Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4
4 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ÚKRAÍNA, AFP Mennirnir sem takast enn á um völdin í Úkraínu, tæpri viku eftir seinni umferð forsetak- osninganna, samþykktu í gær að semja um friðsamlega lausn deil- unnar, sem hefur valdið uppnámi í Úkraínu. Viktor Janukovitsj forsæt- isráðherra og Viktor Júsjenko, leið- togi stjórnarandstöðunnar, hittust í gærkvöldi á fundi með Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseta. „Til að tryggja samningaferlið hafa fylkingarnar myndað vinnu- hóp til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um lausn þessarar stjórnarkreppu,“ sagði Kútsjma eftir fund þremenninganna í gær- kvöld. Hvorki Janukovitsj né Júsj- enko tjáðu sig að fundi loknum. Mótmæli héldu áfram í borgum Úkraínu í gær. Janukovitsj komst ekki til vinnu sinnar í stjórnarráð- inu í gær þar sem þúsundir manna höfðu tekið sér stöðu við húsið. „Þetta hefur lamað stjórnina,“ sagði Anna German, talsmaður hans. Tugþúsundir stuðningsmanna Janukovitsj komu til höfuðborgar- innar Kænugarðs í gær. Fram að því höfðu mótmælendur í borginni allir stutt við bakið á Júsjenko. ■ RÁÐNINGARMÁL Borgarráð hefur samþykkt samhljóða tillögu borg- arstjóra um ráðningu í starf fjög- urra sviðsstjóra. Ráðin eru Anna Skúladóttir í starf sviðsstjóra Fjármálasviðs, Hrólfur Jónsson í starf sviðsstjóra Framkvæmda- sviðs, og Svanhildur Konráðsdótt- ir í starf sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs. Sjálfstæðis- menn óskuðu eftir því að tillögu um ráðningu Regínu Ásvaldsdótt- ur í starf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs yrði frestað en því var hafnað. Regína hefur unnið mikið með forystu borgarinnar að stofnun þjónustumiðstöðva og að stjórnkerfisbreytingum borgar- innar. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins létu bóka að með umræddri ráðningu sé með „mjög ámælisverðum hætti gengið fram hjá öðrum umsækjendum sem vegna menntunar sinnar og/eða starfsreynslu ættu að koma sterklega til greina í umrætt starf“. Þar á meðal séu einstak- lingar sem sinnt hafi með miklum sóma ábyrgðarstöðum á rekstrar- sviðum ýmissa borgarstofnana. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að staðið hafi verið að ráðningun- um með miklu hraði. „Við töldum að þarna hefði verið tekið fram- hjá fólki sem lengi hefur unnið hjá Reykjavíkurborg , hefur góða menntun á þessu sviði og gegnt miklum trúnaðarstörfum með sóma. Við fengum engin gögn um hina umsækjendurna en þekkjum vel til nokkurra sem hafa staðið sig mjög vel í starfi hjá Reykja- víkurborg þannig að við töldum að menntun, reynsla og þekking þess einstaklings sem hlaut stöð- una væri þeim ekki framar. Í hópi umsækjenda var mikið af góðu fólki sem hefur þjónað borginni mjög vel í langan tíma og það var varla yrt á þetta fólk. Okkur fannst þessi málatilbún- aður mjög sérkennilegur,“ segir hann. Borgarráðsfulltrúar Reykja- víkurlistann bentu á „vandaða umsögn um umsækjendur og ítar- legan rökstuðning“ um ráðning- arnar og töldu ljóst að úr hópi fjölda hæfra umsækjenda væri að ræða. Gísli Helgason, fulltrúi F-list- ans, lét bóka að F-listinn legði áherslu á að menntun og reynsla væri látin vega þyngst. ghs@frettabladid.is RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Þrotlaust og markvisst starf er að skila sér að sögn Ragnhildar. Kvenstjórnendur í meirihluta í Reykjavík: Líst vel á þróunina JAFNRÉTTISMÁL Um næstu áramót verða tíu konur æðstu stjórnend- ur Reykjavíkurborgar að með- töldum borgarstjóra