Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 51
Spennumyndin Open Waterbyggir á sönnum atburðumsem eru þó lyginni líkastir en myndin fjallar um kærustupar sem er að kafa sér til skemmtun- ar. Þau verða, fyrir misskilning, viðskila við aðra í köfunarhópnum og eru skilin alein og bjargarlaus eftir úti á miðju hafi. Til að bæta gráu ofan á svart eru þau svo um- kringd hákörlum sem hefðu ekk- ert á móti því að gæða sér á þeim. Open Water er önnur kvik- mynd hjónanna Chris Kentis og Laura Lau en þau tóku hana upp í frístundum sínum fyrir lítið fé. Chris skrifaði handritið og sá um leikstjórn og klippingu. Laura er framleiðandi myndarinnar og þau skiptust á að stjórna tökuvélinni. Hjónin eru bæði lærðir kafarar þannig að það er óhætt að segja að þau hafi gert Open Water á heima- velli. Myndin var frumsýnd á Sun- dance-kvikmyndahátíðinni í janú- ar, vakti mikla athygli og var í kjölfarið dreift um öll Bandaríkin Hjónin ungu hafa því stimplað sig rækilega inn og munu væntanlega hafa meira á milli handanna þegar þau gera næstu mynd. Chris og Laura þykja ná upp magnaðri spennu í Open Water og það dregur ekki úr áhrifamætti myndarinnar að engar tæknibrell- ur voru notaðar við gerð hennar og allir hákarlarnir sem þvælast í kringum leikarana eru ekta og til alls líklegir. Aðalleikararnir Blanc- hard Ryan og Daniel Travis eyddu rúmlega 120 klukkustundum í vatninu í þessum vafasama félags- skap á meðan tökur fóru fram. Þrír vinir og brjálaður björn Félagarnir Dan, Jerry og Tom eru að mestu með báða fætur á þurru í gamanmyndinni Without a Paddle sem er frumsýnd í dag. Það breytir því ekki að þeir eru nánast í stöðugri lífshættu eftir að þeir hætta sér út í óbyggðirnar í fjársjóðsleit. Þeir fá þá grillu í höfuðið að reyna að grafa upp falinn ránsfeng eftir að þeir hitt- ast í jarðarför félaga síns. Það hafði verið æskudraumur þessara fjórmenninga að finna góssið og nú skal draumurinn látinn rætast. Seth Green, sem er þekktastur úr þáttunum um blóðsugubanann Buffy, leikur taugaveiklaða lækninn Dan, hinn kostulegi Matthew Lillard (Scooby-Doo, Serial Mom) leikur viðskiptamógúlinn Jerry og Dax Shepard fer með hlutverk eilífðar- unglingsins Tom. Þessir ólíku vinir þurfa að takast á við bjarndýr sem étur farsímana þeirra, hippastúlkur og náttúrubörn sem búa í trjám og klikkaðan einbúa áður en þeir kom- ast á leiðarenda. Það er enginn annar en Burt Reynolds sem leikur einbúann en val hans í hlutverkið er augljós skírskotun til Deliverance frá ár- inu 1972 en þar lék ungur Burt Reynolds leiðsögumann uppahóps sem lendir í meiriháttar hremm- ingum á siglingaferð í gegnum óbyggðir þar sem úrkynjaðir sveitalubbar ráða lögum og lof- um. Jólaflótti Sýningar eru einnig hafnar á jóla- myndinni Christmas with the Kranks með Tim Allen, úr sjón- varpsþættinum Handlaginn heim- ilisfaðir, og Jamie Lee Curtis í að- alhlutverkum. Gamanleikarinn góðkunni Dan Aykroyd kemur einnig við sögu í myndinni, sem er leikstýrt af Joe Roth sem síðast stýrði gamanmyndinni America´s Sweethearts. Handritshöfundur myndarinn- ar er Chris Columbus, sem leik- stýrði meðal annars hinum geysi- vinsælu Home Alone-myndum. Þessi gamanmynd, sem er byggð á bókinni Skipping Christmas eftir John Grisham, fjallar um Luther Krank (Tim Allen) sem er orðinn hundleiður á auglýsinga- flóðinu sem fylgir aðdraganda jól- anna. Í staðinn fyrir að halda jólin hátíðleg ákveður hann að drífa sig í burtu í frí með eiginkonu sinni, enda eru þau ein eftir í hreiðrinu. Allt fer hins vegar í uppnám þegar dóttir þeirra tilkynnir heimkomu sína yfir jólin. ■ 38 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Þroskasaga Damiens Thorn er sögð í hryllingsþríleiknum sígilda sem kenndur er við The Omen. Fyrsta myndin kom út árið 1976 en þar ólst sonur Satans upp hjá virðulegum sendiherrahjónum sem útsendarar hins illa komu fyrir kattarnef þegar þau komust að því að sonur þeirra var hvorki meira né minna en And-Kristur. Tvær framhaldsmyndir fylgdu í kjöl- farið og í lokakaflanum lék Sam Neil Damien fullorðinn og tilbúinn til að taka heiminn yfir. WITHOUT A PADDLE Internet Movie Database - 5,3 /10 Rottentomatoes.com -16% = Rotin Metacritic.com - 27/100 OPEN WATER Internet Movie Database - 6,1 /10 Rottentomatoes.com -72% = Fersk Metacritic.com - 62/100 CHRISTMAS WITH THE KRANKS Internet Movie Database - 4,0 /10 Rottentomatoes.com -3% = Rotin Metacritic.com - 23/100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) „Wrong? What could be wrong with our child, Robert? We’re beautiful people, aren’t we?“ - Sendiherrafrúin Kathy Thorn, sem Lee Remick lék í The Omen, gat ekki ímyndað sér að neitt væri að syni sínum. Allra síst að hann væri undan djöflinum sjálfum. Nostalgía og alvöru hákarlar                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   Í VONDUM MÁLUM Allir hákarlarnir sem hrella persónur Open Water eru ekta enda voru engar brellur notaðar við gerð mynd- arinnar, sem var mjög ódýr í framleiðslu. ÞRÍR VOÐA VITLAUSIR Þessi undarlega samsetti hópur vina kemst í hann krappan þegar þeir yfirgefa öryggi borgarlífsins og halda í fjársjóðsleit út í óbyggðir. JÓLASTRESS Tim Allen og Jamie Lee Curtis reyna að flýja auglýsingaskrumið sem fylgir jólunum. 50-51 (38-39) Bíóopna 25.11.2004 20:25 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.