Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 55
42 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Aukasýningu Íslenska dans- flokksins á Screensaver eftir Rami Beíer, í Borgarleikhúsinu, sunnudaginn 28. nóvember... Allra síðustu sýningu á Geit- inni - eða Hver er Sylvía, nýjasta leikriti Edwards Albee, á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 20.00... Sýningum Bjarkar Guðnadótt- ur Elífðin er líklegast núna og Ráðhildar Ingadóttur Inni í kuð- ungi, einn díll í Nýlistasafninu Opinn dagur verður í öllum deildum Listahá- skóla Íslands í dag frá klukkan 9.00-14.00 og er áhugasömum boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Er þetta í fyrsta sinn sem haldinn er opinn dagur í öllum deildum í einu. Leiklistardeildin býður gestum að taka þátt í eins konar sýnishorni af inntökuprófi sem samanstendur af leiktúlkun, líkamsþjálfun, raddbeitingu og söng. Auk þess kynnir deildin nýtt nám sem ber heitið Fræði og fram- kvæmd. Í tónlistardeildinni verða kammertón- leikar og gestum verður boðið að taka þátt í námskeiðum. Í myndlistardeildinni verður öll starfsemi, og öll verkstæði, opin gestum og gangandi, ásamt því að erindi verður flutt um deildina kl. 11.00. Hönnunar- og arkitektúr- deild verður með alla starfsemi sína opna, en þar er að finna fata- og textílhönnun, þrívíða hönnun, grafíska hönnun og arkitektúr. Dagskráin verður í gangi frá 9.00-14.00 og er fólki frjálst að koma hvenær sem er. Veitingar verða í boði í hádeginu. Athugið að ef fólk hefur áhuga á að kynna sér námið í leiklistar- deild er best að mæta í fasta dagskrá frá 9.00-11.00. Kl. 16.00 á morgun, laugardag. Tíbrártónleikar. Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari leikur debut tónleika sína ásamt Önnu Guðn- ýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Schubert, Tchaikovsky og Prokofiev. menning@frettabladid.is Opinn dagur í LHÍ Leikhópurinn Á senunni sýnir jólaleikrit sem byggir á íslenskum hefðum og gefur út geisladisk af sinni vinsælu kabarettsýningu Paris at Night. Leikhópurinn Á senunni slær ekki slöku við þessa dagana, fremur en endranær. Kabarettsýning hóps- ins, „Paris at Night,“ sem sýnd var í Borgarleikhúsinu síðastliðið vor og tekin upp í haust, tókst svo vel að ákveðið var að taka tónlistina upp á geisladisk, sem nú er kominn út. Einnig naut jólasýning þeirra í fyrra, Ævintýrið um Augastein, slíkra vinsælda að ákveðið var að taka hana aftur upp í ár og verður fyrsta sýningin í Tjarnarbíói á morgun. Sýningin verður svo þar alla sunnudaga í desember – og einhverja laugardaga, „eftir því sem verkast vill,“ eins og Felix Bergsson, talsmaður leikhópsins, segir og bætir við: „Við erum í samstarfi við Þróunarfélag mið- borgarinnar í að drífa fólk í bæinn, kíkja í búðir, fara á kaffihús – og í leikhús.“ Augasteinn er klukkutíma barnasýning með brúðum eftir Helgu Arnalds og tónlist sem Hróðmar Sigurbjörnsson tónskáld stjórnar. Þetta er falleg jólasaga sem fjallar um jólasveinana og Grýlu og litla Augastein sem lend- ir í krumlunum á því hyski. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, og Felix leikur Augastein. Leikrit- ið er einleikur með fjöldanum öll- um af brúðum og var frumsýnt í London fyrir tveimur árum. Þang- að er sýningin að fara aftur núna í desember. „Við ætluðum þessa sýningu alltaf til útflutnings,“ segir Felix. „Okkur fannst tilvalið að fara út með skemmtilega leiksýningu sem byggði á íslenskum hefðum og sög- um, en hún hefur ekki orðið síður vinsæl hér. Bókin um Augastein kom út í fyrra hjá Máli og menn- ingu og íslensk börn eru farin að þekkja þessa sögu okkar og hafa því gaman af því að sjá hana lifna á sviðinu.“ Á geisladiskinum, „Paris at Night,“ eru ljóð Jacques Prévert úr samnefndri sýningu eins og áður segir. Tónlistina flytja þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix, ásamt þriggja manna hljóm- sveit undir stjórn Karls Olgeirs- sonar. Kolbrún Halldórsdóttir var einnig leikstjóri þeirrar sýningar. „Það komu strax fram ein- dregnar óskir frá áhorfendum okkar um að geta nálgast þessa tónlist á diski. Jóhanna Vigdís er eins og fiskur í vatni í þessu, með sitt BA-próf í frönsku og verandi þessi snilldarsöngkona. Við tókum þetta upp á litla sviði Borgarleik- hússins þannig að hljómurinn er mjög fallegur, mjög leikhúslegur, og andi verksins kemur fram á diskinum. Lögin eru að miklu leyti sungin á frönsku, en við erum með þýðingar Sigurðar Pálssonar í bæklingi sem fylgir diskinum.