstaklega hagkvæmt,“ bætir hann við. Ágúst kemst að þeirri niður- stöðu að menning standi undir um fjórum prósentum af landsfram- leiðslu og bent er á í niður- stöðukafla bókarinnar að þetta sé stærri hluti af landsframleiðsl- unni en veitustarfsemi og ál- og kísiljárnframleiðsla. Þá er þetta þrefalt stærri hluti hagkerfisins en landbúnaður. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands gefur bókina út. - þk ÁGÚST EINARSSON Fjallar um tónlist út frá hagfræðilegum forsendum í nýrri bók. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÚRSKURÐI ÁFRÝJAÐ Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sætta sig ekki við þá niður- stöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs standist reglur Evrópska efnahagssvæðisins. 44-45 (32-33) Viðskipti 25.11.2004 20:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.