Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2004 35 Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum til Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum innanlands er þriðjudagurinn 8.12. 15.12. 21.12. www.postur.is Komdu tímanlega Finndu pósthúsið næst þér á ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólakortin Til hvers að hafa reglur sem enginn virðist skilja? Til hvers að hafa reglur sem taka ekki á brotum liða fyrr en löngu eftir að brotin hafa verið framin? Til hvers að hafa reglur þegar félög geta spilað fjórtán leiki og unnið einn titil án þess að vera innan ramma laganna og komast upp með það? Til hvers að vera með launaþak þegar það er mál manna að öll lið deildarinnar beita brögðum til að vera undir launaþak- inu? Þetta eru spurningar sem forystu- menn Körfuknattleikssambands Ís- lands ættu að spyrja sjálfa sig í dag. Þetta eru spurningar sem Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiks- deildar Snæfells, spyr sig nú þegar hann þarf að brjóta upp Hópbílabikar- meistaralið sitt og einfaldlega losa sig við einn leikmann, allt vegna þess að menn í Stykkishólmi misskildu annað hvort reglurnar eða eru lygilega slakir í reikningi. Gissur má ekki lækka laun einhverra leikmanna liðsins þar sem keppnis- tímabilið er hafið og þarf því að láta einn, sem þiggur laun fyrir að spila, fara. Gissur hlýtur samt sem áður að brosa í kampinn enda vann hann fyrsta titil vetrarins með ólöglegt lið án þess að eftirlitsnefndin gerði nokkurn skap- aðan hlut. Það er með ólíkindum að lið geti byrjað að spila í Intersportdeildinni að hausti án þess að ljóst sé hvort liðið sé yfir launaþaki eða ekki. Það er furðu- legt að eftirlitsnefndin athugi ekki stöð- una á öllum liðum áður en deildin hefst en geri það bara að handahófi svona þegar þeim hentar. Það er ótrú- legt að lið eins og Grindavík geti kom- ist upp með að skila ekki inn upplýs- ingum um laun leikmanna og ekki sé gripið inn í fyrr en sjö leikir eru búnir af deildinni? Uppákomur eins og þessar gera lítið fyrir trúverðugleika þessara laga og ekkert fyrir Körfuknattleikssam- band Íslands sem virðist í fyrsta lagi vera ófært um að grípa í taumana þeg- ar þörf krefur og í öðru lagi virðist sam- bandinu vera fyrirmunað að skýra regl- ur um launaþakið til hlítar fyrir forystu- mönnum félaganna sem klóra hver öðrum í hausnum og skilja hvorki upp né niður. „Í reglunum segir að launakostnaður þjálfara yngri flokka falli ekki undir launaþakið. Leikmenn okkar eru á launum hjá Snæfelli sem þjálfarar og fyrir það erum við að fá sekt. En samt stendur þarna að launakostnaður yngri þjálfara falli ekki undir launaþakið. Hvað þýðir þessi grein? Hvað eiga menn við?“ Þessar spurningar bar Gissur Tryggvason, formaður körfuknatt- leiksdeildar Snæfells, fram við Fréttablaðið í fyrradag eftir að í ljós kom að Snæfell hafði farið yfir leyfilegt launaþak liða í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik. Gissur er fráleitt sá eini af for- ystumönnum félaganna sem hefur lent í vandræðum með launaþakið því bæði Tindastóll og Hamar fóru yfir þakið í fyrra. Forráðamenn þeirra virtust jafn týndir í reglugerðaflóðinu og Gissur og vitnuðu í misvísandi reglur um það hvort laun leik- manna sem eru einnig þjálfarar yngri flokka falla undir launa- þakið. Það er kominn tími til að KKÍ taki á þessu máli í eitt skipti fyrir öll, tækli lið sem eru yfir launaþakinu strax eða kasti þessari reglu einfaldlega fyrir róða. Reglan um launaþak lyktar af for- ræðishyggju og sam- bandið er senni- lega betur sett ef það leyfir þeim félögum sem það vilja að grafa sína eigin fjárhags- legu gröf. Hinir s k y n s ö m u verða alltaf s k yn sam i r en ævin- týramenn- irnir finna alltaf leiðir til að koma sínu fram, burtséð frá eftirlitsnefnd KKÍ. Það á við um þetta eins og annað. Það er betur heima setið en af stað farið ef ekki er hægt að gera hlutina al- mennilega. ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UTAN VALLAR LAUNAÞAK KÖRFUKNATT- LEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Betur heima setið en af stað farið Phil Mickelson tók Grand Slam-mótið með trompi: Meistari meistaranna GOLF Kylfingurinn Phil Mickelson minnti aldeilis á sig í vikunni þegar hann gerði sér lítið fyrir og setti nýtt met þegar hann spilaði hringinn á Grand Slam-mótinu á Hawaii á 59 höggum. Er þetta lægsta skor sem skráð hefur verið í höggleik í golfi hingað til. Mickelson valdi heldur ekki dapran tíma til að sýna snilli sína en eingöngu þeir fjórir kylfingar sem unnu stórmót á síðasta ári fengu keppnisrétt á Grand Slam- mótinu. Auk Mickelson, sem vann Masters-keppnina, tóku þátt þeir Vijay Singh, Retief Goosen og Todd Hamilton. Var aldrei um neina samkeppni að ræða þrátt fyrir að þeir Singh og Goosen hefðu báðir spilað vel. Todd Hamilton, sem vann óvænt Opna breska meistaramótið, var ívið lakari og endaði heilum 18 högg- um á eftir Mickelson þegar upp var staðið. Mickelson var hógvær að mótinu loknu. „Ég er lukkunnar pamfíll vegna þess að mér fannst ég ekki vera að spila neitt sérstak- lega en allt gekk engu að síður upp.“ Aðeins fjórir aðrir hafa spilað hring á PGA-mótaröðinni á 59 höggum en meðal þeirra er sænska golfstjarnan Annika Sör- enstam sem lék það eftir árið 2001. ■ METJÖFNUN Phil Mickelson gerði sér lítið fyrir á Grand Slam-golfmótinu sem fram fór á Hawaii í vikunni og spilaði hringinn á 59 höggum. Það er metjöfnun. mynd/AP Dynamo taplaust í Evrópudeildinni í körfubolta: Jón Arnór með 16 stig KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Pétursborg í Rússlandi unnu sinn fjórða leik í röð í Evrópudeildinni í körfu- knattleik á þriðjudaginn var. Liðið lagði Limasol á Kýpur, 92-73 en staðan í hálfleik var 47-35. Dynamo náði fljótlega góðum tökum á leiknum og leiddi með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 26- 17. Limasol, sem hafði aðeins unnið einn leik af fjórum í keppn- inni, sá aldrei til sólar og góður útisigur Dynamo var í höfn. Jón Arnór lék í alls 26 mínútur, skoraði 16 stig, tók 2 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hann nýtti skot sín vel, hitti úr tveimur af þremur tveggja stiga skotum og fjórum af sjö þriggja stiga skotum. Jón Arnór hefur verið sínu liði drjúgur það sem af er í Evrópu- deildinni og er með 13,3 stig, 3,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsti leikur Dynamo-liðsins í Evrópudeildinni er þriðjudaginn 30. desember gegn Paris Basket Racing. ■ JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Skoraði 16 stig í góðum útisigri Dynamo St. Péturs- borgar. KÖRFUBOLTI ÍS-KR 70-58 Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 20 (7 frák. 5 stoðs.), Alda Leif Jónsdóttir 18 (5 frák.). Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 25 (13 frák.), Gréta Grétarsdóttir 11 (12 frák., 6 stoðs.). Grindavík-Njarðvík 77-63 Stig Grindavíkur: Erla Reynisdóttir 19 (8 frák.), María Guðmundsdóttir 13, Erla Þorsteinsdóttir 11 (6 frák., 5 stoðs.). Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 20 (11 frák., 4 stoðs.), Ingibjörg Vilbergsdóttir 13 (6 stoðs.). Haukar-Keflavík 63-97 Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 22 (12 frák., 4 stoðs.), Pálína Gunnlaugsdóttir 11, Kristrún Sigurjónsdóttir 10 (6 frák.), Ingibjörg Skúladóttir 9, Svanhvít Skjaldar- dóttir 5, Ragnheiður Theodórsdóttir 2, Hanna Hálfdánardóttir 2, Bára Hálfdánar- dóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 25, Reshea Bristol 22 (7 frák., 7 stoðs.), Anna María Sveinsdóttir 13 (6 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 9 (8 frák.), María Er- lingsdóttir 8 (8 frák., 5 stoðs.), Svava Stefánsdóttir 8, Rannveig Randversdóttir 7 (6 stoðs.), Helga Jónsdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 2. STAÐAN KEFLAVÍK 7-7-0 582-406 14 ÍS 7-5-2 490-405 10 GRINDAVÍK 7-5-2 395-374 10 HAUKAR 7-3-4 433-491 6 NJARÐVÍK 7-1-6 389-481 2 KR 7-0-7 351-483 0 46-47 (34-35) Sport 25.11.2004 21:08 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.