“ Felix segir ekki komið á hreint hvort þau verða með stóra tónleika í tilefni af útgáfu disksins, „en við munum birtast hér og þar á jóla- föstunni. Við byrjum reyndar í dag á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, þar sem við ætlum að syngja lög af diskin- um klukkan 17.30. ssa@frettabladid.is Augasteinn og næturljóð Parísar ! Íslenski hesturinn í lífi og leik Það er ekkert áhlaupsverk að ætla sér að lesa bókina um íslenska hest- inn í einum rykk og öðlast þar með góða yfirsýn yfir allt sem í henni er. Þessar 400 blaðsíður eru svo hlaðnar fróðleik og upplýsingum að lesandinn hefur það á tilfinningunni að hann hafi misst af einhverju við fyrstu yfirferð sem vert sé að gaum- gæfa betur. Og það er einmitt aðall þessarar bókar. Hún er ekki einnota, ekki eitt- hvað sem fer til skrauts upp í bóka- hillu að lestri loknum, heldur þarf hún alltaf að vera við hendina, svo hægt sé að lesa einstaka kafla aftur og aftur. Það er augljóst að vandað hefur verið til vinnu hennar í hvívetna. Hönnun hennar er listilega gerð. Höfundar hafa farið víða til að leita fanga og haft erindi sem erfiði. Þess vegna er nú loksins komin á einn stað yfirgripsmikið efni sem lýtur að íslenska hestinum, uppruna hans, notkun að fornu og nýju, útbreiðslu hans til annarra landa, hestinum sem viðfangsefni listamanna og svo mætti áfram telja. Texti bókarinnar er skýr og læsi- legur og rennur vel. Vel hefur tekist til með að samræma hann, þannig að það truflar ekki þótt fleiri en einn höfundur leggi þar hönd á plóg. Blessunarlega lítið er um skamm- stafanir, enda eiga þær ekki að sjást í bók sem þessari, og raunar hvergi nema kannski í fréttatilkynningum. Stafsetningarvillum bregður fyrir, en sem betur fer eru þær teljandi á fingrum annarar handar. Í tveimur tilvikum má ætla að þær hafi orðið til annars staðar heldur en hjá höf- undum, því ósennilegt er að tveir höfundar noti orðið „aðall“ á þann hátt að töltið sé „aðal“ íslenska hestsins. Svo segir gamli húsgangur- inn um hana Litlu-Jörp með lipran fót, að hún labbi götu þvera, en ekki „um“ götu þvera, eins og stendur í bókinni. Það er afar vont. Kannski er þetta smásmygli, en þegar maður er kominn með svo góða, vandaða og yfirgripsmikla bók á borðið hjá sér, sem á eftir að vera til yndisauka á komandi árum, þá nægir ekki að hún sé frábær; hún á að vera fullkomin. Myndirnar í bókinni eru kapítuli út af fyrir sig. Fjölmargar eru hreint listaverk. Þær hrífa mann svo, að maður finnur vorlyktina af hrossun- um og gróandanum, er kominn í ferðalag inn á öræfi eða heyrir marrra í harðfenninu undan hófun- um við útigjöfina. Í kaflanum um hestaliti hefði þó þurft að vera mynd af litföróttu hrossi. Margir hafa ekki hugmynd um hvernig það lítur út. Þá er hund- leiðinlegt þegar manni er sagt í myndatextum að rautt sé rautt og brúnt sé brúnt, síðan ekki söguna meir. Þá er betra að sleppa þeim al- veg. Af einstökum köflum eru fróðleg- astir og skemmtilegastir aflestrar Af spjöldum sögunnar, þar sem meðal annars er greint frá hlutverki ís- lenska hestsins við konungskomuna 1907 og Á erlendri grund, sem fjall- ar um landnám íslenska hestsins er- lendis. Í hinum síðarnefnda kemur meðal annars fram að útflutningur íslenska hestsins hafi hreint ekki verið bundinn við kolanámur í Bret- landi, heldur hafi hann einnig verið seldur út sem sporthestur. Út af fyrir sig væri það verðugt og forvitnilegt verkefni að afla enn frekari heimilda af þessu tagi og miðla þeim til þakk- látra áhugamanna, þannig að þær geymist en gleymist ekki. Þegar upp er staðið er Íslenski hesturinn listilega vel unnin bók í hvívetna, bók fyrir alla, yngri sem eldri. Ekki bara hér á landi, heldur fyrir unnendur hans erlendis. Von- andi verður þessi bók þýdd á þýsku og ensku, að minnsta kosti, þannig að hinir síðastnefndu öðlist aðgang að þeim banka gagna og mynda sem þessi bók er. Ekki mætti undir neinum kringumstæðum stytta hana eða fella burt einstaka kafla í slíkri útgáfu. Það væri skemmdar- verk. ■ BÓKMENNTIR JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR Íslenski hesturinn Höfundar: Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson. Meðhöfundar: Þorgeir Guðlaugsson, Sigríður Sigurðardóttir, Kári Arnórsson. Útgefandi: Mál og menning. PARIS AT NIGHT Tónlistin tekin upp á Litla sviði Borgarleikhússins. ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN Einleikur með fjöldanum öllum af brúðum. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM 54-55 (42-43) Menning 25.11.2004 18:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.