og fjórir karlar. Ragnhildi Vigfúsdóttur, starfsþróunarstjóra hjá Lands- virkjun, líst vel á þróunina. „Þetta hefur tekist með mark- vissu og þrotlausu starfi og með- vitaðri pólitískri ákvörðun sem unnið er markvisst að. Þetta er engin tilviljun. [Ingibjörg] Sólrún byrjaði á þessari þróun. Um leið og konum fjölgar sjá þær að þær eiga raunverulega möguleika og þá sækja fleiri um. Það væri frá- bært ef þetta væri vísbending um það sem koma skyldi í þjóðfélag- inu,“ segir hún. - ghs ■ EVRÓPA Unnust forsetakosningarnar í Úkraínu með svindli? Spurning dagsins í dag: Ertu byrjaður/byrjuð að kaupa jóla- gjafir? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 26% 74% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Baugur og Big Food Group: Slitnað gæti upp úr VIÐSKIPTI Ekki er ólíklegt að stjórnendur Big Food Group slíti viðræðum um yfirtöku Baugs á félaginu. Mikill ágreiningur er um yfirtökuverð á félaginu en í kjölfar áreiðaneikakönnunar breyttust hugmyndir Baugs- manna um verðmæti félagsins. Ólíklegt að Baugur vilji borga meira en 90 pens á hlut í félaginu en verðhugmyndir stjórnenda félagisns eru nær 110 pensum eins og lagt var upp með þegar viðræður hófust. Hlutabréf í Big Food Group kosta nú 87,5 pens á markaði, sem bendir til þess að fjárfestar telji yfirtöku á mikið hærra gengi ólíklega. Rekstur verslana undir merkjum Big Food Group hefur ekki gengið vel upp á síðkastið. - þk Saga Egils Skalla-Grímssonar „Bráðsnjöll leið til að kynna fornsagnaarfinn fyrir ungum lesendum.“ - Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl. Sígild og spennandi saga fyrir börn og unglinga! 30% afsláttur Síðustu dagar 2. prentun væntanleg 1. prentun uppseld VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Borgarráð hefur ráðið í stöður fjögurra sviðsstjóra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálf- stæðismanna, vildi fresta einni ráðningunni en sú tillaga var felld. ORRUSTUÞOTUR Í EINKAEIGU Safnarar keyptu þrettán gamlar orrustuþotur þegar svissneski flugherinn setti þær á uppboð. Búið var að taka hvort tveggja vopn og vélar úr þotunum, sem eru franskar, þær elstu frá 1965. Nær 200 manns buðu í vélarnar, safnarar og flugáhugamenn. Nemendaskipti: Skiptinem- um fækkar mikið BANDARÍKIN, AP Erlendum skipti- nemum í Bandaríkjunum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Þeir voru nær 28 þúsund síðasta vetur, meira en helmingi færri en þeir voru veturinn 1993 til 1994 þegar þeir voru 62 þúsund talsins. Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir þessari fækkun. John Hish- meh, sem vinnur að námsmanna- skiptum, segir skóla síður tilbúna til þess nú en áður að taka við nemendum og bera við kostnaði. Að auki er erfiðara en áður að fá fjölskyldur til að taka við skiptinemum inn á heimili sín. ■ FUNDAÐ Í KÆNUGARÐI Júsjenko, Aleksander Kwasniewski Pól- landsforseti, Kútsjma, Valdas Adamkus, forseti Litháens, Javier Solana, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, og Janu- kovitsj voru meðal þeirra sem sátu fund í gærkvöld til lausnar valdadeilum í Úkraínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Janukovitsj og Júsjenko ræddu stöðuna í úkraínskum stjórnmálum: Heita að vinna saman að lausn deilunnar Sérkennilegur málatilbúnaður Borgarráð hefur samþykkt ráðningu fjögurra sviðsstjóra hjá Reykjavík- urborg. Sjálfstæðismenn telja að gengið hafi verið framhjá reyndum stjórnendum og telja málatilbúnaðinn sérkennilegan. 04-05 fréttir 26.11.2004 22:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.