Fréttablaðið - 27.11.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 27.11.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR FRAM MÆTIR HK Tveir leikir verða í norður riðli Íslandsmóts karla í hand- bolta. KA sækir HK heim klukkan 13.30 og Þór tekur á móti Fram klukkan 16.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 27. nóvember 2004 – 325. tölublað – 4. árgangur ● nýjar dúkkur Dúkkað upp Fræga fólkið: ▲ SÍÐUR 42 & 43 VAR Í ÓVISSU Í TVO TÍMA Níu ára stúlka sem var rænt á miðvikudag var í óvissu um líðan móður sinnar í um tvo klukkutíma. Stúlkan var yfirheyrð í barna- húsi í gær. Sjá síðu 2 ÞRÝST Á RÁÐHERRA Borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að reisa hjúkrunarheimili við Granda- veg. Þrýst hefur verið á heilbrigðisráðherra að hefja viðræður. Sjá síðu 2 RÁÐNINGAR GAGNRÝNDAR Sjálf- stæðismenn telja að gengið hafi verið framhjá reyndum stjórnendum þegar ráðið var í stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurbrögð. Þeir telja málatilbúnaðinn sérkennilegan. Sjá síðu 4 VORU ÚTÚRDÓPAÐIR Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjaness í gær hvort þeir Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson hafi skipulagt fyrir fram og ætlað til sölu það magn kókaíns sem þeir voru teknir með. Sjá síðu 18 Róbert Gunnarsson: Íþróttanörd af lífi og sál SÍÐA 36 ▲ Í máli og myndum: Eldur í Reykjavík SÍÐUR 40 & 41 ▲ Kvikmyndir 62 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 46 Sjónvarp 64 Njáll Gunnlaugsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Heillaðist ungur af mótorhjólum ● bílar SENDIRÁÐ Árni Þór Sigurðsson, for- seti borgarstjórnar, segir það koma til greina að borgaryfirvöld komi að því að bandaríska sendi- ráðið verði flutt annað. „Ég tek undir það að staðsetn- ing þess er ekki góð, meðal annars af öryggisástæðum, og borgar- yfirvöld gætu komið að því í sam- vinnu við utanríkisráðuneytið að það yrði flutt,“ segir hann. Bandaríska sendiráðið við Laufásveg hefur með leyfi borg- aryfirvalda komið fyrir steyptum stöplum á bílastæðum fyrir fram- an húsið svo ekki sé hægt að legg- ja bílum þar. Þetta er gert í örygg- isskyni. Íbúar í nágrenni við sendiráðið eru æfir yfir þeirri röskun sem þessar og aðrar ráðstafanir hafa haft í för með sér. Erlingur Gísla- son, sem býr gegnt sendiráðinu, segir að ef borgaryfirvöld telji slíka hættu vera á ferð að það réttlæti auknar varnir við sendi- ráðið væri nær að gera öryggis- ráðstafanir gagnvart öðrum íbú- um í götunni, sem séu berskjald- aðir. Fyrir hálfum öðrum mánuði funduðu íbúar við Laufásveg með fulltrúum Gatnamálastofu og fóru meðal annars fram á það að sendi- ráðið yrði hreinlega flutt úr göt- unni. Árni Þór, sem er formaður samgöngunefndar, segir að nefnd- in hafi samþykkt ósk sendiráðsins þrátt fyrir mótmæli íbúanna þar sem engin „haldbær rök“ hafi komið fram af þeirra hálfu í þessu einstaka máli. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins, segir að starfsmenn þess kappkosti við að eiga góð samskipti við nágranna sína. Hún viðurkennir þó að sam- búðin hafi ekki alltaf verið á besta máta. Pía segir að starfsmenn sendiráðsins hafi í sjálfu sér ekk- ert á móti því að sendiráðið verði flutt annað, en frumkvæðið þurfi að koma frá bandarískum stjórn- völdum í Washington. - bs Vilja flytja banda- ríska sendiráðið Forseti borgarstjórnar vill ræða við utanríkisráðuneytið um að flytja bandaríska sendiráðið. Frumkvæði þarf frá Washington, segir tals- maður sendiráðsins. Nágrannar sendiráðsins eru æfir.ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR LJÓMANDI gott veður í dag með hægum vindi og þurrviðri. Fremur svalt en yfirleitt yfir frost- marki Sjá nánar á bls. 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SVEITARSTJÓRNARMÁL Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær var rætt um bága fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bandsins, segir nauðsynlegt að tekjustofnar sveitarfélaganna verði styrktir til að þau geti á eðli- legan hátt sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Meirihluti þeirra eigi við verulega fjárhags- erfiðleika að stríða og sé hluti skýringarinnar byggðavandi; íbú- um hafi fækkað verulega, en sveitarfélögin geti ekki að sama skapi dregið þjónustu sína saman. Lögboðnum verkefnum hafi ein- nig fjölgað án þess að tekjustofn- ar hafi fylgt. Árni Magnússon sagði á þing- inu að ákveðið hefði verið að auka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga um 400 milljónir á þessu ári, og verði hluta þess varið til að aðstoða þau sveitarfélög sem verst eru stödd. Þrjú sveitarfélög eiga meiri skuldir en eignir; Ólafsfjarðarbær, Snæfellsbær og Vestmanneyjar. Í október fengu 23 sveitarfélög bréf frá eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfé- laga. Vilhjálmur segir það ekki vísbendingu um slaka fjármála- stjórnun. Þetta geti bara verið tímabundinn vandi. Sjá síðu 22 - ss Fjármál sveitarfélaga: Verulegir fjárhagserfiðleikar www.postur.is 8.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu! Olíufélögin: Hafa kært niðurstöðuna VERÐSAMRÁÐ Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís kærðu öll niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Frestur til þess rann út á miðnætti í gær. Samkvæmt samkeppnislögum hefur nefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu í málinu. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu undir lok október að olíufélögin ættu að greiða 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulagðs sam- ráðs um verðlagningu, gerð til- boða og skiptingu markaða. - ghg Bókakynning fylgir blaðinu í dag Skálholtsútgáfan STÖPLARNIR VIÐ SENDIRÁÐIÐ Steyptir stöplar voru settir fyrir utan bandaríska sendiráðið í gær. Eru þeir liður í öryggisráðstöfunum sendiráðsins. Nágrannarnir hafa fengið sig fullsaddaaf röskunum í götunni. Írösk stjórnmál: Íhuga frest- un kosninga ÍRAK, AFP Íraska kosningastjórnin tekur afstöðu til þess í dag hvort fresta eigi kosningum í landinu. Til stendur að halda kosningar fyrir 30. janúar næstkomandi en tíu stjórnmálaflokkar hvöttu í gær til þess að kosningunum yrði frestað um hálft ár. Meðal þeirra flokka sem mæltu með frestun kosninga var flokkur Iyad Allawi forsætisráð- herra. „Órói og hryðjuverkaárás- ir auk ófullnægjandi undirbún- ings í stjórnsýslu, framkvæmd og stjórnmálalífinu gera það nauðsynlegt að íhuga frestun kosninganna,“ sagði í yfirlýsingu flokkanna tíu. Nokkrir helstu flokkar landsins stóðu að yfirlýs- ingunni, þeirra á meðal flokkar Kúrda og súnnímúslima. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti til þess að kosið yrði á réttum tíma. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 01 Forsíða 26.11.2004 22:22 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.